Gissur"/>

 

Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

10.01.2018 20:37

Gissur

Rækjutogarinn Gissur ÁR 6 kemur hér á mynd Olgeirs Sigurðssonar, sem var skipstjóri á Geira Péturs ÞH 344 sem einnig var rækjutogari, þegar hann tók myndina.

Í 8. tbl. Ægis 1987 sagði m.a: 

Nýtt fiskiskip bættist í fiskiskipastólinn 18. mars s.I., er Þorgeir & Ellert h.f., Akranesi, afhenti m/s Gissur ÁR 6 sem er nýsmíði stöðvarinnar nr. 37. Skip þetta er smíðað sem skuttogari og er sérstaklega búið til rækjuveiða með frystingu um borð.

Skipið er hannað í samvinnu milli skipasmíðastöðvar Þorgeirs & Ellerts h.f., og Slippstöðvarinnar h.f., í framhaldi af „Samstarfsverkefni um hönnun og raðsmíði fiskiskipa", sem Félag Dráttarbrauta og Skipasmiðja stóð fyrir á árunum 1980-81. Hafnarey SU, smíðað hjá Þorgeir & Ellert h.f, var fyrsta skipið sem afhent var í hinu svonefnda raðsmíðaverkefni stærstu stöðvanna, afhent f mars '83, Oddeyrin EA (afhent í des. '86) var annað skipið, og Nökkvi HU (afhentur í febr. '87) hið þriðja í röðinni, en bæði þessi skip voru smíðuð hjá Slippstöðinni h.f.

Gissur ÁR er smíðaður eftir sömu frumteikningu og Oddeyrin og Nökkvi, en er 3.0 m lengri (smíðalengd), og 6.6 m lengri en frumútgáfan, Hafnarey SU. Ýmiss frávik eru í fyrirkomulagi og búnaði frá því sem er í tveimur fyrrnefndu skipunum, sem einnig eru sérstaklega útbúin til rækjuveiða.

Eigandi skipsins er Ljósavík s.f., Þorlákshötn, aðaleigendur þess eru Unnþór Halldórsson Guðmundur Baldursson. Skipstjóri á skipinu er Guðmundur Guðfinnsson og yfirvélstjóri Jón Gunnsteinsson. 

 

Gisssur hét síðar Flatey ÞH 383 en heitir í dag Brynjólfur VE 3.

 

1752. Gissur ÁR 6. © Olgeir Sigurðsson 1994.
Flettingar í dag: 2149
Gestir í dag: 691
Flettingar í gær: 4476
Gestir í gær: 1913
Samtals flettingar: 8763180
Samtals gestir: 1929657
Tölur uppfærðar: 20.10.2018 13:47:43
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is