Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

16.12.2017 10:52

Járngerður

Hér kemur mynd Þorgríms Alla af Járngerði GK 477 láta úr höfn í Grindavík. Járngerður hét upphaflega Björgúlfur EA 312 og var einn af a-þýsku tappatogurunum.

Björgúlfur var smíðaður 1959 og eignaðist Útgerðarfélag Dalvíkur hf. skipið í maímánuði 1960. Í nóvember 193 var það selt Hópsnesi hf. í Grindavík og fékk nafnið Járngerður.

Járngerður sökk 16.  febrúar 1975 út af Jökulsá á Breiðamerkursandi en hún var á loðnuveiðum, áhöfnin 13 manns, bjargaðist um borð í Þorstein RE 303.

 

Í Vísi þann 17. febrúar 1975 sagði svo frá:

JÁRNGERÐUR FANNST SOKKIN í MORGUN

Liggur skammt vestan Jökulsár á Breiðamerkursandi Járngerður GK 477 fannst í morgun sokkin um 3-400 metra undan landi, sem næst tvær mílur vestan ósa Jökulsár á Breiðamerkursandi. 

Það var björgunarskipið Goðinn, sem fann Járngerði.

Skipið var eitt af „tappatogurunum" svonefndu, sem smíðaðir voru 12 talsins í Stralsund i Austur-Þýzkalandi árið 1958 230 brúttólestir að stærð samkvæmt Skipaskrá Siglingamálastofnunarinnar.

Talið er, að Járngerður hafi fengið á sig brotsjó i vonzkuveðri á sjötta tímanum i gærkvöldi, en var þá á leið austur með landinu og var nokkru vestan við Jökulsárósa. Skipið hafði tilkynnt

180 tonna loðnuafla. Járngerður lagðist snögglega á hliðina, og ekki var um annað að ræða en að yfirgefa hana þegar í stað. Skipverjar, 13 talsins, komust i gúmbát og yfir í Þorstein RE, sem var þar nærstaddur. Þrátt fyrir mikla veðurhæð gekk það áfallalaust. Þorsteinn RE kom til Seyðisfjarðar um fimmleytið i nótt og var ætlunin, að skipbrotsmenn kæmust suður í dag.

Útgerðarfélagið, Hópsnes hf. og Samvinnutryggingar báðu Björgunarsveit Slysavarnafélags Íslands á Höfn i Hornafirði að huga að skipinu við Jökulsárósa, með það fyrir augum að reyna að bjarga þvi, ef það ræki upp. Björgunarsveitarmenn héldu á staðinn i gærkvöldi en sáu ekkert fyrir nætursorta og stórbrimi. Þeir héldu þá til Fagurhólsmýrar en ætluðu að fara aftur að ósunum með morgninum. 

Sambandslaust var við Fagurhólsmýri i morgun, en loftskeytastöðin á Höfn fékk svo á tíunda tímanum þær fréttir frá Goðanum, að Járngerður væri fundin.

                 

26. Járngerður GK 477 ex Björgúlfur EA. © Þorgrímur Aðalgeirsson.

 

 

Flettingar í dag: 2149
Gestir í dag: 691
Flettingar í gær: 4476
Gestir í gær: 1913
Samtals flettingar: 8763180
Samtals gestir: 1929657
Tölur uppfærðar: 20.10.2018 13:47:43
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is