Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2007 Apríl

14.04.2007 21:24

Hver er báturinn # 14 2007

Þ.A kom með það að lokum, Þórsnes SH áður Helga Guðmundsdóttir SH 108 þar áður BA 77.


245.Þórsnes SH 108.
Enn er spurt hver er báturinn ?
 00:10:51 14. apríl 2007

Hver er báturinn ?

14.04.2007 18:05

Kúffiskveiðar hafnar að nýju frá Þórshöfn.

Fossá ÞH, kúffiskveiðiskipið sem gert er út frá Þórshöfn af Íslenskum kúffiski ehf. hefur hafið aftur veiðar eftir langt hlé. Samningar um sölu á kúffiskafurðum hafa náðst við kaupendur í Bandaríkjunum og verður skipið gert út fram eftir sumri til að byrja með. Við þetta skapast mörg störf á Þórshöfn segir á vefnum bakkafjordur.is


Fossá ÞH var nú síðdegis á siglingu á Skjálfanda á leið á kúffiskmiðin við botn flóans.

13.04.2007 22:16

Skuttogari keyptur til Bolungarvíkur.

Skuttogari keyptur til Bolungarvíkur.
 
Útgerðarfélagið Birnir ehf. í Bolungarvík hefur fest kaup skuttogaranum Framnesi ÍS-708. Fram kemur á heimasíðu Bæjarins Besta að Framnesið ,sem var í eigu Hraðfrystihússins Gunnvarar, hafi legið við bryggju síðan árið 2005, er HG hætti veiðum og vinnslu á rækju.
 
Jón Guðbjartsson, útgerðarstjóri hjá Birni ehf., segir að gert sé ráð fyrir að Framnesið fari á rækjuveiðar, og verði á rækju fram á haust. Þá verður athugað með að fara á bolfiskveiðar. ?Við komum til með að leita eftir hagkvæmasta verðinu sem við getum fengið fyrir rækjuna, en helst viljum við auðvitað að það verði hér á svæðinu,? segir Jón, en hann bætir því við að enn sé ferlið ekki komið svo langt og að það verði tekið í hægum skrefum. Jón segir að hjá útgerðinni ríki mikil bjartsýni vegna kaupanna og að þar á bæ séu menn trúaðir á að þau skili einhverju.
Kristján G. Jóhannsson, stjórnarmaður HG, segir að hjá fyrirtækinu ríki ánægja með söluna, enda gaman þegar skip haldast á heimaslóðum.Framnesið var smíðað í Noregi árið 1973 og var eitt af fimm skuttogurum sem komu til Vestfjarða á sama tíma. Það var Fáfnir á Þingeyri sem gerði Framnesið út í fyrstu, en það hefur verið á Ísafirði síðan 1993.

Hverjir voru hinir fjórir togararnir og hvar eru þeir í dag ?

11.04.2007 21:34

Bátur vikunnar er smíðaður í Póllandi 1988.

Bátur vikunnar er smíðaður í Póllandi 1988, hét upphaflega Skálavík SH 208 og var gerð út frá Ólafsvík. Báturinn sem er í dag 113 bt. (86 brl.), hann var lengdur 1994, var seldur til Vestmannaeyja þar sem hann fékk nafnið Sigurbára VE 249. Þaðan var hann seldur til Þorlákshafnar, eigandi Hafnarnes, og fékk nafnið Sæfari ÁR 117. Eigandi bátsins í dag er Sæmundur og synir ehf. og heitir báturinn Hafnarberg RE 404.


1855.Hafnarberg RE 404 ex Sæfari ÁR 117.

1855.Sæfari ÁR 117 ex Sigurbára VE 249.

10.04.2007 21:10

2329.Birtingur NK 119.

Nóta- og togskipið Guðmundur Ólafur ÓF 91 hefur nú fengið nýtt nafn.  Birtingur heitir hann og einkennisstafirnir NK 119.

Heimild Fiskistofa 

Skipaskránúmer :  2329
Nafn :  Birtingur NK-119
Heimahöfn :  Neskaupstaður
Brúttórúmml. :  700,93
Brúttótonn :  1230
Lengd(m) :  56
Útgerðarflokkur:  Skip með aflamark
Eigandi :  Garðar Guðmundsson hf
Kennitala :  5801830509
Útgerð :  Garðar Guðmundsson hf
Kennitala:  5801830509
Vinnsluleyfi :  61601

08.04.2007 13:06

Gamla myndin er tekin í Grindavík 1992.

Gamla myndin að þessu sinni er tekin við innsiglinguna í Grindavík einhverjum tímum eftir að netabáturinn Ársæll Sigurðsson HF 80 fórst þar. Netabaujurnar fljóta þarna upp en eru fastar við flakið.


Það fór betur en á horfðist í þessu sjóslysi en öll áhöfn bátsins, 5 menn, björgðuðust. Hafsteinn Sæmundsson sá slysið gerast og brást skjótt við. Ólafur GK 33 var við bryggju og áhöfnin um borð og fóru þeir út að slysstaðnum og björguðu mönnnunum sem hengu í björgunarbátnum sem var fastur við flakið.08.04.2007 09:56

Gleðilega páska.

Gleðilega páska.

Lea Hrund að opna páskaeggið sitt í morgun.

06.04.2007 23:32

Björn EA 220 & Björn Jónsson ÞH 345.

Það bætist alltaf eitthvað við bátamyndasafnið mitt og hér eru myndir af tveimu Björnum, báðum af Cleopötru 38 gerð. Annar þeirra er EA 220 en hinn er Jónsson og ÞH 345. Myndin af Birni EA 220, sem er úr Grímsey, tók ég í gær við Svalbarðseyri. Var á heimleið úr Eyjafirðinum þegar ég sá bátinn rétt innan við Svalbarðseyri og eftir nokkur símtöl komst ég í samband við bátinn og þeir tóku hring fyrir mig við bryggjuna (sem verið er að rífa eða endurbyggja) á Svalbarðseyri.


                                                                                             2655.Björn EA 220.

                                                                                             
Myndina af Birni Jónssyni ÞH 345, sem upphaflega hét Árni í Teigi GK 1, tók ég á Raufarhöfn fyrir stuttu. Þangað fór ég með vini mínum og frænda Gunnari Skarphéðinssyni bílstjóra hjá Alla Geira á Húsavík en hann var að ná í fisk fyrir GPG á Húsavík.


2390.Björn Jónsson ÞH 345 ex Jói Bergs GK 33.

06.04.2007 21:01

Hver er báturinn # 13 2007


245 Þórsnes SH 108 var það eins og Þ.A kom fljótlega með.

Hver er báturinn ?


05.04.2007 10:49

Nýjir bátar til Grindavíkur.

Grindavíkin GK 606, 157 bt. bátur, bættist nýlega í flota Grindvíkinga og kom hann í fyrsta skipti til heimahafnar á dögunum eftir slipp í Reykjavík. Skipið er í eigu Stakkavíkur ehf. og Rúnars Björgvinssonar og verður hann gerður út til línu- og netaveiða. Grindavíkin hét áður Ársæll Sigurðsson HF 80 og er einn Kínabátanna svokölluðu, var smíðaður í Kína 2001.
Frá þessu segir á grindavik.is og þar er einnig sagt frá því að bátur með nafninu Geirfugl GK 66 er aftur kominn í flota grindvíkinga, það er nýsmíði frá Samtak í eigu Óla Björns Björgvinssonar. Geirfugl er 15 bt. línubátur.
Þá er ekki langt síðan Hópsnesið GK 77 kom til Grindavíkur en það er einnig 15 bt. línubátur, smíðaður hjá Mótun af gerðinni Gáski. Hópsnesið er í eigu Stakkavíkur ehf.

2468.Ársæll Sigurðsson HF 80 nú Grindavíkin GK 606.
Hét Ögmundur RE í millitíðinn, á skipaskránni a.m.k.

Hægt er að sjá myndir af þessum nýju bátum grindvíkinga á síðunni hans Ragnars Pálssonar. www.123.is/raggip


04.04.2007 20:25

Nesver kaupir Goða AK.

Samkvæmt vef Fiskistofu hefur krókaaflamarksbáturinn Goði AK (2579) áður Guðmundur á Hópi GK fengið nafnið Tryggvi Eðvars og einkennisstafina SH 2. Eigandi er Nesver ehf. sem á fyrir dragnótabátinn Þortein SH 145 en hann var auglýstur til sölu í Fiskifréttum á dögunum.


2579.Goði AK 62 nú Tryggvi Eðvars SH 2.

03.04.2007 18:11

Ný Sjöfn EA 142 til Grenivíkur.

Á dögunum kom nýr bátur, Sæbjörg EA , 18 tonna bátur, til heimahafnar á Grenivík, keyptur úr Grímsey.  Eigendur eru Gísli Gunnar Oddgeirsson, Birgir Már Birgisson og Oddgeir Ísaksson.  Skipt verður um vél, skrúfu og gír í bátnum og búast má við að hann verði tilbúinn til veiða í byrjun júlí.  Reiknað er með að hann verði aðallega á dragnót og netum.  Á grenivik.is kemur fram að skipt verður um nafn á bátnum og kemur hann til með að heita Sjöfn EA 142. 


1848.Sæbjörg EA 184. Verður Sjöfn EA 142.

03.04.2007 00:22

Nýjasta skipið í flota Vopnfirðinga.

Hér er mynd sem húsvíkingurinn Guðlaugur Rúnar Jónsson vélstjóri á Sighvati GK sendi mér af nýjasta skipinu í flota Vopnfirðinga, Lundey NS.

155.Lundey NS 14 ex Guðrún Þorkelsdóttir SU 211.

01.04.2007 22:13

Þorsteinn GK 15 er bátur vikunnar.

Bátur vikunnar að þessu sinni hefur heitið Þorsteinn alla tíð, eða allt frá því að hann var byggður árið 1946 fyrir Aðalstein Loftsson á Dalvík. Þorsteinn EA 15 var sænsk smíði, 50 brl. að stærð.  1956 var hann seldur Hraðfrystihúsi Þórkötlustaða h/f í Grindavík og fékk einkennisstafina GK 15 en hélt sama nafni. 1960 kaupir Önundur Kristjánsson í Vestmannaeyjum bátinn ásamt Jóni Einarssyni á Raufarhöfn bátinn. 1973 er Önundur, þá á Raufarhöfn, einn skráður eigandi bátsins sem hefur alla tíð haldið Þorsteinsnafninu og einkennisstöfunum GK 15. Í dag er Önundur ehf. skráður eigandi bátsins.
926.Þorsteinn GK 15 kemur að landi á Raufarhöfn þann 31.03.2007.
Önundur Kristjánsson                               
Kristján Önundarson


 

01.04.2007 20:40

Kaldbakur gerður klár

Kaldbakur gerður klár

Þessa dagana er verið að gera ísfisktogarann Kaldbak, í eigu Brims hf., kláran á veiðar að nýju. Kaldbakur landaði síðast fyrir sjómannadag síðastliðið vor en heldur nú aftur út. Skipið var smíðað á Spáni árið 1974 og á langa og farsæla útgerðarsögu að baki.

Skipstjóri á Kaldbak verður Jóhann Gunnarsson en hann hefur verið skipstjóri á systurskipi Kaldbaks, Harðbak, og þar áður á Sólbak, sem áður hét Rauðinúpur. Á heimasíðu Brims hf. kemur fram að verkefni Kaldbaks muni vera að afla hráefnis fyrir bolfiskvinnslur fyrirtækisins á Akureyri auk þess að veiða hluta af kvóta félagsins í öðrum tegundum.


Kaldbakur og Harðbakur við löndunarbryggju Brims hf. í dag. Togararnir eru svokallaðir spánartogarar af stærri gerðinni en þeir voru smíðaðir voru fyrir íslendinga í Pasajes á Spáni á árunum 1972-1974.

Hvað voru þessir togarar margir ?
Eru þeir allir enn á íslenskri skipaskrá ?

Flettingar í dag: 2552
Gestir í dag: 875
Flettingar í gær: 3055
Gestir í gær: 1027
Samtals flettingar: 8233770
Samtals gestir: 1759033
Tölur uppfærðar: 20.4.2018 21:47:29
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is