Flutningaskipið Wilson Sky liggur nú við Bökugarðinn á Húsavík þar sem skipað er upp hráefnisfarmi fyrir PCC á Bakka.
Wilson Sky var smíðað árið 2001 og var smíðað árið 2001. Það siglir undir flaggi Kýpur með heimahöfn í Limassol.
Það er 3.037 GT að stærð.
Wilson Sky kom til Húsavíkur árið 2007 og tók ég þá þessa mynd af því.
Myndina hér að neðan tók ég hinsvegar um kaffileytið í dag.
 |
Wilson Sky. © Hafþór Hreiðarsson 2018. |
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson