Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2006 Apríl

27.04.2006 21:16

Hver er báturinn ?

Jæja loksins kominn með mynd af þessum bát eftir vandræði með tölvumálin. Enn eins og menn geta séð á álitunum að neðan hefur Þ.A haft rétt fyrir sér. Báturinn heitir Dröfn BA, þegar þessi mynd er tekin, og var smíðaður í Hafnarfirði 1962.

 

ERU MENN AÐ SLAPPAST EITTHVAÐ ? HVAR ER HAFLIÐI ? Þ.A ? OG ALLIR HINIR ?

Jæja það verður að halda áfram með þennan bát og því kemur hér næsta myndbrot.

Hver er báturinn að þessu sinni ?

27.04.2006 21:06

HÉR KEMUR EIN MYND TIL GAMANS OG FRÓÐLEIKS.

Hér kemur ein mynd til gamans, og fróðleiks en þeir sem hafa fylgst með "Hver er báturinn" hafa sjálfsagt lesið álit og ágiskanir Hafliða. Hér er mynd af Hafliða, sennilega tekin á síðustu öld en þá átti Hafliði hlut í útgerð. Hafliði þessi er Óskarsson, margsigldur um flest heimsins höf.

Þessi mynd er að öllum líkindum tekin á Sjómannadaginn, það merki ég á fánanum og einnig hve Hafliði er flott klæddur. Áttin er suðlæg en það merki ég aðallega af hári Hafliða, það gustar aðeins um það en hraði bátsins gæti einnig átt þátt í því. Með Hafliða um borð í bátnum, sem ég man ekki hvað hét, eru Ari Hafliðason Jónssonar og að öllum líkindum Hafrún Hafliðadóttir Óskarssonar.

25.04.2006 21:18

Gamla mynd þessarar vikur er bryggjumynd...

Gamla myndin að þessu sinni tengist útgerð Skálabergs ÞH 244 og saltfiskverkuninni Fiskabergi hf. sem Aðalgeir Olgeirsson starfrækti á sínum tíma hér á Húsavík. Aðalgeir gerði út Skálabergið ásamt Agli bróður sínum.

Þeir sem eru á vörubílspallinum eru Aðalgeir Olgeirsson og Hólmgrímur Helgason (fjær) en Hörður Harðarson stjórnar krananum um borð í bátnum. Myndin er tekin að mig minnir á netavertíðinni 1989 frekar en 1990.

 

24.04.2006 22:20

Hver er báturinn, nú vandast málið ?

Báturinn á myndinni heitir Vísir RE (þegar myndin er tekin 1982) og var smíðaður á Ísafirði 1942, 15 brl. að stærð og hét upphaflega Cæsar ÍS.

Hér kemur mynd af bátnum í heild sinni og vil ég fara að fá einhver skýrari svör, hvar er báturinn smíðaður ? hvaða ár ? hvað hét hann þegar þessi mynd er tekin 1982  ? (Hafliði er með getgátur um að myndin sé tekin fyrir 1963 en það segir bara hvernig hann er) hvað hét þessi bátur upphaflega ?

 

Má vel vera að menn sjái Keili frá Stokkseyri en þið virðist engu vera nær því hvaða bát er um að ræða og því set ég þriðja myndbrotið inn núna.

Eru menn alveg blankir í þessu máli, kannast enginn við bátinn, byggingarlagið eða umhverfið ?

 

Hver er báturinn ?

22.04.2006 21:28

Bátur vikunnar...er togari

Bátur vikunnar að þessu sinni er togari, skuttogari sá fyrsti er smíðaður var fyrir húsvíkinga. Hann hét Júlíus Havsteen,nefndur eftir fyrrverandi sýslumanni þingeyinga, og hafði einkennistafina ÞH 1. Hann var í eigu Höfða hf. allt þar til nýr og stærri Júlíus Havsteen var keyptur frá Grænlandi . Júlíus Havsteen ÞH 1 var tæplega 300 brl. að stærð, smíðaður á Akranesi árið 1976 og var Benjamín Antonsson skipstjóri á honum þar til Kolbeinsey ÞH 10 bættist í togaraflota Höfða hf. Þá tók við skipstjórn Jóhann Gunnarsson sem var með hann allt þar til togarinn var seldur. Þá tók Jóhann við nýja Júlíusi, stóð áfram í brúnni á honum er hann varð Rauðunúpur ÞH 160 og gerir enn á skipinu sem nú heitir Sólbakur EA 7.

 

Þegar nýji Júlíus var keyptur frá Grænlandi var þessi seldur Guðmundi Eiríkssyni sem nefndi hann Þórunni Havsteen ÞH 40. Guðmundur seldi hann síðar  til Noregs.

22.04.2006 20:56

Áfram skal haldið, hver er báturinn ?

1091.Hafbjörg ÁR, 15 brl. smíðaður í Stykkishólmi 1969 fyrir Bílddælinga og hét Helgi Magnússon BA.

Þetta eru skemmtilegar diskúsjónir með þennan bát. Hafliði myndin er tekin við suðurströndina sama ár og HM í knattspyrnu fór fram í Frakklandi. Í júní.

Þetta eru fjörlegar umræður um þennan bát og því ekki eftir neinu að bíða með næsta myndbrot.

Áfram skal haldið og hér kemur því fyrsta myndbrot af næsta báti.

20.04.2006 13:03

Gleðilegt sumar, hver er báturinn..

Þar kom báturinn, hann heitir Ásdís ÞH í dag og er skráður á Raufarhöfn. Þegar ég tók þessa mynd fyrir nokkrum árum hét báturinn Ingi GK, sem reyndar var einnig hans upphaflega nafn.

Hann hefur heitið mörgum nöfnum, m.a. Jörundur Bjarnason BA og Bragi GK en þá var þessi mynd hér að neðan tekin að ég held 1989.

Getur einhver upplýst okkur hvenær þessi brú sem á honum er í dag var sett á hann ? var hún ný eða tekin af öðrum bát ?

Hér kemur næsta myndbrot........

Er farinn að gruna Þ.A. um að halda sig til hlés, en hvað um það hér kemur næsta myndbrot.

Gleðilegt sumar.....

Hver er báturinn á myndbrotinu hér að neðan ?

19.04.2006 21:33

Gamla mynd þessarar viku er tekin um borð í ...

Gamla myndin að þessu sinni eru reyndar tvær,teknar um borð í Geira Péturs ÞH 344, þeim sem keyptur var frá Noregi 1987. Þarna vorum við á fiskitrolli og greinilega mokfiskerí á köllunum.

Á myndinni eru fv. (bakborða) Friðbjörn Sigurðsson, Olgeir Sigurðsson, Björn Viðar, Grímur Agnarsson og Sigurður Kristjánsson.

Sigurður V. Olgeirsson skipstjóri er í glugganum og bak við Olgeir grillir sennilega í Jón Gíslason frá Lækjarhvammi.

17.04.2006 10:42

Hver er báturinn á annan í páskum

Þorgrímur hafði rétt fyrir sem fyrr, þetta er Hafberg GK 377 ex Guðrún Jónsdóttir ÍS.

Eru menn einhverju nær ?

 

Kominn úr borginni og hendi hér inn næsta myndbroti.

 

 

Jæja, hver er báturinn heldur áfram göngu sinni. Ég hendi hér inn fyrsta myndbrotinu og menn geta spáð í spilin, eða réttara sagt myndina.

Ég þarf að skjótast suður yfir heiðar, í borg bleytunnar við sundið og við sjáum til hvort ég geti komist í tölvu til að bæta við myndbrotum.

Hafliði, gleðilega páska þó seint sé.

16.04.2006 13:55

Aflahæsti báturinn á vetrarvertíð 1981 var...

Allflestir voru með það rétt að Þórunn Sveinsdóttir VE hafi verið aflahæsti báturinn á vetrarvertíð 1981.

Á vetravertíð 1981 var ákveðið netastopp af Sjávarútvegsráðuneytinu þann 8 maí þó lokadagur vertíðar væri sá 15. Jón á Hofi ÁR (1562) var aflahæstur netabáta þegar netastoppið hófst með 1514,4 tonn, Þórunn Sveinsdóttir VE (1135) kom fast á hæla hennar með 1509,5 tonn og sá þriðji var Höfrungur III ÁR (249) með 1463,7 tonna afla. Friðrik Sigurðsson ÁR (980) var fjórði með 1460,1 tonn og fimmti Suðurey VE (1258) með 1418,5 tonn. Skipstjóri á Jóni á Hofi var Jón B. Björgvinsson.

Sigurjón Óskarsson skipstjóri á Þórunni Sveinsdóttur VE, tók því rólega í nokkra daga ásamt áhöfn sinni eftir að netastoppið hófst. Hann tók síðan fiskitrollið um borð og fór í einn róður og endaði með 1539 tonna afla á lokadaginn og þar með aflahæsta skip bátaflotans  á vetrarvertíðinni 1981.

                                                                                                                                                     (Uppl. Íslenskur Annáll 1981)

 

Sigurjón Óskarsson

 

16.04.2006 11:24

Hvaða bátur skyldi þetta vera

Þorgrímur Aðalgeirsson var ekki lengi að finna út hvaða bátur þetta var. Hann hét upphaflega Straumnes ÍS 240 og var smíðaður í Þýskalandi 1959.

797.Sænes EA 75 ex Rikhard SK 77

 

Eru menn sammála Þ.A ?

Þá er komið að páskabátnum í Hver er báturinn.

Hver er þessi fagurrauði bátur ?

14.04.2006 18:27

Bátur vikunnar er Frosti II ÞH 220

Bátur vikunnar að þessu sinni er Frosti II ÞH 220 frá Grenivík. Báturinn sem er með stærri eikarbátum sem smíðaðir voru á Íslandi (Hafnarfirði 1969) hét upphaflega Arney SH 2 og mældist 132 brl. Síðar, eða árið 1973, kaupa þeir Óskar Þórhallsson frá Húsavík og Dagur Ingimundarson bátinn sem hélt nafni sínu en fékk einkennisstafina KE 50. 1977 er báturinn seldur til Húsavíkur og fékk hann nafnið Jón Sör ÞH 220 eigandi Norðurborg hf. 1978 kaupir Frosti hf. á Grenivík bátinn sem fékk nafnið Frosti II en var áfram með sömu einkennistafi. Þegar þeir Frostamenn snéru sér að togaraútgerð (Með kaupum á Hjalteyrinni EA ssknr. 1630) seldu þeir Frosta II til Hríseyjar þar sem hann fékk nafnið Eyrún, einkennistafirnir EA 155 eigandi Rif ehf.

1094.Frosti II ÞH 220 að draga netin á Breiðafirði. 

Hvað varð svo um þennan bát ? gaman væri ef einhver veit það að það komi fram, var hann brenndur ? sökkt ? eða seldur úr landi ?

 

 

14.04.2006 15:08

Hvaða bátur er þetta ?

 

Þ.A. sem fullu nafni heitir Þorgrímur Aðalgeirsson hafði rétt fyrir sér, þetta er 554.Fanney SH 24 sem síðar hét Sæbjörg ST 7.

Eru menn sammála Þ.A. um að þetta sé Fanney SH ?

 

 

Hér kemur enn eitt myndbrot til að velta vöngum yfir.

 

Hér kemur annað myndbrot af þessum báti. Hafliði fær ekki að sjá brúnna strax.

 

hér kemur fyrsta myndbrot af þessum báti hér að neðan og eins og fyrri daginn er spurt hvaða bátur er þetta ?

13.04.2006 21:21

Hvaða þrír bátar eru þetta ?

Hafliði var fyrstur með alla þjá rétta enda gæti nú verið að hann hafi séð þessa báta þarna sem þeir lágu þó nokkurn tíma í Reykjavíkurhöfn, ætli myndin sé ekki tekin 1996 eða þar um bil.

Enn skal reynt á þekkingu manna á gömlu síldarbátunum og því er spurt hverjir eru þessir þrír bátar sem við sjáum aftan á hér að neðan ?

Fv.1000.Guðmundur Kristinn SU, 1067.Jóhann Gíslason ÁR 42 1036.Stakkavík ÁR 107.

13.04.2006 19:56

Hverjir eru bátarnir

Þetta eru Stafnes KE 130 (235) nær og Gunnar Bjarnason SH 25 (144) fjær. Ég held mig við Sólborgina með þennan rauða, hvaða A-Þýski bátur var rauður á þessum tíma ? yfirbyggður með upphaflega brú ?

 

Það eru aldeilis viðbrögð við þessari mynd, gaman að sjá hvað menn eru að spá og spekúlera um bátana. Ég get sagt það að enginn er með báða bátana rétta en nöfn þeirra beggja hafa komið upp. Varðandi rauða bátinn í fjarska þá sýnist mér þetta vera Sólborg SU 202 (1359) nú Álaborg ÁR 25. Ég held að ég hafi tekið þessa mynd 1984 frekar en 1986 á Berufirði þegar ég var á Geira Péturs ÞH 344 (1207) á síldveiðum.

Nú verður gefinn umhugunartími og menn verða leggja saman tvo og tvo og útkoman verður nöfn þessara báta.

Núna set ég hér inn mynd af tveim bátum og spyr hverjir eru þessir bátar ?

Flettingar í dag: 508
Gestir í dag: 88
Flettingar í gær: 694
Gestir í gær: 121
Samtals flettingar: 9394433
Samtals gestir: 2007269
Tölur uppfærðar: 6.12.2019 13:55:12
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is