Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

15.03.2018 16:32

Þorsteinn

Þessa flottu mynd af Þorsteini ÞH 115 tók Guðmundur St. Valdimarsson í gær.

Þetta skrifaði ég hér á síðuna 1. apríl 2007: 

Báturinn hefur heitið Þorsteinn alla tíð, eða allt frá því að hann var byggður árið 1946 fyrir Aðalstein Loftsson á Dalvík. Þorsteinn EA 15 var sænsk smíði, 50 brl. að stærð.  1956 var hann seldur Hraðfrystihúsi Þórkötlustaða h/f í Grindavík og fékk einkennisstafina GK 15 en hélt sama nafni. 1960 kaupir Önundur Kristjánsson í Vestmannaeyjum bátinn ásamt Jóni Einarssyni á Raufarhöfn bátinn. 1973 er Önundur, þá á Raufarhöfn, einn skráður eigandi bátsins sem hefur alla tíð haldið Þorsteinsnafninu og einkennisstöfunum GK 15. Í dag er Önundur ehf. skráður eigandi bátsins.

Árið 2013 fékk Þorsteinn skráninguna ÞH 115 og undanfarnar vertíðir hefur hann róið frá Njarðvík.

926. Þorsteinn ÞH 115 ex GK 15. © Guðmundur St. Valdimarsson 2018.
Flettingar í dag: 1277
Gestir í dag: 92
Flettingar í gær: 1349
Gestir í gær: 177
Samtals flettingar: 8903269
Samtals gestir: 1950427
Tölur uppfærðar: 13.12.2018 09:27:19
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is