Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

21.10.2018 12:05

Darri EA 32

Held ég hafi ekki birt þessa mynd áður en hún sýnir Darra EA 32 við bryggju á Dalvík í marsmánuði árið 2007.

Báturinn var smíðaður á Neskaupsstað 1972 fyrir Hafölduna h/f á Eskifirði. Hann hét Hafalda SU 155 en 1974 var hann seldur suður í Garð og fékk hann þá nafnið sem hann bar lengst af, Þorkell Árnason GK 21.

Eigendur vorur Þórhallur og Ægir Frímannssynir, síðar Þorkell Árnason ehf.

Hann var keyptur til Dalvíkur af Dalorku ehf. snemma árs 2007 en seldur aftur suður í Garð um ári síðar. Þar fékk hann nafnið Ásta GK 262 í eigu Hafkletta ehf. og síðar Nesfisks ehf.

Kominn í núllflokk á Fiskistofu 1. september 2014. Seldur úr landi ef ég man rétt.

1231. Darri EA 32 ex Þorkell Árnason GK. © Hafþór Hreiðarsson 2007.
Flettingar í dag: 538
Gestir í dag: 91
Flettingar í gær: 694
Gestir í gær: 121
Samtals flettingar: 9394463
Samtals gestir: 2007272
Tölur uppfærðar: 6.12.2019 15:00:33
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is