Hér liggur Wilson Narvik við Bökugarðinn en skipið kom með trjákurl til PCC á Bakka um helgina. Eitthvað gekk illa að hemja skipið við garðinn og fór það um tíma að Norðurgarðinum skilst mér en ég var ekki heima til að fylgjast með þessu.
Skipið var fært aftur að Bökugarðinum í gær og naut við það aðstoðar dráttarbátsins Seifs sem kom frá Akureyri.
Wilson Narvik er 6,118 GT að stærð smíðað árið 2011. Siglir undir fána Möltu með heimahöfn í Valletta.
 |
Wilson Narvik. © Hafþór Hreiðarsson 2018. |
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson