Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

05.12.2017 07:37

Stormur

Nú fer að sjá fyrir endann á breytingum á línuskipinu Stormi HF 294 sem farið hafa fram í Gdansk í Póllandi sl. tvö ár. Það hafði verið til sölu í mörg ár þegar Stormur Seafood keypti það loks árið 2015 í Kanada og lét draga það til Póllands. Verkefnið er á allan hátt merkilegt eins og kemur fram í frétt Fiskirétta sl. föstudag. Fyrir það fyrsta var sett met í lengingu íslensks skips og í annan stað verður skipið rafknúið og með pláss í lest fyrir allt að 400 tonn af frystum afurðum.

Árið 2005 hófst smíði á skipi á Nýfundnalandi sem átti að átti að gera þaðan út á rækju og grálúðunet. Skipið féll inn í ákveðna reglugerð sem var í gildi þar í landi og var 25 metrar á lengd og 9,20 metrar á breidd. Til stóð að skrá hann í þessari lengd en síðan að lengja hann. Smíðin var fjármögnuð af Landsbankanum og í hruninu komst það í eigu þrotabús bankans. Þá hafði verð lokið við um 80% af smíði skipsins. Það hafði verið til sölu í mörg ár þegar Stormur Seafood keypti það loks árið 2015.

„Við komumst að þeirri niðurstöðu að þetta væri fyrirtaks skip til að breyta. Skipið var nýtt og ónotað. Við sömdum við Landsbankann og fengum það á ágætu verði,“ segir Steindór Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri Storms Seafood í viðtali við Fiskifréttir sem lesa má hér.

2926. Stormur HF 294. © útgerð 2017. 

 

Stormur nýkominn til Póllands og hafði vinnuheitið Lurkurinn.
Flettingar í dag: 1606
Gestir í dag: 548
Flettingar í gær: 1954
Gestir í gær: 540
Samtals flettingar: 8682156
Samtals gestir: 1910422
Tölur uppfærðar: 26.9.2018 11:22:44
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is