Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2007 Janúar

27.01.2007 21:49

Hver er báturinn #6 2007

Gissur Hvíti SI er báturinn.

457.Gissur Hvíti SI 55 ex ÓF 50.

Gissur Hvíti var upphaflega SF 55 smíðaður árið 1958 í Svíþjóð fyrir þá Óskar Valdimarsson og Ársæl Guðjónsson á Hornafirði.

Bátinn rak á land við Brjánslæk árið 1985 og eyðilagðist.

Hver báturinn ?

25.01.2007 20:56

Hver er báturinn # 5 2007

Það er eiginlega ekki hægt að setja inn annað myndbrot til að menn geti brotið heilann um það hver báturinn sé, svo auðþekkjanlegur er hann í heild sinni. GHS kom fljótt með rétta ágiskun en ég leyfði mönnum að giska áfram því oft koma upp skemmtilegar athugasemdir. Einn segir hann norskbyggðan, hvaðan kom skrokkurinn ?

1527.Særún EA 251 ex Gullfaxi SH. Nú Brimnes BA 800.

 

Þá er komið að fimmta bátnum í hver er báturinn á þessu ári.

Hver er hann ?

25.01.2007 20:54

Hver er báturinn #4 2007

Jú þetta er eins og Raggi P sagði strax Stokksensið skipaskrárnúmer 7.

Þessa mynd sendi Sveinn í Álasundi mér á dögunum og sýnir Stokksnesið í höfn í Dakar í Senegal. Báturinn er skráður í Panama.

 

Menn giska á Stokksnesið ? eru menn enn sama sinnis ?

 

 

Hver er báturinn að þessu sinni ?

25.01.2007 20:44

Útgerð Stíganda kaupir Dala-Rafn

Eftir því sem kemur fram á eyjavefnum eyjar.net hefur útgerð Stíganda hefur keypt togbátinn Dala-Rafn VE og fær skipið afhent um mitt ár.  Útgerðin seldi Stíganda VE á sl. ári en skipið þótti of stórt miðað við kvótastöðu fyrirtækisins.  Þá  segir í fréttinni að útgerð Dala Rafns hafi ákveðið að láta smíða nýtt skip í Póllandi sem reiknað er með að verði klárt um næstu áramót.

Dala-Rafn VE er tæplega 29 metra langur togbátur, smíðaður í Póllandi 1988 og hét upphaflega Emma VE 219.

1664.Emma VE 219 nú Dala Rafn VE 508. Myndin er tekin eftir lengingu bátsins.

20.01.2007 19:45

Samið um smíði á nýjum Ragnari SF 550

Útgerðarfyrirtækið Nóna ehf hefur samið um smíði á nýjum 14,9 tonna báti í staðin fyrir Ragnar SF 550. Nýi báturinn verður af gerðinni VÍKINGUR 1200. Þetta er dekkaður bátur, 11,94 metra langur og 4,2 metra breiður. Báturinn verður búinn MUSTAD línukerfi fyrir 22.000 króka. Burðargeta verður um 13 tonn í lest í kerjum. Báturinn er smíðaður hjá Samtaki ehf í Hafnarfirði og verður afhentur í september. Ragnar SF 550 hefur verið auglýstur til sölu.

Þetta kemur fram á vef Skinneyjar Þinganes.  www.sth.is

2585.Venni GK 167 nú Ragnar SF 550 og hefur báturinn verið yfirbyggður.

19.01.2007 23:34

Bátur vikunnar #3 2007

Bátur vikunnar að þessu sinni er löngu farinn úr íslenska skipaflotanum, hvað varð um hann veit ég ekki. Þessi bátur hét upphaflega og lengst af Sigurbjörg ÞH 62 og var smíðaður fyrir þá Björgvin Pálsson, Jóhannes Jóhannesson, Hall Jóhannesson og Guðlaug Jóhannesson  Flatey á Skjálfanda. Sigurbjörgin var smíðuð á Akureyri 1959, 10 brl. að stærð með 52 hestafla Petters díselvél. 1965 var sett í hann Perkins díselvél. Báturinn var seldur Sætra hf. á Drangsnesi 1987 og skráður þar á Drangsnesi 1988. (Heimild Íslensk skip eftir Jón Björnsson 4 bindi).

739.Sigurbjörg ÞH 62.

Þessa mynd tók ég einhvern tímann á árunum 1984-6 á Skjálfanda þegar ég var á Kristbjörginni ÞH 44. Þegar þarna var komið við sögu í útgerð Sigurbjargarinnar minnir mig að Hafsteinn Esjar Stefánsson útgm. og skipstjóri á Hornafirði hafi átt bátinn, að minnsta kosti gert hann út, og verið sé að draga grásleppunet á myndinni. Kannski einhver viti betur um þetta og skrifi um það í álit hér að neðan. Hver saga bátsins er eftir að hann fer frá Drangsnesi er ég ekki klár á en veit þó að það var á honum HF í einhvern tíma.

Í Sögu Húsavíkur, IV bindi, segir m.a. frá útgerð á Húsavík og þar kemur fram að Jóhannes Jóhannesson hafi verið einn eigandi að bátnum frá árinu 1970.

19.01.2007 19:04

Ný Cleopatra 38 til Finnmerkur

Ný Cleopatra 38 til Finnmerkur

Í síðustu viku var afgreiddur nýr Cleopatra 38 bátur til Havøysund, nyrst í Finnmörku í Noregi.
Kaupandi bátsins er Fiskenes Nord AS. Eigendur Fiskenes Nord AS eru Jørn-Oddvar Majala og Kjell Olav Larsen sem jafnframt verður skipstjóri á bátnum.
Báturinn hefur hlotið nafnið Fiskenes. Báturinn mælist 15brúttótonn.

Aðalvél bátsins er af gerðinni Volvo Penta D12 715hp tengd ZF V-gír. Báturinn er útbúinn fullkomnum siglingatækjum af gerðinni Furuno frá Brimrún í Reykjavík.
Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifinni hliðarskrúfu sem tengd er sjálfstýringu bátsins. Báturinn er útbúinn til línu og netaveiða en mun auk þess stunda stunda veiðar á kóngakrabba hluti úr ári.
Búnaður til línuveiða kemur frá Beiti í Vogum og búnaður til netaveiða frá Rapp-Hydema.
Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking-björgunarbúnaði.

Rými er fyrir 11stk 660lítra kör í lest. Í bátnum er upphituð stakkageymsla og sturtuklefi. Borðsalur er í brúnni auk stóla fyrir skipstjóra og háseta. Svefnpláss er fyrir fjóra í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.
Reiknað er með að báturinn hefji veiðar nú í lok janúar. Fyrst á netum fram til vors og skipti svo yfir á línu.

www.trefjar.is

17.01.2007 22:56

Samherji íhugar kaup á norskum frystitogara.

Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að Samherji sé nú að vinna að kaupum á frystitogara frá Noregi. Um er að ræða fimm ára gamlan togara, sem er 55 metrar að lengd og 12,2 metrar að breidd. Hann er með 4.000 hestafla aðalvél, er búinn til að draga tvö troll í einu og er með heilfrystingu um borð.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, staðfestir að verið sé að vinna að kaupunum, en vill ekki tjá sig frekar um málið.

Togarinn heitir Andenesfisk II og er frá Vesterålen í Noregi. Það er Andenes havfiskselskap sem á skipið ásamt öðrum. Framkvæmdastjóri félagsins segir í norskum fjölmiðlum að það sé rétt að verið sé að selja skipið og það verði selt án aflaheimilda. Það sé hins vegar ekki frágengið hvort flytja megi kvótann á hitt skip félagsins, eða geyma hann, og hvort leyfi fáist til endurnýjunar á skipinu. Þetta þurfi að liggja fyrir til að hægt sé að ganga endanlega frá sölunni.                                                    

Andenesfisk II.

Þessar myndir eru teknar í júlí 2002 í Kelavík.

Á fréttavefnum www.dagur.net sem er eyfiskur fréttavefur kemur fram, samkvæmt heimildum vefsins, að skipið sem eins og áður segir er búið heilfrystingu um borð verði líka á ísfiskveiðum og muni afla hráefnis fyrir fiskvinnslu fyrirtækisins á Dalvík.

16.01.2007 16:09

Geir Goði FIN116K ex GK 220

Sveinn hjá Álasundi í Keflavík er einn þeirra sem kemur reglulega hér inn á síðuna og stundum gaukar hann að mér myndum eins og þessari sem er af Geir Goða eftir að hann var seldur til Finnlands 1996. Sveinn segir í álit hér að neðan að báturinn hafi sokkið  í miklu óveðri 1998, ekki langt frá þar sem ferjan Estonia sökk um árið. Allir menn björguðust.

Geir Goði FIN116K

Hvar var Geir Goði smíðaður ?

Hvað voru margir bátar smíðaðir eftir þeirri teikningu fyrir íslendinga ?

 

15.01.2007 22:43

Viking Enterprise

Þessa mynd sendi Sveinn Þórarinsson hjá skipasölunni Álasundi um árið þegar þeir seldu togarann Kristinn Friðriksson SH 3 til Kanda þar sem hann fékk nafnið Viking Enterprise. Kristinn Friðriksson SH hét áður Geiri Péturs ÞH 344 en upphaflega Sverri Olavsson frá Færeyjum.

Viking Enterprise.

15.01.2007 22:32

Hver er báturinn # 3 2007 ?

 Atlanúpur ÞH ex Mummi GK

 Geir Goði GK

Sigurður Bjarnason GK     

Hver er báturinn að þessu sinni er ekki bara einn, heldur þrír. Hverjir eru þessir þrír bátar ?

13.01.2007 00:21

Hver báturinn #2 2007

Það var ekki lengi að koma rétt svar, Þorri SU var bátur vikunnar. Svona leit hann út undir það síðasta.

1077.Þorri GK 183 ex SU 77.

Þorri hét upphaflega Kofri ÍS, síðar Jón á Hofi Ár og loks Jóhann Gíslason ÁR áður en hann fékk Þorrananfnið hjá Pólarsíld.

Var þetta fyrsti stálbáturinn sem smíðaður var á Ísafirði ?

Var það hjá Marselíusi ?

Var þetta sá eini af þessari stærð ?

Hvað varð um bátinn ?

Hver er báturinn ?

10.01.2007 23:57

Bátur vikunnar nr.2 2007

Bátur vikunnar að þessu sinni er skip, fjölveiðiskip eins og fram kom í fréttum í dag. Þarna er um að ræða Guðmund Ólaf ÓF 91 sem veiddi fyrstu loðnuna sem veiðst hefur við ísland um nokkurt skeið. Guðmundur Ólafur er smíðaður í Noregi 1990 og hét uppphaflega Torson, síðar Talbor. 1999 er hann keyptur til Íslands af SR-Mjöl og fékk hann nafnið Sveinn Benediktsson SU 77. Garðar Guðmundsson hf. í Ólafsfirði og SR-Mjöl fara síðan saman og fær skipið þá nafnið Guðmundur Ólafur ÓF 91. Hægt er að lesa sér til meiri fróðleiks um þessa útgerð á síðu Garðars Guðmundssonar hf. http://frontpage.simnet.is/gardargud/

2329.Guðmundur Ólafur ÓF 91 ex Sveinn Benediktsson SU 77.

Á Guðmundur Ólafur systurskip í íslenska flotanum ?

09.01.2007 23:18

Bjarni Sveinsson ÞH 322 farinn frá Húsavík.

Í kvöld fór nóta-og togskipið Bjarni Sveinsson frá Húsavík en eins og kunnugt er keypti Skinney-Þinganes Langanes hf. á síðasta ári en það félag átti Bjarna Sveinsson og Björgu Jónsdóttur ÞH 321 sem nú heitir Krossey SF 20. Það er því lítið eftir á Húsavík sem minnir á þá ágætu útgerð nema þá kannski skiltið utan á húsi sem hún átti á hafnarsvæðinu.

1508.Bjarni Sveinsson ÞH 322 lætur úr höfn á Húsavík að öllum líkindum í síðasta skipti.

Þeir Pétur Helgi Pétursson og Jón Gunnarsson voru skipsfélagar á Bjarna Sveinssyni þegar skipið hét Björg Jónsdóttir. Þeir húktu undir ljósamasturskúrnum á L-inu þegar Bjarni lét úr höfn og höfðu á orði að eftirsjá væri að þessu góða skipi úr húsvíska flotanum.

08.01.2007 22:35

Ásgeir Magnússon GK 59

Ásgeir Magnússon GK 59

Guðni Ásgeirsson er mikill áhugamaður um báta og skip sem skrifaði í gestabókina mína á dögunum og var að athuga hvort einhver vissi um mynd af bát sem var í eigu föður hans. Hann sagði m.a. " Pabbi minn er búinn að eiga nokkra báta og hafa þeir flest allir borið nafnið Ásgeir Magnússon GK 59 eða 60. Við erum búnir að reyna að finna mynd af einum þeirra sem bar þetta nafn og var GK 59. þessi bátur hét áður Bjarni Jóhannesson AK. þessi bátur brann út af Þorlákshöfn 24.mai 1975. Gaman væri ef einhver ætti mynd af þessum bát".     

Ég fór aðeins stúfana og leitaði í Ljósmyndasafni Akraness á netinu og þar var ein mynd af umræddum báti. Ég leitaði á síðunni www.snorrason.is og þar voru tvær myndir af umræddum bát, Bjarna Jóhannessyni AK 130, sem bar skipaskrárnúmerið 331.

www.myndabanki.is/akranes leita í flokknum skip og bátar.

Flettingar í dag: 508
Gestir í dag: 88
Flettingar í gær: 694
Gestir í gær: 121
Samtals flettingar: 9394433
Samtals gestir: 2007269
Tölur uppfærðar: 6.12.2019 13:55:12
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is