Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

28.10.2018 09:12

Röst SK 7

Röstin frá Sauðárkróki á toginu fyrir allöngu síðan.

Röst hét upphaflega Sóley ÍS 225 frá Flateyri og kom ný til heimahafnar í lok maímánaðar 1966.

Morgunblaðið sagði svo frá 1. júní 1966:

Síðasta föstudagskvöld fögnuðu Örnfirðimgar nýju og glæsilegu fiskiskipi. Skip þetta heitir Sóley, ÍS 225 og er 245

brúttórúttólestir. Eigandi skipsins er Hjallanes hf. Flateyri en aðaleigandi þess er Kaupfélag Önfirðinga.

Skipið er búið Wichmann-vél 600 hö. Hjálparvéiar eru tvær af M.W.M. gerð og knýr hvor þeirra riðstraumsraf að stærð 31,5 kw.

Það sem vekur sérstaka athygli í þessu skipi er ný gerð og kraftblökk sem er norsk og heitir Hov/Notringvinsj, 8 tonna. Skipið er búið öllum nýjustu siglinga-

og fiskileitartækjum. Þá er það nýjung að kortaklefi er staðsettur bakborðsmegin fyrir aftan stýrishús, sem gefur meina rými fyrir blökkina og

nótina á bátalþilfari.

Teikningar og fyrirkomlag á innréttingu skipsins gerði Ágúst G. Sigurðsson skipatæknifræðingur, en teikningin af skipinu er norsk. Skipið gekk í reynsluför

12,4 sjómílur. Skipstjóri er Ari Kristjánsson frá Hafnarfirði og sigldi hann skipinu heim.

Skipinu var hleypt af stokkunum 7. maí sl. hjá Lindstöls skipasmíðastöðinni í Risör í Noregi.

Skipinu var vel fagnað hér og fór héðan til síldveiða á hvítasunnunni.

 

1009. Röst SK 17 ex Kristbjörg ÞH. © Olgeir Sigurðsson.

 

Flettingar í dag: 309
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 1100
Gestir í gær: 132
Samtals flettingar: 9396050
Samtals gestir: 2007482
Tölur uppfærðar: 8.12.2019 07:36:14
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is