Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

31.10.2018 19:48

Havarí á miðunum

Ottó N Þorláksson VE 5 lenti í smávegis havarí á miðunum í dag og kom Bergey VE 544 til aðstoðar. Hólmgeir Austfjörð skipverji á Ottó sendi mér þessar myndir sem og fleiri sem má skoða hér.

Kallarnir á Ottó lýsa þessu svo á Fésbókarsíðu þeirra:

Síðustu dagar um borð í Ottó hafa verið viðburðaríkir, svo ekki sé nú meira sagt. Þetta er túr nr 13 eins og kom fram í færslunni þegar við lögðum úr höfn siðastliðinn föstudag. Það hefur reyndar fiskast ljómandi vel, svona fyrir utan siðustu klukkutimana aður en aðalvelin byrjaði að hiksta, við hifðum i skyndi til að ná trollinu inn ef vera kynni að vélin myndi drepa á sér. Lagt var af stað og veiðum hætt eftir að trollið var komið um borð, öll viðvörunarljós og hljóð létu til sin taka??

Svo kom að þvi, vélin drap á sér... Skömmu seinna var hun komin aftur i gang en þo með herkjum. Akveðið var að taka stefnuna heim til eyja og eftir sma siglingu þa drap velin aftur á sér. Þá voru góð ráð dýr og haft var samband við Bergey VE sem var i tæplega 30 milna fjarlægð. Upp úr hádegi var Bergey komin að okkur og skutu þeir taug yfir sem var siðan vel fest og sigling hófst í átt til Eskifjarðar.

Þegar um það bil 30 min voru eftir til Eskifjarðar var velstjorinn búinn að laga vandamálið svo hægt væri að sleppa tauginni og sigla fyrir eigin vélarafli heim á leið. 

Nokkur önnur vandamal hafa komið upp en þau verða löguð i landi.

Við þökkum útgerð og áhöfn Bergeyjar VE kærlega fyrir aðstoðina, eða eins og maðurinn sagði... Ottó þakkar Bergey fyrir dráttinn ??????

Heyrst hefur að nokkrir áhafnarmeðlimir séu nú þegar búnir að biðja um frí í túr númer 13 á næsta ári.

 

2744. Bergey VE 544 kemur að Ottó N Þorlákssyni VE 5 í dag. © H.A.

 

2744. Bergey VE 544. © Hólmgeir Austfjörð 2018.

 

Bergey VE tekur Ottó N í tog. © Hólmgeir Austfjörð.

 

Bergey VE tekur Ottó N Þorláksson í tog í dag. © Hólmgeir Austfjörð 2018.

 

 

Flettingar í dag: 538
Gestir í dag: 91
Flettingar í gær: 694
Gestir í gær: 121
Samtals flettingar: 9394463
Samtals gestir: 2007272
Tölur uppfærðar: 6.12.2019 15:00:33
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is