Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

23.11.2017 20:31

Siglir

Frystitogarinn Siglir SI 250 kemur hér að bryggju í Reykjavík um árið.

í 12. tbl. Ægis 1995 sagði m.a um feril skipsins:

Skipið, sem hét í upphafi Scombrus, er smíðað árið 1975 í Vestur- Þýskalandi hjá Rickmers Rhederei GmbH, Rickmers Werft í Bremerhaven, smíðanúmer 385 hjá stöðinni, og er síðasti verksmiðjutogarinn sem stöðin smíðaði og tilheyrir svokallaðri þriðu kynslóð verksmiðjutogara. Á tuttugu ára tímabili, frá 1957 til 1976, smíðaði stöðin um og yfir 40 skut- og verksmiðjutogara. Scombrus var eini togarinn sem smíðaður var eftir þessari teikningu. Þess má geta að ísfisktogarinn Karlsefni RE (1253), sem keyptur var til landsins árið 1972, var smíðaður hjá stöðinni.

Scombrus var smíðaður fyrir FMS "Scombrus" Fischfang GmbH & Co (meðlimur í Pickenpack Group), Hamborg í Vestur-Þýskalandi, en árið 1986 kaupir National Sea Products Ltd. í Halifax, Kanada, skipið og fær það þá nafnið Cape North. í febrúar 1994 kaupir Siglfirðingur hf. á Siglufirði skipið og fær það þá nafnið Siglir og í febrúar 1995 fær skipið íslenskt skrásetningarskírteini og verður Siglir SI 250, skipaskrárnúmer 2236. 

Eftir að skipið kemur til landsins eru gerðar ákveðnar breytingar á vinnslu- og frystibúnaði o.fl., m.a. bætt við tveimur plötufrystum. 

 

Hvað skipið heitir í dag eða hvort það er yfirleitt til veit ég ekki en árið 2014 hét það Polyarniy og var skráð í Rússlandi.

 

2236. Siglir SI 250 ex Cape North. © Hafþór Hreiðarsson.
Flettingar í dag: 729
Gestir í dag: 211
Flettingar í gær: 4807
Gestir í gær: 2033
Samtals flettingar: 7760563
Samtals gestir: 1558595
Tölur uppfærðar: 13.12.2017 05:26:45
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is