Jón Steinar tók þessa mynd fyrir nokkrum árum af Sóley SH 124 koma til hafnar í Grindavík. Báturinn hét upphaflega Harpa GK 111 og var smíðaður á Seyðisfirði 1985. Hét síðar Hrísey SF 48 og Silfurnes SF 99 áður en hann varð Sóley SH 124. Í dag heitir hann Pálína Ágústsdóttir EA 85 og er gerður út frá Hrísey.
 |
1674. Sóley SH 124 ex Silfurnes SF. © Jón Steinar. |
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson