Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2006 Apríl

11.04.2006 22:28

Gamla mynd vikunnar er ....

Gömlu mynd þessarar viku tók ég í upphafi árs 1986 þegar verið var að skipta um aðalvél í Kristbjörgu ÞH 44 (1420) sett var að sjálfsögðu Caterpillar vél í bátinn, 510 hestafla. Kom hún í stað 360 hestafla Caterpillar vélar sem hafði verið í bátnu frá upphafi. Á myndinni eru fv. Skarphéðinn Olgeirsson vélstjóri á Kristbjörgu ÞH, Friðbjörn Þórðarson vörubílstjóri og Daníel Jónsson vélvirki.

 

10.04.2006 23:19

Hver er báturinn #4

Á ég nokkuð að vera draga þetta lengur ?

1609.Stakfell ÞH 360

Næsta myndbrot kemur hér.

 

Standa menn á gati ? Hvar er Hafliði togaraséní ? verð að fá a.m.k. eitt skot áður en næsta myndbrot kemur.

 

Þá er komið að "Hver er báturinn" fjórða umferð.

08.04.2006 01:10

Hver er báturinn, part 3

 

Þ.A. hafði rétt fyrir sér strax í upphafi, þetta er Skipanes SH 608 ex Framnes ÍS 608. Síðar hét hann um tíma Hópsnes GK 77 og var að ég held úreldur fyrir nýsmíði þeirra frá Póllandi.

Hér kemur mynd af þessum bát og fá menn að reyna sig í smátíma áður en næsti bátur kemur.

57.Skipanes SH 608 ex Framnes ÍS 608.

 

 

Annað myndbrot kemur núna þar sem ég er að fara úr bænum og það næsta kemur því ekki fyrr enn á morgun.

 

Hamra skal járnið meðan heitt er og því kemur hér fyrsta myndbrotið í Hver er báturinn #3.

Hver er báturinn ?

08.04.2006 00:19

Gamla myndin

Þá er komið að gömlu myndinni en ég hef trassað þann þátt að undanförnu. Þessi mynd sem ég held ég hafi tekið um páskana 1979 sýnir Kristbjörgu II ÞH 244 liggja utan á Aron ÞH 105 við trébryggjuna í Húsavíkurhöfn. Þessir bátar voru svipaðir að stærð, Kristbjörg II 37 brl. og Aron 35 brl. Kristbjörg II sem upphaflega hét Kristjón Jónsson SH 77 var smíðuð í Stykkishólmi 1967 en Aron sem hét upphaflega Benedikt Sæmundsson GK 28 var smíðaður í Hafnarfirði 1965.

Þessir bátar tveir liggja nú báðir í reiðuleysi vestur á fjörðum að ég best veit, Kristbjörg II sem nú heitir Fanney RE 31 á Patreksfirði og Aron sem nú heitir Jón Forseti ÍS á Ísafirði.

06.04.2006 15:33

Hver er báturinn ? menn vilja meira

Rétt svar við "Hver er báturinn" að þessu sinni er 78.Haffari SH nú Ísborg ÍS. Rétt svar kom strax í fyrradag en vildi láta á reyna hvort fleiri en Þ.A hefðu það rétt.

78.Haffari SH sem í dag er

Ísborg ÍS 250.

Hér birtist þriðja myndbrotið

 

 

Hér kemur næsta myndbrot

Hver er báturinn nýtur vinsælda og menn vilja meira, hér kemur því fyrsti hluti og spurt er sem fyrr hver er báturinn ?

Svara í "skrifa álit" hér að neðan.

04.04.2006 23:43

Hver báturinn, nú vandast málið

Þetta virtist ekki erfitt fyrir Elvar Má sem giskaði á Höfrung III ÁR 250 sem er alveg rétt. Höfrungur III hét síðan Hafnarröst ÁR og eftir því sem ég best veit er hann nú á veiðum við Afríku.

249.Höfrungur III ÁR 250.

Þessa mynd tók ég á Siglufirði 1988 eða 9 og er verið að byrja byggja yfir skipið sem upphaflega hét Höfrungur III AK 250.

 

Þá er komið að Hver er báturinn, einn forfallinn áhugamaður um skip og báta varpaði því fram hvort ég gæti ekki sett inn hluta úr myndum og spurt hver er báturinn, bætt svo við hlutum þangað til rétt svar fæst. Þetta ætla ég að reyna núna og spyr því hver er báturinn á myndinni hér að neðan ?

Hver er báturinn ?

Þetta stendur yfir í einn dag í senn, þ.e.a.s annar hluti birtist annað kvöld.

03.04.2006 23:07

Hver er maðurinn ? auðvitað er þetta Busi

Það stóð ekki á svörunum og höfðu allir það rétt nema einn, þetta er "Landformaður íslands" nafni minn Hafþór Harðarson sem oftast gengur undir gælunafninu Busi. Þessi eini sem ekki hafði þetta rétt giskaði reyndar á annan húsvíking í Sandgerði, Jón Kristjánsson.

Busi

 

Stundum munu óvæntir liðir koma upp hér á síðunni og hér er einn þeirra, spurt er hver er maðurinn á myndinni hér að neðan.

Ef ekkert rétt svar verður komið annað kvöld verður gefin vísbending.

Hver er maðurinn ?

03.04.2006 09:42

Bátur vikunnar

Bátur þessarar viku er smíðaður í Kína, einn svokallaðra "Kínabáta" sem smíðaðir voru fyrir íslendinga og fluttir hingað til lands með flutningaskipi.

Þessi bátur heitir Ársæll Sigurðsson HF 80 og var eini báturinn af níu sem var eingöngu útbúinn til netaveiða. Hann var yfirbyggður í fyrra en hefur nú verið seldur, sá síðasti af níu sem skiptir um eigendur. Það er Ingimundur hf. sem keypt hefur bátinn og verður hann afhentur í september nk.

2468 Ársæll Sigurðsson HF 80

Þessa mynd tók ég í Þorlákshöfn í gær.

En þessa hér að neðan í Hafnarfirði 2001 er bátarnir níu komu til landsins. Ársæll Sigurðsson er annar bátanna sem enn eru um borð í flutningaskipinu sem hét Wiebke.

Flettingar í dag: 546
Gestir í dag: 139
Flettingar í gær: 595
Gestir í gær: 109
Samtals flettingar: 9396882
Samtals gestir: 2007674
Tölur uppfærðar: 9.12.2019 21:47:09
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is