Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2007 Júní

30.06.2007 18:53

Er i Tyrklandi.

Nu er eg staddur i Icmeler i Tyrklandi en laet tad ekki stoppa mig i ad sinna sidunnı. Set her inn mynd af Hrafni Sveinbjarnarsyni ııı og bid serfraedıngana sem geta sagt okkur frodleık um skipid ad gera tad fyrir mig.


103.Hrafn Sveinbjarnarson III GK 11.

Annars er tad ad segja. fyrir aettingja og vini ta gekk ferdin ut vel og 1.dagurin godur. Gunni vinur minn Skarp lenti t.d. i tvi ad vera model i tyskusyningu i ledurfatagalleri og stod sig vel. Gunni model. hver hefdi truad tvi ?
Kvedja fra İcmeler. HH

28.06.2007 10:24

Í innsiglingunni til Grindavíkur fyrir margt löngu síðan.


Þessa mynd gaf mér frændi minnn Gunnar Hallgrímsson fyrir löngu síðan. Hann var á loðnubátnum Keflvíkingi þegar hann tók þessa mynd í innsiglingunni til Grindavíkur. Ég hef alltaf haldið að þetta sé Albert GK 31 en ef það er ekki rétt leiðréttir mig einhver.

Er þetta Gjafar VE sem liggur þarna í fjörunni ?

28.06.2007 01:05

Bátur vikunnar var smíðaður í Skipavík árið 1972.

Bátur vikunnar var smíðaður í Skipavík árið 1972 fyrir Hraðfrystihús Stokkseyrar hf. sem gerði bátinn út alla tíð. Hann hét Jósep Geir ÁR 36 og var 47 brl. að stærð með heimahöfn á Stokkseyri. Báturinn sökk að morgni 26. marz 1991 suðaustur af Þorlákshöfn. Áhöfninni, sjö mönnum, var  bjargað um borð í Fróða ÁR 33 .


1266.Jósep Geir ÁR 36.

26.06.2007 22:21

Fyrsta myndbandið er komið inn á Skipamyndir.

Fyrsta myndbandið er komið inn á síðuna og er það af Sigrúnu Hrönn ÞH 36 á skemmtisiglingu um Skjálfandaflóa. Þetta er frumraun mín í gerð myndbanda fyrir tölvur og sennilega sést það mjög vel á vinnubrögðunum. Það er tengill hér til hægri sem heitir myndbönd og þar er myndbandið að finna.

26.06.2007 17:29

Sigrún Hrönn ÞH 36 á naustavíkinni.

Hér er frétt um Sigrúnu Hrönn ÞH 36 af heimasíðu Trefja ehf. í Hafnarfirði :

Útgerðarfélagið Barmur ehf á Húsavík fékk í síðustu afhentann nýjan Cleopatra 38 línubeitningavélarbát.
Að útgerðinni stendur Ingólfur Árnason og sonur hans Sigmar Ingólfsson.

Nýji báturinn hefur hlotið nafnið Sigrún Hrönn ÞH 36 og leysir af hólmi tvo minni Cleopatra báta sem báru sömu nöfn. Nýji báturinn er 15brúttótonn og 11.9brúttórúmlestir og er í krókaaflamarkskerfinu. Báturinn er með yfirbyggðu vinnudekki. Línubeitingarvél og rekkakerfi af gerðinni Mustad frá Sjóvélum hf. Línu og færaspil eru frá Sjóvélum.

Aðalvél bátsins er af gerðinni Volvo Penta D12 715hp tengd ZF gír.
Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni Furuno frá Brimrún.
Báturinn er einnig útbúin með hliðarskrúfu sem tengd er sjálfstýringu bátsins.
Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

Rými er fyrir 12stk 660lítra kör í lest. Í bátnum er upphituð stakkageymsla. Borðsalur er í brúnni auk stóla fyrir skipstjóra og tvo skipverja. Svefnpláss er fyrir fjóra í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.


2736.Sigrún Hrönn ÞH 36 á Naustavíkinni.

25.06.2007 21:51

Varði stundar sjóinn við Ghana.

Varði félagi minn, eða Guðvarður Jónsson eins og hann heitir réttu nafni, hefur stundað sjóinn á hinum ýmsu hafsvæðum heimsins. Í dag er hann vélstjóri á frystitogara sem heitir Theresa og veiðir við strendur afríkuríkisins Ghana. Theresa hét áður Sjúrðaberg og var gerð út frá Færeyjum en er nú stjórnað af íslendingum.

Theresa við festar undan Ghanaströndum.

Guðvarður Jónsson og skipsfélagi hans.

25.06.2007 00:46

Sigrún Hrönn ÞH 36.

Ég fór í skemmtilega siglingu á Skjálfanda í dag með Sigmari Ingólfssyni á Sigrúnu ÞH 136. Erindið var að mynda Sigrúnu Hrönn ÞH 36, nýja línubátinn sem kom til heimahafnar aðfaranótt laugardagsins síðasta. Við fórum víða um flóann og kem ég myndum úr siglingunni í albúm fljótlega. Hér eru nokkrar myndir síðan í dag.


2736.Sigrún Hrönn ÞH 36.


2736.Sigrún Hrönn ÞH 36.

Sigmar Ingólfsson, Freyja Eysteinsdóttir og Ingólfur H. Árnason við nýja bátinn.

 

24.06.2007 14:53

Dagfari ÞH 70 að háfa síld úr nótinni.

Á þessari mynd sem er úr safni Hreiðars Olgeirssonar er síldarskipið Dagfari ÞH 70 að háfa síld úr nótinni. Hreiðar var skipverji á Dagfara sem var í eigu bræðranna Stefáns og Þórs Péturssona en skipstjóri var Sigurður Sigurðsson.


1037.Dagfari ÞH 70.

Á einhver eða veit um mynd af Dagfara sem er tekin eftir að hann er lengdur og yfirbyggður og gamla brúin hækkuð ?

 

23.06.2007 22:23

Njörður ÞH 44 með nótina á síðunni.

Hér er ein gömul úr safni Hreiðars Olgeirssonar, tekin einhvern tímann á árunum 1961-1963. Þarna er fyrsti bátur þeirra Skálabrekkufeðga, Njörður ÞH 44, með nótina á síðunni. Blíðuveður er þarna, líklega að kvöldlagi eða þá um nótt. Það liggur við að maður trúi rómantíkinni í sjómannasöngvum fyrri ára þegar maður sér þessa mynd. Þetta gæti meira segja verið á Grímseyjarsundi.


699.Njörður ÞH 44.

23.06.2007 15:08

Gulli Alla sagði það...........

......ótækt að hafa ekki almennilega mynd af Bangsa BA á síðunni og sendi mér því þessa mynd.


2739.Bangsi BA 337.

www.123.is/gullialla

23.06.2007 14:23

Nýr og glæsilegur línubátur kom til Húsavíkur í nótt sem leið.

Nýr og glæsilegur línubátur kom til heimahafnar á Húsavík í fyrsta skipti  í nótt sem leið. 

Nýr fiskibátur, Sigrún Hrönn ÞH 36,  kom í fyrsta skipti til heimahafnar á Húsavík í nótt eftir siglingu frá Hafnarfirði.
Sigrún Hrönn ÞH, sem er í eigu útgerðarinna Barms ehf.,  er 15 bt. yfirbyggður línubátur af gerðinni Cleópatra 38 smíðaður hjá Trefjum ehf. í Hafnarfirði.
Báturinn er allur hinn glæsilegasti, 715 hestafla Volvo Penta aðalvél sér um að koma honum áfram og þá er hann með 17 þúsund króka beitningavél um borð.  Að úgerðinni standa Ingólfur H. Árnason skipstjóri og fjölskylda. 

2736.Sigrún Hrönn ÞH 36.

                                                                                                       Meira síðar..............................

22.06.2007 23:56

Bátur vikunnar var eitt sinn síldarbátur.

Bátur vikunnar að þessu sinni var smíðaður fyrir Guðmund Jónsson í Garði árið 1965, í Noregi. Hann hét Jón Garðar GK 475 og mældist upphaflega 317 brl. að stærð. 1975 var báturinn seldur Hilamri Rósmundssyni og Theódóri Ólafssyni Vestmannaeyjum og nefndu þeir hann Sæbjörgu VE 56. Skipið var lengt og yfirbyggt 1978. Sæbjörgin strandaði austan við Stokksnes þann 17 des. 1984  og eyðilagðist. Áhöfnin, 14 manns, bjargaðist í land með hjálp björgunarsveitarinnar á Hornafirði.  Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson, 1. bindi.


989.Jón Garðar GK 475.

Hvar í Noregi var Jón Garðar smíðaður ?
Voru fleiri skip smíðuð eftir sömu teikningu fyrir íslendinga ?

21.06.2007 23:16

Afmæli Ellu haldið í Sultum.

Er búinn að setja inn myndir úr afmæli Ellu sem haldið var í hlöðunni í Sultum þann 16 júní sl. Reyndar er afmælið, hún verður fertug,  ekki fyrr en 6 júlí en þetta var eina helgin sem heppilegt þótti að halda upp á afmælið. Myndirnar eru í albúmi í flokki fjölskyldumynda.


Sultir í Kelduhverfi.

21.06.2007 21:57

Tappinn er Mánatindur GK 240.

Tappinn sem spurt var um nafn á hér að neðan er 181 Mánatindur GK 240. Upphaflega Sigurðu Bjarnason EA 450.

181.Mánatindur GK 240.

21.06.2007 21:10

Aas Mek. Verksted AS. í Vestnes í Noregi.

Aas Mek. Verksted AS. í Vestnes í Noregi kom fyrir í færslu hér að neðan þar sem sagði frá komu norska brunnbátsins til Húsavíkur fyrir skemmstu. 1825.Geiri Péturs ÞH 344 sem Korri hf. keypti fráTromsö 1987 þar sem hann hét Rosvik var einmitt smíðaður hjá Aas Mek. Verksted AS  árið 1984. Bátnum var siglt frá Tromsö þar sem hann var afhentur og fór síðan í breytingar í skipasmíðastöðinni.


Rosvik T-10-T

Aas Mek. Verksted AS. í Vestnes.

Það er íslenskur bátur upp í slipp, hver er hann ?

Flettingar í dag: 498
Gestir í dag: 74
Flettingar í gær: 995
Gestir í gær: 134
Samtals flettingar: 9257745
Samtals gestir: 1995364
Tölur uppfærðar: 26.8.2019 10:02:14
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is