Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

12.06.2018 23:39

Kristbjörg ÁR 11

Jón Steinar sendi drónann á loft í gær og tók m.a þessar myndir af dragnótabátnum Kristbjörgu ÁR 11 koma til hafnar í Grindavík.

Upphaflega hét báturinn Langanes ÞH 321, smíðaður á Seyðisfirði 1976.

Í Tímanum 29. júlí 1976 sagði svo frá fyrirhuguðum rækjuveiðum Langanesins:

Fyrsta skipið með útbúnað til rækjuvinnslu um borð

Við munum hefja rækjuleit fyrir Austurlandi og vestur af Melrakkasléttu fljótlega, sagði Bjarni Aðalgeirsson, forstjóri Langaness hf. á Þórshöfn, en um næstu helgi verður hið nýja 100 tonna skip, Langanes, afhent eigendum sínum. Skipið verður útbúið fullkomnum tækjum, sem m.a. miðast við að heilfrysta rækju í skel og er hún þá tilbúin til útflutnings. Tilraunaveiðarnar eru gerðar á vegum Hafrannsóknastofnunar, og mun Langanes taka við af Sólborgu, sem er nýhætt rækjuleit á fyrrnefndum slóðum.

Forsendan fyrir þvi að heilfrysta rækjuna í skel er, að finna stóra rækju, helzt ekki yfir 140 stk. í kg, sagði Bjarni Aðalgeirsson. Hins vegar munum við í þessari rækjuleit á vegum Hafrannsóknastofnunar, ekki fullvinna rækjuna um borð, heldur landa aflanum á um þriggja sólarhringa fresti, þar sem við höfum ekki fengið hraðfrystibúnaðinn um borð í skipið enn.

Í skipinu verða frystilestir, flokkunarvél og suðupottur, sem þegar eru til staðar, en hraðfrystibúnaðurinn verður settur í seinna.

Bjarni sagði að ákveðið væri að þeir myndu leita rækju fyrir Austurlandi og vestur af Melrakkasléttu og gæti svæðið jafnvel orðið víðtækara. Við erum nokkuð bjartsýnir á að þetta takist, sagði hann, jafnvel þó þetta svæði sé að miklu leyti ókannað. Ekki kvað hann ákveðið hvar aflanum yrði landað, en talað hefði verið um Kópasker eða Dalvík eða jafnvel fyrir austan land, það yrði ákveðið þegar að því kæmi.

Langanes, sem er 100 tonn að stærð, er smíðað hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar, og þar voru einnig allar vélar settar í skipið.

1458. Kristbjörg ÁR 11 ex Gulltoppur GK. © Jón Steinar 2018.

 

1458. Kristbjörg ÁR 11 ex Gulltoppur GK. © Jón Steinar 2018.

 

 

Flettingar í dag: 107
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 1189
Gestir í gær: 157
Samtals flettingar: 9143730
Samtals gestir: 1979725
Tölur uppfærðar: 20.5.2019 01:14:05
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is