Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

10.01.2018 21:13

Dagfari

Dagfari GK 70 á loðnumiðunum. Þessa mynd tók Baldur Sigurgeirsson að mig minnir en ef svo er ekki var það Svafar vinur hans Gestsson. Þeir eru saman í umslagi hjá mér vélameistarnir. Þ.e.a.s myndir frá þeim.

Dagfari var smíðaður fyrir Barðann hf. á Húsavík í Boizenburg 1967 og ég held að saga hans hafi komið oft og mörgu sinnum hér á síðunni.

Frá komu hans til Húsavíkur sagði svo frá í Verkamanninum þann 19. maí 1967:

Nýi Dagfari kom til Húsavíkur aðfaranótt 17. þ. m. Þetta er glæsilegt 268 tonna veiðiskip,sem útgerðarfélagið Barðinn á, stoðir þess félags eru bræðurnir Stefán og Þór Péturssynir.

Dagfari er smíðaður í Austur-Þýzkalandi og er systurskip Náttfara, sem kom til landsins á sl.vetri.

Verkamaðurinn óskar eigendum, skipshöfn og byggðalagi til,hamingju með þetta glæsilega atvinnutæki.

Á myndinni sem er tekin tæpum 30 árum síðar má sjá að búið er að lengja, yfirbyggja og skipta um brú á bátnum sem hét Stokksey ÁR 40 síðustu árin en hann fór í brotajátn árið 2005.

1037. Dagfari GK 70 ex ÞH. © Baldur Sigurgeirsson 1995.

 

 

Flettingar í dag: 2149
Gestir í dag: 691
Flettingar í gær: 4476
Gestir í gær: 1913
Samtals flettingar: 8763180
Samtals gestir: 1929657
Tölur uppfærðar: 20.10.2018 13:47:43
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is