Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

18.11.2018 18:41

Hásteinn ÁR 8

Hásteinn ÁR 8 kemur hér að landi í Þorlákshöfn en báturinn var smíðaður í Skipavík árið 1969.

Sagt var frá komu hans til heimahafnar á Stokkseyri í Tímanum 4. febrúar 1969.

Um helgina kom til heimahafnar, Stokkseyrar, vélbáturinn Hásteinn ÁR 8, en hann er annar af tveim bátum sem skipasmíðastöðin Skipavík í Stykkishólmi, og Vélsmiðja Kristjáns Rögnvaldssonar, smíðar fyrir Stokkseyringa.

Þetta er eikarbátur, og mun vera fyrsti báturinn, sem er smíðaður hér á landi, og er sérstaklega fúavarinn. Áður hefur verið sagt frá smíði bátsins og sjósetningu hér í blaðinu, en myndirnar af honum voru teknar á Stokkseyri.

Á annarri myndinni er báturinn við bryggju á Stokkseyri, en á hinni er Henning Frederiksen skipstj. í brúnni á hinum nýja bát. Bætast þarna tveir myndarlegir bátar í flota Stokkseyringa. 

Báturinn er 49 tonn, búinn 240 ha. Kelvin vél og kostaði um 7,4 millj. kr. Eigendur eru Hraðfrystihúsið á Stokkseyri og Stokkseyrarhreppur. Hinn báturinn á að afhendast eftir tvo mánuði.

 

1075. Hásteinn ÁR 8. © Hafþór Hreiðarsson.
Flettingar í dag: 284
Gestir í dag: 55
Flettingar í gær: 1100
Gestir í gær: 132
Samtals flettingar: 9396025
Samtals gestir: 2007481
Tölur uppfærðar: 8.12.2019 07:14:31
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is