Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

11.09.2018 21:52

Hersir RE 162

Þessa mynd fékk ég senda með spurningu um hvort ég vissi um hvaða bátur þetta sé á myndinni. Eftir bollaleggingar við Hauk Sigtrygg og uppflettingu í Íslensk skip erum við á því að þetta sé Hersir RE 162.

Hersir var smíðaður árið 1915,  hann var 12 brl. að stærð smíðaður úr eik og furu.  Vél 22 ha. Tuxham. Báturinn var smíðaður fyrir Jón Halldórsson, Reykjavík.

Hersir fórst í róðri 21. janúar 1919 með fimm manna áhöfn. 

Hersir RE 162. Aðsend mynd - Ljósmyndari óþekktur.
Flettingar í dag: 1606
Gestir í dag: 548
Flettingar í gær: 1954
Gestir í gær: 540
Samtals flettingar: 8682156
Samtals gestir: 1910422
Tölur uppfærðar: 26.9.2018 11:22:44
 










Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is