Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2006 Desember

31.12.2006 17:37

Þakka innlitið á árinu 2006

Ljósmynd Hafþór Hreiðarssonn 31.12.05

28.12.2006 22:57

Gullberg VE 292 verður Kap VE 4

Gullberg VE 292, skip Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum (VSV) hefur fengið nýtt nafn, Kap VE 4. Gamla Kapin verður Kap II, ekki í fyrsta skipti, með VE 444. Þetta kemur fram á vef Fiskistofu.

2363.Gullberg VE 292 nú Kap VE 4.

Nú virðist eitthvað ekki passa, á vef Fiskistofu er 1062.Kap II sögð vera VE 444. Ekki er langt síðan fréttir voru af sjósetningu nýja togskipsins sem Bergur-Huginn er að láta smíða, þar er hún sögð vera VE 444.

Er einhver sem veit eitthvað um þetta og getur upplýst okkur ?

Og ein spurning í lokin, hvað hafa margir bátar frá Vestmannaeyjum borið nafnið Kap ?

 

28.12.2006 17:58

Leiftur frá liðinni tíð.

Hef sett inn nokkur albúm í flokkinn Leiftur frá liðinni tíð. Eru þau frá komum nýrra skipa og báta til Húsavíkur.

1872.Geiri Péturs ÞH 344 ex Skúmur.

Með ólíkindum hvað útlit þessa skips batnaði við að mála hann fallega og loka honum að aftan.

28.12.2006 17:31

Hver er báturinn ?

Hér kemur seinni myndhlutinn og ættu menn þá kannski að kannast við bátinn.

Það virðist sem myndagetraunir þar sem spurt er hver er báturinn vekji áhuga margra skipa- og bátaáhugamanna. Og þar sem ég er hvattur til að halda áfram með þær set ég hér eina inn.

 

Síðast þegar spurt var um hver báturinn væri var mynd af báti í slipp á Húsavík. Þetta er 1240 Draupnir ÞH en hét Halkion SH á myndinni. Hann hét þar áður Hafrún ÍS 154 en upphaflega Hafrún EA 154 úr Hrísey.

27.12.2006 15:06

Bátur vikunnar er smíðaður á Neskaupsstað

Bátur vikunnar að þessu sinni er smíðaður á Neskaupsstað 1972 fyrir Hafölduna h/f á Eskifirði. Báturinn hét Hafalda SU 155 en 1974 var hann seldur suður í Garð og fékk hann þá núverandi nafn. Þorkell Árnason GK 21. Eigendur vorur Þórhallur og Ægir Frímannssynir,síðar Þorkell Árnason ehf. Eitthvað hefur nú bátnum verið breytt í gegnum tíðina, yfirbyggður 1991 og þá væntanlega skipt um brú um leið. Þá var skipt um aðalvél 1984.

1231.Þorkell Árnason GK 21 ex Hafalda SU 155.

1231.Þorkell Árnason GK 21.

Voru fleiri stálbátar smíðaðir á Neskaupsstað ?

Hvaða bát keypti Hafaldan h/f í stað 1231 ?

 

 

24.12.2006 17:19

Leiftur frá liðinni tíð.

Setti inn albúm í flokkinn Leiftur frá liðinni tíð með myndum frá því er Björg Jónsdóttir ÞH 321 ex Höfðavík kom úr breytingum frá Póllandi 1998.

1508.Björg Jónsdóttir ÞH 321 ex Höfðavík AK 200.

23.12.2006 13:21

Síldarbátarnir sem smíðir voru í Florö, Hollandi og ?

Hér er komin inn mynd af Erni KE 13 sem upphaflega var með einkennisstafina RE 1, eigandi Hið almenna fiskveiðifélag.

1012.Örn KE 13 ex Örn SK 50.

Hér búið að lengja skipið, yfirbyggja það og skipta um brú.

Hvað voru mörg skip smíðuð eftir þessari teikningu fyrir íslendinga ?

Hvar voru þau smíðuð ?

Hve mörg þeirra eru enn á íslenskri skipaskrá ?

18.12.2006 23:12

Þingey ÞH er bátur vikunnar

Þingey ÞH 51 er bátur vikunnar en Sjóferðir Arnars á Húsavík festu kaup á bátnum fyrir skömmu og kom hann til Húsavíkur í nótt. Þingey er 11,9 brl./13,5 bt. að stærð smíðuð á Akureyri 1983 fyrir Auðun Benediktsson á Kópaskeri sem m.a. stundaði á honum rækjuveiðar í Öxarfirði. Síðar var Nakkur ehf. í eigu Auðuns skráður eigandi bátsins allt þar til að á þessu ári kaupir Geir ehf. á Þórshöfn kaupir hann ( uppl. Fiskistofa) og flytur kvóta hans á Geir ÞH. Sjóferðir Arnars ehf., sem nýlega seldi Hafrafell ÞH til Siglufjarðar, kaupa hann svo nú af Geir ehf.

1650.Þingey ÞH 51.

Bátnum hefur verið breytt aðeins frá því þessi mynd er tekin m.a. skutlengdur.

Hvaða skipasmíðastöð á Akureyri smíðaði Þingey ?

Myndir sem Hreiðar Olgeirsson þá skipstjóri á 1420.Kristbjörgu ÞH 44 tók á rækjuveiðum í Öxarfirði fyri þó nokkru síðan.

Þingey að toga.

Þingey ÞH 51 og Már NS 87 (1470) mætast á toginu.

18.12.2006 22:46

Framsóknarmaður í álögum ?

Þessi kampselur hefur verið að sækja okkur húsvíkinga heim af og til í haust og vetur. En það sem er kannski merkilegast að eftir að húsvískir framsóknarmenn fluttu félagsaðstöðu sína í hús við höfnina kemur selurinn og hlammar sér á flotbryggjuna þar fyrir framan þegar frammararnir koma saman. Hann var þar á laugardaginn þegar framsóknarmenn héldu upp á 90 ára afmæli sitt og því spyr maður sig hvort selurinn geti verið framsóknarmaður í álögum ? Kannski þeir séu fleiri en skoðanakannanir segja, eru bara einhvers staðar í álögum.

Framsóknarmaður í selslíki ?

16.12.2006 11:20

Leiftur frá liðinni tíð.

Hef sett nýjan flokk í albúmi sem ég kalla "Leiftur frá liðinni tíð". Þar mun ég setja inn albúm, misstór allt frá einni mynd og upp úr, sem sýna eins og nafn flokssins gefur til kynna eitthvað frá liðinni tíð. Það geta verið 1-2 ára gamlar myndir og eldri. Fyrsta albúmið sýnir þegar Aron ÞH 150 kom að landi eftir góða dag á Skjálfanda. Þar var báturinn að rækjuveiðum og varð dagsaflinn um 18 tonn sem er einn mesti afli sem innfjarðarrækjubátur hefur komið með að landi úr einni veiðiferð.

586.Aron ÞH 105 ex Fagranes ÞH 123.

16.12.2006 00:16

HB Grandi kaupir Guðrúnu Þorkelsdóttur SU 211 af Eskju.

www.hbgrandi.is og www.eskja.is  greina frá því að gengið hafi verið frá samkomulagi, með tilgreindum fyrirvörum, um að HB Grandi hf. kaupi uppsjávarskipið Guðrúnu Þorkelsdóttur SU 211 af Eskju hf.. Skipið fer fer til Reykjavíkur til skoðunar milli jóla og nýjárs og er stefnt að afhendingu strax eftir áramót.

   155.Guðrún Þorkelsdóttir SU 211 ex Jón Kjartansson SU 111.

 
 
 

16.12.2006 00:06

Skip í höfn á Akureyri

Hér er ein gömul mynd frá Akureyri tekin af Sverri Karlssyni í Grundarfirði  einhvern tímann á árunum 1965 - 1970. Á myndinni sjást m.a.  Barði NK 120 (970) tv. en hann var smíðaður fyrir Síldarvinnsluna í A-Þýskalandi 1965. Árið 1970 var nafni hans breytt í Barði II NK 118 og selt Skinney h/f á Hornafirði um haustið það ár og fékk hann nafnið Skinney SF 20. Skinney var seld til Noregs árið 1975.

Skipið th. er Sigurður Bjarnason EA 450 (181), einn tappatogaranna svokölluðu. Hann var einnig smíðaður í A-Þýskalandi. Þó ekki á Boizenburg eins og Barði heldur í Stralsund. Sigurður Bjarnason var smíðaður 1959, eigandi Súlur h/f á Akureyri.1970 var það selt Útgerðarfélaginu Höfn á Siglufirði og fékk það nafnið Hafnarnes SI 77. Hafnarnesið var selt Æðarsteini h/f á Djúpavogi 1975 og fékk  nafnið Mánatindur SU 95. Fiskverkun Garðars Magnússonar h/f  í Njarðvík kaupir skipið 1981, það heldur nafninu en fær einkennisstafina GK 240. Skipið var talið ónýtt og tekið af skrá 1983.                                                                                                                                                         Heimild Íslensk Skip/Jón Björnsson 1. bindi.

Hvað voru þeir margir bátarnir sem smíðaðir voru fyrir íslendinga í Boizenburg árið 1964 og 1967 ?

Hvað eru margir þeirra enn á íslenskri skipaskrá ?

Hvað voru tappatogararnir margir ?

Hvað eru margir þeirra enn á íslenskri skipaskrá ?

Og hana nú........ 

http://www.123.is/sverrirk

 

15.12.2006 19:28

Nýir bátar til Grímseyjar

Eins og komið hefur fram hér á síðunni hafa Grímseyingar verið að kaupa báta og kvóta að undanförnu og á fréttavef eyjaskeggja er sagt frá komu þeirra. Þau Helga Mattína og Donald maður hennar eru dugleg að mynda og lánuðu þau mér myndir frá komu þessarar báta.

www.grimsey.is :

15.12.2006

Ný, stærri og betri Sæbjörg EA184.

Útgerðin Sæbjörg sem þeir eiga og reka, bræðurnir Gunnar og Sigurður Hannessynir og faðir þeirra Hannes Guðmundsson voru að fá nýja, stóra og fallega Sæbjörgu EA 184.  Sæbjörgin nýja kemur frá Ólafsvík og er 27 tonna dragnóta og netabátur. Þetta er fimmta fley þeirra feðga sem ber þetta góða nafn.Þrír til fjórir menn munu vera í áhöfninni.  Glaðir Grímseyingar tóku fagnandi á móti Sæbjörgu EA 184.  enda viðburðurinn stór fyrir alla í byggðinni þegar nýtt Grímseyjarskip siglir inn í höfnina. 

12.12.2006

Komu Gyðu Jónsdóttur EA 20 í Grímseyjarhöfn innilega fagnað.

Henning Jóhannesson og synir hans Jóhannes Gísli, Sigurður og Henning og fjölskyldur þeirra eru að vonum glaðir með Gyðu Jónsdóttur EA 20, eins árs gamlan 15 tonna netabát af gerðinni Víkingur. Feðgarnir reka Fiskmarkað Grímseyjar og Kræki á Dalvík. Gyða Jónsdóttir EA 20 er sannarlega glæsileg búbót í fiskveiðiflotann hér.

12.12.2006 20:48

Hver er báturinn ?

Hver þessi bátur hér á myndinni ?

Flettingar í dag: 588
Gestir í dag: 85
Flettingar í gær: 771
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9399682
Samtals gestir: 2008177
Tölur uppfærðar: 13.12.2019 13:46:29
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is