Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2007 Maí

30.05.2007 23:44

Húsavíkurhöfn á sjöunda áratugnum.

Þessi mynd úr safni Hreiðars Olgeirssonar sýnir bátaflota húsvíkinga við bryggju á páskum seint á sjöunda áratugnum (1967-8).


Húsavík.

29.05.2007 23:47

Síðuhallur VE 285.

Fékk þessa sendingu frá Þorsteini Péturssyni á Akureyri en hann er m.a. kunnur fyrir áhuga sinn á eikarbátum.


Síðuhallur.

Einn elsti bátur landsins.

Síðuhallur VE 285 liggur í fjörunni neðan við Litla Hvamm á Svalbarðsströnd.

Síðuhallur er stokkbyrðingur, smíðaður úr eik og furu í Reykjavík árið 1925 upphaflega mældur 14. brl. með 22 ha Alpin vél. Síðuhallur fór fyrst til Vestmannaeyja og var gerður þar úr en árið 1930 fer hann til Eskifjarðar og fékk þá nafnið Hallur SU 508. 1934 var skipt um vél og sett í bátinn 45 ha. Rap vél. 1940 er báturinn aftur endurbyggður og lengdur og mældist þá 22 brl. Seldur 1943 og þá skráður um tíma á Vatnsleysuströnd og fékk nafnið Ársæll Sigurðsson GK 320. 1944 er enn skipt um vél og sett í hann 70 ha. Caterpillar vél. 1944 er báturinn enn seldur og nú skráður á Hegra hf. Sauðárkróki og fékk báturinn þá nafnið Bjarni Jónsson og var það nafn á honum er hann var tekin af skrá 1965. Síðustu árin mun hann hafa verið í umsjón og notkun fyrir Karl Friðriksson á Akureyri. Báturinn var um tíma uppi á landi í Sandgerðisbót en síðan dregin í fjöruna við Dældir eins og heimamenn kölluðu Litla Hvamm. Ætlunin var að báturinn gæti þjónað sem bryggja og skjólgarður. Skrokkur bátsins er ótrúlega heill og Caterpillar vélin er í honum.

Heimildir Skipabókin, Þorsteinn Pétursson Akureyri.

29.05.2007 23:19

Völsungur-KA 3-1.Íslandsmót 4 flokkur kvenna.

Stelpurnar í 4 flokki Völsungs í knattspyrnu hófu leik á Íslandsmótinu í dag er þær tóku á móti KA stúlkum. Völsungsstelpurnar var löngum sterkasti aðillinn í leiknum og lauk honum með sigri þeirra 3-1 og skoraði Heiðdís öll mörk Völsungs.


Áslaug þjálfari fer yfir málin með stelpunum í hálfleik.

29.05.2007 23:08

Hver er báturinn # 19 2007

Auðvitað er þetta Njörður ÞH 44 eins og kom strax fram.Hver er báturinn ?

28.05.2007 22:52

Bátur vikunnar er Stapavík SI 5.

Bátur vikunnar er skuttogari, Stapavík SI 5 sem var í eigu Þormóðs Ramma hf. Upphaflega hét skipið Dagný SI 70, þ.e.a.s. á íslenskri skipaskrá og var í eigu Togskips hf. á Siglufirði frá árinu 1970. Dagný var 385 brl. og smíðuð í Hollandi 1966. Í bókinni Íslensk skip eftir Jón Björnsson segir að 1980 hafi Dagný verið seld til Hafnarfjarðar. Kaupandinn var Ársæll hf. og fékk skipið nafnið Ársæll Sigurðsson HF 12. Það var selt 1983 Þorleifi Björnssyni í Hafnarfirði sem gaf því nafnið Þorleifur Jónsson HF 12. 1986 var skipið skráð á Siglufirði aftur, bar sama nafn en einkennisstafina SI 80. 1987 var skipinu gefið nafnið Stapavík SI 5 en sami eigandi og áður. Skipið er skráð á Siglufirði 1988.


1121.Stapavík SI 5 ex Þorleifur Jónsson SI 80.

Hver urðu örlög þessa skips ?

28.05.2007 22:03

Hrefnuskurður á Húsavík.

Þessi mynd af hrefnuskurði á Húsavík er úr ljósmyndasafni Hreiðars Olgeirssonar.Sú var tíðin að hrefnuveiðimenn skáru feng sinn á bryggjunni á Húsavík og seldu bæjarbúum hrefnukjöt í matinn. Kjötið þótti lostæti og ekki skemmdi fyrir að verðlagningin var hæfileg. Á þessari mynd hér að ofan , sem er tekin einhvern tímann á árunum 1966-68, er Páll A. Pálsson , eða Hrefnu-Palli eins og hann var jafnan nefndur, að skera hrefnu við annan mann. Sigurgeir Harðarson á Húsavík var sem gutti með Palla á hrefnuveiðum sumartíma og leysti af Hermann Eyfjörð, mág Palla, sem forfallaðist. Hann er ekki viss um hvort þetta er Hermann sem er á myndinni með Palla. það væri því gaman ef einhver sem þetta sér og veit hver er maðurinn á myndinni segi okkur frá því í áliti hér að neðan.

27.05.2007 15:16

Húsavíkurhöfn á síldarárunum.

Hér ein mynd úr safni Hreiðars Olgeirssonar og sýnir hún Hagbarð ÞH 1 koma að landi á Húsavík.


Húsavíkurhöfn.

26.05.2007 01:13

Þorbjörn GK 540.

Hér ein sem ég tók í Grindavík að mig minnir 1985 af Þorbirni GK 540. Þorbjörn  GK (914) var smíðaður í Þýskalandi 1959 og eigandi frá 1960 er Hraðfrystihús Þórkötlustaða hf. 


914.Þorbjörn GK 540.

Var Þorbjörn alla tíð í eigu sama aðila ?
Hver urðu örlög þessa báts ?

 

23.05.2007 23:44

Sigurbjörg ÓF 1.

Hér er ein gömul úr safni Hreiðars Olgeirssonar sem hann tók á síldarmiðunum í gamla daga er hann var skipverji á Dagfara ÞH 70. Þarna siglir Sigurbjörg ÓF 1 fram hjá Dagfara en Sigurbjörgin var smíðuð í Slippstöðinni á Akureyri 1966 fyrir Magnús Gamalíelsson á Ólafsfirði.


1016.Sigurbjörg ÓF 1.

 

23.05.2007 23:36

Hver er báturinn # 18 2007

Þetta er, eins og kom fljótlega fram, Þorgeir GK 73. Báturinn hét áður Ingólfur GK og er smíðaður í Hollandi 1925. í bókinni Íslensk skip kemur fram að hann er skráður á Íslandi 1946. Þessi mynd er tekin 1967-8 og er báturinn þá í eigu Miðness hf.


222.Þorgeir GK 73 ex Ingólfur GK.
Hér er næsta mynd


Hver er báturinn ? (biðst afsökunar á hve myndin er óskýr)

21.05.2007 23:49

Valdi Fúsa og Brósi í Kirkjubæ.

Þeir Valdi Fúsa og Brósi í Kirkjubæ taka hér stöðuna í den.

20.05.2007 19:54

Bátur vikunnar er úr Grímsey.

Bátur vikunnar að þessu sinni er dragnóta- og netabátur úr Grímsey. Hann er 57,7 Bt að stærð, Hafborg EA 152 heitir hann og er í eigu samnefnds fyrirtækis á Akureyri. Hafborgin, sem upphaflega hét Stapavík AK 132, var smíðuð á Ísafirði 1998. Guðlaugur Óli Þorláksson skipstjóri og útgerðarmaður keypti hann árið 2005 og af því tilefni birtist eftirfarandi frétt á vef grímseyinga, www.grimsey.is :

"Stærri Hafborg EA til eyjarinnar
Guðlaugur Óli Þorláksson kom á nýrri og stærri Hafborg EA 152 til eyjarinnar 20. júní ásamt bróður sínum Sigurði Þorlákssyni sem á hlut í bátnum. Nýja Hafborgin tekur 48 tonn og því verður hægt að róa mun meira en á minni bátnum. Þess má geta að synir Guðlaugs Óla, þeir Birkir og Guðlaugur fóru með pabba sínum og frænda að sækja bátinn á Akranes og stóðu sig eins og hetjur í erfiðri sjóferð".


2323.Hafborg EA 152 ex Stapavík AK 132.

Guðlaugur Óli Þorláksson.

20.05.2007 19:44

Hluti Kambskvótans til Dalvíkur.

Samkvæmt mínum heimildum er þegar búið að selja hluta kvóta Kambs á Flateyri til Dalvíkur. Línubáturinn Friðfinnur ÍS hefur verið seldur þangað með e-h kvóta og verður afhentur nýjum eigendum í sumar.


Frá Dalvík.

Mynd: Trefjar.is

19.05.2007 09:48

Ein gömul frá Raufarhöfn-Hverjir eru bátarnir ?

Hér er ein mynd frá Raufarhöfn, tekin á síldarárunum.


Raufarhöfn.

Hverjir eru bátarnir við bryggju ?

18.05.2007 23:48

Örfirisey RE 14 á Skjálfanda.

Hér er ein gömul úr safni föður míns. Hún er tekin á sjómannadaginn á Húsavík fyrir margt löngu og sýnir Örfirisey RE 14 í skemmtisiglingu með húsvíkinga. Húsvíkingurinn Kristbjörn Árnason, sem lengi hefur verið skipstjóri á Sigurði, var skipstjóri á Örfiriseynni á þessum tíma og einhverjir húsvíkingar með honum í áhöfn.


1030.Örfirisey RE 14 nú Páll Jónsson GK 7.

Flettingar í dag: 508
Gestir í dag: 88
Flettingar í gær: 694
Gestir í gær: 121
Samtals flettingar: 9394433
Samtals gestir: 2007269
Tölur uppfærðar: 6.12.2019 13:55:12
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is