Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

06.07.2018 17:25

Sjávarborg GK 60

Sjávarborg GK 60 kemur að landi í Reykjavík um árið með loðnufarm.  Skrokkur skipsins var smíðaður í Póllandi en skipið fullklárað á Íslandi og afhent frá Slippstöðinni í janúar 1981. Kaupandinn var  Sjávarborg hf. í Sandgerði.

Í Víkurfréttum sagði frá kaupum á Sjávarborginni GK og Sigurpáli GK 375 til Sandgerðis þann 28. janúar 1982:

Nú í upphafi vertíðar bætast tveir stálbátar í flota Sandgerðinga. Er annars vegar um að ræða kaup á fyrsta skuttogara íslendinga og hins vegar Flakkaranum svonefnda. margumræddi, sem raunar hefur á pappírum heitið Þórunn hyrna, og Slippstöðin á Akureyri hefur átt á lager um nokkurn tíma, hefur eins og fram kom í síðasta blaði verið seldur Sjávarborg hf. i Sandgerði. Hefur skipið nú fengið nafnið Sjávarborg GK 60 og fer væntanlega til netaveiða á næstu dögum. 

En hvers vegna hefur skipið gengið undir nafninu Flakkarinn? Ástæðan er sú að skrokkur skipsins var smíðaður í Póllandi fyrir Svía. Þaðan fór hann til Danmerkur, þar sem átti að innrétta hann og útbúa til veiða. Það varð ekki úr og Slippstöðin festi kaup á skrokknum. Frá Danmörku var hann dreginn til Akraness þar sem hann var lengdur. 

Til Akureyrar kom hann 1978 og var unnið við skipið þegar önnur verkefni voru ekki fyrir hendi. Dróst smíðin því á langinn og var skipið því tíðum á flakki milli viðlegukanta á Akureyri. Margir sýndu áhuga á að kaupa skipið eftir að smíði lauk, en samningar gengu ekki fyrr en nú. 

Sjávarborg er 450 lesta stálskip og mjög vel búið tækjum, m.a. með 1800ha Wichmannvél. 

Sigurpáll GK er skip sem Rafn hf. hefur keypt til Sandgeröis. Skipið er 200 lesta stálskip smiðað í Noregi 1964 og er í raun fyrsti skuttogari íslendinga og hét í upphafi Siglfirðingur Sl.

Skip þetta var i eigu Hreiðars Bjarnasonar o.fl. í Njarðvik fyrir nokkrum árum og hét þá Bjarni Ásmundar ÞH.

Sjávarborg GK 60 var seld til Svíþjóðar 1993 eftir að útgerð þess missti það á nauðungaruppboði.

1586. Sjávarborg GK 60 ex Þórunn Hyrna EA. © Hafþór Hreiðarsson.
Flettingar í dag: 1551
Gestir í dag: 248
Flettingar í gær: 1056
Gestir í gær: 221
Samtals flettingar: 9114445
Samtals gestir: 1975197
Tölur uppfærðar: 23.4.2019 20:55:30
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is