Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar |
||||||||||||||||||||||||||
Færslur: 2006 Febrúar28.02.2006 22:25Gamla myndin þessa vikuna er.....Gamla mynd þessarar viku er gömul og illa farin, tekin 1962-3 af Hreiðari Olgeirssyni um borð í Nirði ÞH 44 en það var fyrsti bátur þeirra feðga úr Skálabrekku. Myndin er tekin í línuróðri eins og sjá má. 699.Njörður ÞH 44 (TH 44) Þennan 10 smálesta mótorbát, Njörð ÞH 44, keypti Olgeir Sigurgeirsson í Skálabrekku ásamt sonum sínum Sigurði Valdimar og Hreiðari árið 1961og hófst þá útgerðarsaga þeirra og afkomenda þeirra sem staðið hefur fram á þennan dag. Njörð sem smíðaður var á Akureyri 1925, keyptu þeir af Sigurbirni Ó. Kristjánssyni ofl. sem síðar gerðu út báta undir nafninu Fanney, einkennisstafir ÞH 130. Njörð gerðu þeir Skálbrekkufeðgar út í rúm tvö ár þar til þeir keyptu Hallstein EA frá Akureyri sem var 22 tonna bátur smíðaður 1934 í Danmörku. Sigurður Valdimar, eða Siggi Valli eins og hann var jafnan kallaður, var strax skipstjóri á Nirði 18 ára gamall og Olgeir útgerðarmaður. Skrifað af HH 26.02.2006 21:21Myndir frá söngkeppni Framhaldsskólans á HúsavíkHenti inn nokkrum myndum sem ég tók á Dillidögum FSH, nánar tiltekið á söngkeppni skólans. Þar sungu átta nemendur og hlutskörpust var Elísabet Anna Kristjánsdóttir. Myndirnar eru í flokknum mannlíf á Húsavík.
Mikael Þorsteinsson. Skrifað af HH 26.02.2006 00:21Siglufjarðar SeigurNáði að mynda helvíti góðar myndir í gær (þó ég segi sjálfur frá) þegar Addi afi GK 302 kom til Akureyrar.Eftirfarandi frétt sendi ég á fréttavef Morgunblaðsins, www.mbl.is þegar heim var komið : Sýndu Akureyringum Adda afaJE vélaverkstæði á Siglufirði hefur afhent nýjan fiskibát til nýs eiganda, Útgerðarfélags Íslands. Báturinn er af gerðinni Siglufjarðar-Seigur 1120, en fyrirtækið keypti skrokk hans af Seiglu í Reykjavík og fullkláraði á Siglufirði. Báturinn heitir Addi afi GK 302 og er heimahöfn hans í Sandgerði. Skipstjóri og útgerðarmaður bátsins, Óskar Haraldsson, er fæddur á Akureyri og uppalinn þar til 10 ára aldurs er hann flutti til Suðurnesja. Hann og Guðni Sigtryggson hjá JE vélaverkstæði brugðu sér því bæjarleið í dag, sjóleiðis, til að sýna Akureyringum þennan glæsilega bát. 2701.Addi Afi GK 302.
Óskar Haraldsson útgerðarmaður og skipstjóri á Adda Afa GK 302. Skrifað af HH 21.02.2006 22:19Nýtt efni-Gamla myndinNú ætla ég að reyna setja inn eina gamla mynd í viku hverri og munu þær fyrst um sinn tengjast Útgerðarfélaginu Korra hf. á Húsavík sem var og hét. Þegar ég segi tengjast á ég líka við Útgerðarfélagið Geira Péturs ehf. og aðrar þær útgerðir sem Skálabrekkumenn hafa komið að. Þar sem hér fyrir neðan má setja inn athugasemdir við myndirnar væri gaman ef menn sem þekkja til myndefnisins hverju sinni segi frá einhverju sem tengist því. Þegar ég segist ætla setja inn gamla mynd þá er það ekki eins og í Fiskifréttum, þar sem ekkert þykir vera gamalt nema helst svarthvítar 30-50 ára gamlar myndir. Og þá helst frá síldarárunum heldur verða þetta myndir, ekki endilega allar teknar af mér, sem spanna aðallega síðustu 20-30 árin en kunna að ná lengra aftur því útgerð þeirra feðga í Skálabrekku hófst 1961.
Fyrsta myndin er ekki svo gömul að manni finnst en samt eru 19 ár í sumar frá því hún var tekin. Ég tók hana 10 júlí 1987 þegar við komum heim frá Noregi á togbátnum Geira Péturs ÞH 344 sem Útgerðarfélagið Korri hf. keypti þaðan og sýnir hún móttökurnar sem við fengum. Læt aðra mynd fylgja sem faðir minn tók á sama tíma af bátnum.
Silli skrifaði um þetta í Morgunblaðinu : Sunnudaginn 19. júlí, 1987 - Innlendar fréttir Korri hf. Húsavík: Keypti 190 tonna skip frá Noregi á 93 millj. kr. Nýtt skip, Geiri Péturs ÞH 344, bættist í flota Húsvíkinga í síðustu viku og fór það í sína fyrstu veiðiferð á fimmtudaginn. Útgerðarfélagið Korri hf. frá Húsavík keypti skipið, sem er 190 tonn að stærð, 27 metra langt og 8 metra breitt, frá Tromsö í Noregi og er kaupverð þess um 93 milljónir króna. Sigurður Olgeirsson er skiptstjóri á nýja skipinu. Olgeir Sigurgeirsson framkvæmdastjóri Korra hf. sagði í samtali við Morgunblaðið að fyrirtækið hefði selt Geira Péturs eldri sem er 138 tonn að stærð til Njáls hf. í Garðinum og fengið í staðinn skip þess fyrirtækis Sigurð Bjarnason sem farið hefði í úreldingu. Kaupin hefðu verið fjármögnuð með 60% lánum frá Fiskveiðasjóði. Skipið verður nú fyrst um sinn á fiskitrolli og síðan fer það á rækjuveiðar, en um borð eru frystitæki til að heilfrysta rækjuna. Átta skipverjar eru á skipinu. Fyrirtækið leggur nú mestan hluta afla síns upp hjá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur, en í byggingu er hjá fyrirtækinu 520 fermetra saltfiskverkunarhús, þar sem fyrirhugað er að verka allan afla nýja skipsins, að sögn Olgeirs. Morgunblaðið/Sigurður P. Björnsson
Skrifað af HH 19.02.2006 16:22Nýr bátur til ÓlafsvíkurNýr bátur, Gunnar Bjarnason SH 122, kom til heimahafnar í Ólafsvík í fyrsta skipti í gær. Það var útgerðarfélagið Haukur ehf. sem keypti hann frá Keflavík. Báturinn, er einn hinna svokölluðu Kínabáta og leysir eldri bát með sama nafni af hólmi. Gunnar Bjarnason SH 122 hét áður Ósk KE 5 en upphaflega Rúna RE 150. Báturinn er blár í dag. Sjá mynd á vef Snæfellsbæjar www.snb.is
Skrifað af HH 18.02.2006 19:21Húsavík í dagÍ dag fékk ég stutta athugasemd varðandi valmöguleika í skoðanakönnunina sem er uppi núna og varð ég varð við þessum athugasemdum og fjölgaði valmöguleikunum. Annars er allt gott að frétta héðan af víkinni, það er búin að vera bræla síðustu daga en karlarnir á Aron ÞH fóru í róður eftir hádegið og þá tók ég þessa mynd. Þá lögðu netabátarnir netin i dag.
Þá var nyrsti innanhúss púttvöllur í heimi tekinn í notkun í dag í Hvalasafninu og þegar ég leit þar inn var keppni í gangi á milli félaga í GH og bæjarstjónarmanna. Hér að neðan getur að líta svipmyndir af því sem fram fór.
Skrifað af HH 16.02.2006 20:04Togskipið Bliki keyptur til Færeyja, frá Noregi.Netmiðillinnn www.sudurras.fo/ í Færeyjum segir frá því í dag að Togarinn Bliki hafi verið keyptur til Vágs á Suðurey. Svona er fréttin: Reiðaríið Tvøran í Vági keypt nýtt skip Bliki á Vág seinnapartin tórsdagin En hvað kemur þetta okkur sem áhuga hafa á skipum og bátum við ? Jú þetta skip á sér íslenska forsögu, var smíðað fyrir íslendinga. Útgerðarfélagið Bliki hf. á Dalvík lét smíða skipið í Svíþjóð og fékk það afhent árið 1988. Frá Dalvík var skipið gert út til bolfisk- og rækjuveiða allt þar til það var selt til Noregs. að ég held árið 1997, til að rýma fyrir stærri frystitogara sem einnig fékk nafnið Bliki EA 12. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson Skipið Brodd sem sömu aðilar keyptu í janúar 2004 ( er getið í fréttinni) á sér líka íslenska forsögu. Það hét Haukafell SF 111, byggt 1990 fyrir samnefnt útgerðarfélag á Hornafirði. Það var eitt fjögurra systurskipa sem smíðuð voru fyrir íslendinga, fyrstu þrjú fóru á Hornafjörð, Haukafell, Þinganes og Æskan (nú Drangavík VE) en það fjórða í Hrísey. Það var Eyborg sem síðar var lengd eins og reyndar er búið að gera við Haukafellið einnig, þó ekki jafn mikið og Eyborgina. Skrifað af HH 15.02.2006 22:40Komast færri að en vilja........Af hverju er ekki mynd af mér á síðunni þinni spyrja sumir, kannski meira í gamni en alvöru, og stundum verður fátt um svör. Einn þeirra sem spurt hefur oftar en einu sinni og oftar en tvisvar fær nú þann heiður að komast á forsíðuna. Það er enginn annar en loðnudelinn Gunnþór Sigurgeirsson skipverji á Björgu Jónsdóttur ÞH 321. Ég gat nú valið úr nokkrum myndum til að birta en ákvað að birta þessa. Á þessari mynd eru þeir að skemmta sér skipsfélagarnir Gunnþór og Snorri á Mærudögunum 2004. Skrifað af HH 13.02.2006 18:23Ný skoðanakönnunÞá er lokið skoðanakönnun hér á síðunni þar sem spurt var ætti helst að rísaálver á Norðurlandi, ef það rís þar. Spurt var: Hvar viltu að álver rísi á Norðurlandi 42 kusu og og þetta er niðurstaðan: Bakki við Húsavík Dysnes í Eyjafirði Brimnes í Skagafirðir Hvergi
Ný skoðanakönnun er komin upp á forsíðunni og kemur Pétur Helgi Pétursson þar við sögu. Hvet fólk til að taka afstöðu.
Skrifað af HH 02.02.2006 23:55Kambur á Flateyri kaupir Ársæl SH 88Rakst á þessa frétt á fréttavefnum www.bb.is sem er fréttavefur Bæjarins besta á Ísafirði. Þeir tóku sér það bessaleyfi að nota mynd eftir mig sem er á www.skip.is og leyfi ég mér þá að birta þessa frétt hérna. Kambur ehf. kaupir Ársæl SH-88 kvótans vegna
Fiskvinnslan Kambur ehf. á Flateyri hefur keypt netabátinn Ársæl SH-88 af Sólborgu ehf. í Stykkishólmi. Ársæll SH er 251 brúttótonna netabátur og honum fylgir rúmlega 575 þorskígildistonna kvóti og er uppistaða hans þorskur. Markaðsverð slíks magns af kvóta er um 740 milljónir króna. ?Tilgangurinn var að kaupa kvóta þannig að ef einhver markaður er fyrir það að selja bátinn þá munum við gera það?. segir Hinrik Kristjánsson framkvæmdastjóri Kambs ehf. ?Ætlunin er að nýta kvótann á báta sem við eigum fyrir, Halla Eggerts og Sigga Þorsteins?, bætir hann við.
Auk Halla Eggerts ÍS-197 og Sigga Þorsteins ÍS-123 á Kambur ehf. smærri bátana Steinunni ÍS-817 og Kristrúnu ÍS-72.
1014.Ársæll SH 88 Ársæll SH 88 hét upphaflega Ársæll Sigurðsson GK, síðar Arney KE, Auðunn ÍS og Steinunn SF þar til Sólborg ehf. í Stykkishólmi keypti hann. 1014.Arney KE 50 Skrifað af HH 02.02.2006 18:49Ný Cleopatra 38 til Flateyrar
Skrifað af HH
Flettingar í dag: 470 Gestir í dag: 83 Flettingar í gær: 694 Gestir í gær: 121 Samtals flettingar: 9394395 Samtals gestir: 2007264 Tölur uppfærðar: 6.12.2019 12:53:16 |
Eldra efni
clockhere Tenglar
Um mig Nafn: Hafþór HreiðarssonFarsími: 8956744Tölvupóstfang: korri@internet.isHeimilisfang: Sólbrekka 29Staðsetning: HúsavíkHeimasími: 4642030Önnur vefsíða: www.640.is |
© 2019 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is