Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

12.03.2018 17:01

Jóna Eðvalds

Þessi mynd sýnir Jónu Eðvalds SF 20 í slipp á Akureyri, sennilega árið 2000.

Í þriðja tölublaði Ægis 1995 segir m.a :
 

20. janúar s.l. bœttist nýtt fiskiskip í flota Hornfirðinga, en þann dag kom Jóna Eðvalds SF 20 í fyrsta sinn til heimahafnar.

Skip þetta, sem áður hét Vigilant, og er keypt frá Skotlandi, er smíðað árið 1980 hjá SIMEK (Sigbjörn Iversen A/S Mek. Verksted-Skipsbyggeri)

í Flekkefjord í Noregi, smíðanúmer 57 hjá stöðinni.

Jóna Eðvalds SF er í eigu Skinneyjar h.f, Höfn í Hornafirði. Skipstjóri á skipinu er Ingólfur Ásgrímsson og yfirvélstjóri Sverrir Þórhallsson.

Framkvœmdastjóri útgerðar er Ásgrímur Halldórsson.

 

Í Morgunblaðinu 14. maí 1998 segir frá breytingum sem skipið fór í Póllandi:

 

Nótaskipið Jóna Eðvalds SF 20 kom heim frá Póllandi á laugardag, eftir endurbætur sem þar voru unnar.

Skipið var lengt um 10 metra og tvöfaldst burðargeta þess, var áður 420 tonn en verður 840 tonn samkvæmt útreikningum. 

RSV sjókælikerfi var um borð sem nýtist fyrir heildina, þótt afkastageta þess minnki við stækkun rýmis.

Settur var nýr krani á dekk ásamt skilju, auk þess sem sett voru þrjú ný botnstykki fyrir strauhraða og fiskileitartæki. 

Skipt var um stýri og sett flappsastýri sem gerir skipið liprara en það var jafnvel áður en lengt var, að sögn skipstjórans Ingólfs Ásgrímssonar og fór Jóna vel með sig á heimleiðinni.

 

Jóna Eðvalds SF 20 var seld úr landi árið 2003. Fékk nafnið Orion og var skráð í Agadir í Marakkó. Að sögn Óskars Franz drabbaðist skipið þar niður og var á endanum dregin út á haf og sökkt 06.02.2016.

Jóna Eðvalds SF 20 ex Vigilant. © Hreiðar Olgeirsson 2000.
Flettingar í dag: 1277
Gestir í dag: 92
Flettingar í gær: 1349
Gestir í gær: 177
Samtals flettingar: 8903269
Samtals gestir: 1950427
Tölur uppfærðar: 13.12.2018 09:27:19
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is