Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

06.11.2018 21:10

Kristbjörg ÞH 44 ex Hallsteinn EA 130

Hér kemur sú næsta úr rammanum hans afa en hún sýnir Kristbjörgu ÞH 44. Báturinn var smíðaður í Danmörku 1934 og hét upphaflega Ægir GK 8 og var úr Garðinum. Síðar hét hann Hersteinn ÁR, Hersteinn RE, Hallsteinn EA og loks Kristbjörg ÞH 44 árið 1963.  Skálabrekkufeðgar gera hann út til ársins 1970 að hann er seldur til Suðurnesja. Þar heldur hann nafni sínu en verður GK 404 og endar ævi sína, ef hægt er að tala um ævi báta, þann 13 nóvember 1971 þegar hann strandaði á Stafnesi og eyðilagðist.

Án þess að fullyrða það tel ég að Pétur Jónasson ljósmyndari á Húsavík hafi tekið myndina.

541. Kristbjörg ÞH 44 ex Hallsteinn EA. © Úr safni HH.
Flettingar í dag: 368
Gestir í dag: 64
Flettingar í gær: 1100
Gestir í gær: 132
Samtals flettingar: 9396109
Samtals gestir: 2007490
Tölur uppfærðar: 8.12.2019 08:40:20
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is