Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2005 Nóvember

29.11.2005 21:43

Skerpla með betri skipamyndir

Þá er fyrstu skoðanakönnuninni lokið, spurt var "Í hvoru Sjómannalmanakinu eru betri skipamyndir" og var þar átt við Skerplu skip_sjomannalmanak_150x150.jpgog Athygli.2004102012526362.gif

Skemmst er frá því að segja að 88,89 % þeirra sem svöruðu þóttu Skerplumyndirnar betri, það segir okkur að 11,11 % fannst Athyglismyndirnar betri.

Það virðist eitthvað lítið vera að frétta úr sjávarútvegnum hér á landi í dag  og t.a.m voru sjö af átta fréttum (fyrir utan það sem tekið var upp úr síðasta tölublaði Fiskifrétta) á skip.is í dag erlendis frá. Íslenska fréttin var sú að Björn Friðrik Brynjólfsson hefði verið ráðinn aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra. Gott að fá þingeying í djobbið.  Samt var ýmislegt að frétta t.d. fengu Huginn og Björg Jónsdóttir loðnu og mogginn sýndi okkur mynd ad nýja Aron ÞH. Þannig er nú það og ný skoðanakönnun birtist innan skamms.

26.11.2005 23:19

Ekki bara bátamyndir-Grýla og Leppalúði líka

"Ekki bara bátamyndir" hef ég fengið að heyra að undanförnu eftir að þessi heimasíða mín fór að verða lýðnum ljós og hefur fólk hvatt mig til að setja annars konar myndir inn. Þar sem ég hef séð að nóg mun vera plássið þá mun ég verða við þessum áskorunum og fyrsta albúmið fyrir utan báta- og skipamyndaalbúmin lítur nú dagsins ljós. Í því verða myndir sem ég tók í dag þegar ljósin á jólatré okkar húsvíkinga voru tendruð og mörkuðu upphaf aðventu í hugum margra.

Húsavík-Grýla & Leppalúði 2005 copy.jpg

Grýla og Leppalúði sóttu húsvíkinga heim í dag. 

21.11.2005 17:07

Nýr bátur til Stykkishólms

Nýr bátur til Stykkishólms

1291.Sæþór EA 101.jpg

 

Nýr 150 tonna bátur sem mun bera nafnið Arnar SH 157 kom til Stykkishólms fyrir helgina, hér er um að ræða Sæþór EA 101 sem Útgerð Arnars ehf. keypti frá Árskógssandi.  Fyrir á útgerðin bát með sama nafni sem verður seldur, svo skemmtilega vill til að þann bát keypti útgerðin einnig frá Árskógssandi en þar hét hann Sólrún EA 351. Hinn nýji Arnar er smíðaður á Ísafirðir 1973 og hét upphaflega Jón Helgason ÁR 12, síðar Jón Helgason SF 15 þar til hann fékk nafnið Votaberg SU 14 sem hann bar allt þar til útgerðarfélagið G.Ben sf. á Árskógssandi keypti hann.  Eins og sést á myndinni hér að neðan hefur báturinn gengið í gegnum miklar breytingar frá því G.Ben sf. keypti hann. 

Sæþór EA.jpg

Sæþór EA 101 ex Votaberg SU 14.

 

 

18.11.2005 20:41

Nýr Hringur GK 18

Útgerðarfélagið Einar í Bjarnabæ ehf. í Hafnarfirði festi fyrir skömmu kaup á krókaaflamarksbátnum Hermóði ÍS 20 sem er af Cleopötrugerð, var 28 en er nú 28s hvað sem það nú þýðir. Aðalsteinn Einarsson skipstjóri, þekktastur sem Alli á Hringnum, hefur hafði róðra á nýja bátnum með syni sínum Einari.  Að sjálfsögðu heitir nýji báturinn Hringur og einkennisstafirnir sem fyrr GK 18.  Hringur GK 18 á ferð.jpg

Þegar ég var á ferðinni í Hafnarfirði í byrjun mánaðarins voru þeir feðgar að koma úr róðri og var aflinn um 3 tonn á 16 bala.

Aðalsteinn Einarsson á Hring GK 18 Hafnarfirði copy.jpg

Aðalsteinn Einarsson

17.11.2005 21:33

Skonnortan Haukur siglir á Skjálfanda

Haukur copy.jpg

Þessi frétt birtist á www.mbl.is í dag með myndinni hér að ofan

Skonnortan Haukur hefur verið við siglingar á Skjálfanda síðustu daga og hefur það verið tignarlegt að sjá Haukinn undir seglum með snævi þakin Kinnarfjöllin í baksýn.  Veðrið hefur bæði verið gott og slæmt þessa daga og því reynt bæði á bát og búnað.

Á heimasíðu Norður-Siglingar kemur fram að sænskur siglingakappi að nafni Leif Nilson hafi verið í heimsókn í þeim tilgangi að þjálfa starfsfólk Norður-Siglingar í siglingum sem og fínstilla reiðann á skonnortunni. Leif er einn af nokkrum skipstjórum á skonnortunni Atene (www.msatene.com) en hún er 90 tonna glæsilegt skip.

Hörður Sigurbjarnarson framkvæmdarstjóri Norður-Siglingar segir að þau hjá Norður-Siglingu séu hæst ánægð með þessa heimsókn og hafi fengið staðfestingu reynds manns á því, að skonnortan Haukur er hið besta skip og reiðinn eins og best gerðist á skútuöld.

1292.Haukur.nv.2005.jpg

Þessi mynd er tekin á mánudaginn og þá blés hann hressilega á flóanum.

www.nordursigling.is

15.11.2005 18:04

Brim áætlar auknar línuveiðar.

Sá á heimasíðu Brims hf. www.brimhf.is að KG-fiskverkun á Rifi, Brim hf. og Útgerðarfélagið Tjaldur hafa ákveðið að láta smíða fjögur ný línuveiðiskip og er að því stefnt að fyrstu skipin verði tekin í notkun á fyrri hluta árs 2007. Á heimasíðunni segir jafnframt "Nú gera þessi félög út fimm togskip og tvö línuveiðiskip, en með komu nýju línuveiðiskipanna mun hlutur línuveiða í rekstrinum aukast, en að sama skapi dregur úr vægi togveiðanna. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, segir að með því að ráðast í smíði nýrra línuveiðiskipa séu þessi félög að taka þá stefnumarkandi ákvörðun að fara í auknum mæli í línuveiðar. Tvennt komi þar aðallega til. Í fyrsta lagi sé með þessu undirstrikað að félögin vilji leggja enn meiri áherslu en áður á gæði hráefnisins og ferskleika vöru og í öðru lagi sé útgerð línuveiðiskipa hagkvæmt rekstrarform".

Línuskipin sem þessi fyrirtæki eiga eru Tjaldur SH 270 og Faxaborg SH 207.

2158.Tjaldur SH 270.jpg


Tjaldur SH 270 sem er í eigu Brims hf. er eina línuskipið í flota íslendinga sem er sérsmíðað sem línuskip sérstaklega fyrir íslendinga en Valdimar GK 95 sem nú er í eigu Þorbjarnar Fiskaness hf. var keyptur notaður til landsins af útgerðarfélaginu Valdimar hf.í Vogum  Tjaldurinn hefur reyndar verið gerður út á grálúðunet undanfarin misseri.

1023.Faxaborg SH 207.jpg

1023.Faxaborg SH 207 er í eigu KG fiskverkunar á Rifi og hét áður Skarfur GK 666. Faxaborgin er einn þessara gömlu síldarbáta sem smíðaðir voru fyrir íslendingaí Boizenburg í A-Þýskalandi og hét hann upphaflega Sléttanes ÍS.  Þessir bátar hafa margir gengið í gegnum ýmsar breytingar og í dag er Faxaborgin línubátur útbúinn með beitningarvél um borð.


14.11.2005 23:01

Ásdís SH í stað Hildar ÞH

Sá í Morgunblaðinu í dag að Magnús Sigurðsson útgerðarmaður á Raufarhöfn keypti í haust vélbátinn Ásdísi SH 300 í stað Hildar ÞH 38 sem sökk á Þistilfirði fyrr á þessu ári.

1149.Ásdís SH 300.jpg

1149.Ásdís SH 300

1311.Skálafell ÁR 205.jpg

1311.Hildur ÞH 38 ex Skálafell ÁR 205

13.11.2005 21:51

Fjölskyldumyndir

Hef sett upp albúm með fjölskyldumyndum sem er læst, enda tilgangurinn aðallega sá að Halla Marín elsta dóttir mín sem dvelur á Ítalíu geti skoðað þær.  Aðrir þeir sem kynnu að hafa áhuga geta sótt um aðgang og athugað hvort þeir sleppi gegnum nálarauga mitt. Alfons þú skalt ekki prófa. Hef þó eina mynd hér að neðan til að gefa mynd af því sem verður í þessu albúmi.

Stelpurnar.jpg

Á þessari mynd eru dætur mínar þrjár ásamt skiptinema sem dvaldi hjá okkur um skeið, hún heitir Roselien Beerten og á heima í Belgíu. Dætur mínar, þessar ljóshærðu, heita Lea Hrund f. 2002, Heiðdís f. 1994 og Halla Marín f. 1988.

12.11.2005 14:17

Ef þeir væru á palli

Þessa mynd hér að neðan tók Kristján Kristjánsson blaðamaður Morgunblaðsins á Akureyri í haust. Hún sýnir þrjá afkastamikla skipaljósmyndara og datt mér í hug hvort það hafi verið tilviljun að þeir röðuðust svona upp, þ..e.a.s eins og á verðlaunapalli, gullið í miðju, silfrið til hægri og  bronsið til vinstri.

AFHHÞB.net.jpg

Hvað skyldi Alfons Finnsson segja um þetta ?

11.11.2005 22:38

Leifur EA seldur

 

Það er frekar lítið um að vera í skipamyndunum þessa dagana nema þá við að koma þeim inn á þessa síðu.  Sá á vef Viðskiptahússins í dag að netabáturinn Leifur EA hefur verið seldur kvótalaus til Grindavíkur.  Kaupandinn er Gunnar Ari Harðarson.  Leifur hét áður Hringur GK 18 í nokkra mánuði en þar áður Þorleifur EA 88 úr Grímsey.

1921.Hringur GK 18.jpg

En upphaflega hét báturinn, sem smíðaður er á Seyðisfirði 1988, Völusteinn NS 116 og tók ég þessa mynd hér að neðan á Seyðisfirði 1989. 

1921.Völusteinn NS 116.jpg

09.11.2005 18:08

Líf og fjör á bryggjunni

Hermann copy.jpg

Frændi að landa í dag

Það er oft líf og fjör á bryggjunni á Húsavík þegar bátarnir koma að landi og þannig var það í dag enda margir á sjó.  Frændur mínir þeir Hermann Arnar og Kristján Friðrik Sigurðssynir voru að landa þegar ég skrapp í fjöruna en þeirra bátur heitir Auður Þórunn ÞH 344.  Hermann, eða frændi eins og hann er jafnan kallaður, tjáði mér að þeir hefðu lagt línuna í Öxarfirði.  Aflinn var um 3 tonn af þorski og ýsu hjá þeim bræðrum.HH

2485.Auður Þórunn ÞH 344.jpg

2485.Auður Þórunn ÞH 344

08.11.2005 09:50

Ný Sóla í Hafnarfjörðinn

 

Sóla HF 57.jpg

Ég var á ferðinni í Hafnarfirði fyrir helgina og tók þá þessa mynd af Sólu HF 57 koma úr róðri en Sóla er nýr bátur frá Trefjum og segir eftirfarandi á heimasíðu Trefja þann 27.10 sl. :

Ný Cleopatra 31 til Hafnarfjarðar


Reynir Gunnarsson sjómaður í Hafnarfirði fékk nú á dögunum afhentann nýjan CLeopatra 31 bát.
Báturinn er annar tveggja Cleopatra báta sem sýndur var á sjávarútvegssýningunni nú í september.

Nýji báturinn hefur hlotið nafnið Sóla HF 57 og leysir af hólmi eldri bát með sama nafni. Báturinn er 8.5brúttótonn og er í krókaaflamarkskerfinu. Sóla er af gerðinni Cleopatra 31.

Aðalvél bátsins er af gerðinni Cummins 6CTA8.3M 430hp tengd ZF gír. Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni Raytheon frá R. Sigmundssyni.
Báturinn er einnig útbúin með hliðarskrúfu.
Línuspil, beitningatrekt og annar búnaður til línuveiða er frá Beiti.
Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking-björgunarbúnaði.

Rými er fyrir 9stk 660lítra kör í lest. Svefnpláss er fyrir þrjá í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.
Reynir stefnir á að nota bátinn á handfæra veiðum yfir sumartímann en gera hann út á línu yfir veturinn.

Reynir Gunnarsson.jpg


07.11.2005 23:23

Karólína ÞH 111, nýr glæsilegur línubátur

2690.Karólína ÞH 111.jpg

Nýr og glæsilegur línubátur til Húsavíkur.

Fimmtudaginn 3 nóvember sl. kom nýr og glæsilegur bátur til heimahafnar á Húsavík.  Hann heitir Karólína ÞH 111 og skrifaði ég eftirfarandi frétt sem birtist í Morgunblaðinu þann 4 nóvember sl. :

Nýr línubátur til Húsavíkur

Nýr og glæsilegur línubátur bættist í flota Húsvíkinga nú í vikunni er Karólína ÞH 111 kom til heimahafnar í fyrsta sinn. Karólína ÞH 111 er af gerðinni Cleópatra 38, smíðuð hjá bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði.

Nýr og glæsilegur línubátur bættist í flota Húsvíkinga nú í vikunni er Karólína ÞH 111 kom til heimahafnar í fyrsta sinn. Karólína ÞH 111 er af gerðinni Cleópatra 38, smíðuð hjá bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði. Báturinn er yfirbyggður og með línubeitningakerfi frá Mustad fyrir 15000 króka um borð auk línu- og færaspila frá Beiti.

Báturinn er 15 brúttótonn að stærð og rúmar lest hans 12 660 lítra kör. Borðsalur er í brúnni auk stóla fyrir skipstjóra og háseta en svefnpláss er fyrir fjóra í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofni og ísskáp. Þá er í bátnum innangeng upphituð stakkageymsla.

Eigandi bátsins er Útgerðarfélagið Dodda ehf. en að því standa Haukur Eiðsson skipstjóri, Örn Arngrímsson og Jóhann Gunnar Sigurðsson, sem eru í áhöfn bátsins, ásamt Gunnlaugi Karli Hreinssyni, eiganda GPG fiskverkunar á Húsavík. Þeir félagar keyptu einnig á haustdögum útgerðarfélagið Kristínu ehf. á Suðureyri og segir Gunnlaugur Karl að með þeim kvóta sem því fylgdi sé kvóti Karólínu ÞH um 700 þorskígildistonn í krókaaflamarkskerfinu. Þeir Haukur og Gunnlaugur eru frændur og er báturinn nefndur eftir ömmu þeirra, Karólínu Friðbjarnardóttur. Auk þess eiga þeir báðir dætur sem bera þetta nafn.

Aðalvél bátsins er af gerðinni Yanmar 6HYM-ETE, 700 hestöfl tengd ZF gír. Þá er báturinn einnig útbúinn með vökvadrifinni hliðarskrúfu sem tengd er sjálfstýringu hans. Í brúnni eru siglingatæki af gerðinni Furuno frá Brimrúnu og öryggisbúnaður hans kemur frá Ísfelli og Viking.

Þá mun Karólína vera fyrsti báturinn af þessu tagi, þ.e.a.s. yfirbyggður smábátur með línubeitingarvél, sem gerður er út frá Húsavík og Norðurlandi ef menn telja ekki aðkomubáta með.

Karólína ÞH 111, eigendur .net.jpg 

  • 1
Flettingar í dag: 217
Gestir í dag: 46
Flettingar í gær: 716
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9394858
Samtals gestir: 2007340
Tölur uppfærðar: 7.12.2019 04:58:15
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is