Njörður ÞH 44"/>

 

Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

06.11.2018 20:37

Njörður ÞH 44

Hér kemur fyrsta myndin af þrem sem héngu saman í ramma uppi á vegg hjá afa mínum, Olgeir Sigurgeirssyni.

Hún sýnir fyrsta bát þeirra Skálabrekkufeðga við bryggju á Húsavík. Njörð ÞH 44, sem þeir keyptu af Sigurbirni Sigurjónssyni ofl. í marsmánuði 1961. Á dekki Njarðar eru bræðurnir Sigurður og Hreiðar Olgeirssynir ásamt yngri bróður.

Njörður var smíðaður á Akureyri árið 1925 af Antoni Jónssyni skipasmið. Báturinn var 10 brl. að stærð og hét upphaflega Reynir EA 434.

Á vef Árna Björns Árnasonar segir að báturinn hafi verið smíðaður fyrir Jón Kristjánsson, Akureyri sem átti bátinn í fimm ár.

Þar segir jafnframt: 

Bátur þessi gekk á milli fjölda eiganda og bar ein sjö nöfn og sum oftar en einu sinni en með mismunandi einkennisstöfum. Þar sem gögnum ber ekki alfarið saman um á hvaða árum eignaskipti á bátnum áttu sér stað verður látið nægja að geta nafna hans í tímaröð. 

Reynir ÍS-504, Flateyri. 
Magnús RE-80, Reykjavík. 
Sæfari BA-131, Flateyri og Patreksfirði.  
Sægeir GK-308, Keflavík. 
Sægeir KE-23, Keflavík. 
Njörður NS-207, Hánefsstöðum. 
Njörður ÞH-44, Húsavík. 
Njörður EA-108, Akureyri. 
Kolbeinsey EA-108, Akureyri. 
Straumnes RE-108, Reykjavík. 
Straumnes GK. Grindavík. 

Kunnastur mun báturinn vera á Eyjafjarðarsvæðinu sem Njörður EA-108 og þá annars vegar í eigu Árna Ólafssonar, Akureyri og hinsvegar í eigu Guðmundar Haraldssonar, Akureyri. 
Seinustu árin var báturinn notaður sem vinnubátur í Grindavík. 

Báturinn hét Straumnes GK. er hann rak upp á Vatnsleysuströnd og var dæmdur ónýtur og tekinn af skrá 3. september 1985.

 

699. Njörður ÞH 44 ex Njörður NS. © Úr safni HH.
Flettingar í dag: 309
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 1100
Gestir í gær: 132
Samtals flettingar: 9396050
Samtals gestir: 2007482
Tölur uppfærðar: 8.12.2019 07:36:14
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is