Stálvík"/>

 

Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

15.10.2017 11:03

Stálvík

Hér er Stálvík SI 1 við bryggju á Siglufirði en hún var smíðuð hjá Stálvík hf. í Garðahreppi 1973. Hún var fyrsti skuttogarinn sem var smíðaður á Íslandi og var í eigu Þormóðs ramma hf. á Siglufirði.

Í frétt í Degi frá 19. september 1973 segir svo frá heimkomu Stálvíkur:

Togarinn Stálvík, sá fyrsti sem smíðaður er hér á landi, kom til heimahafnar, Siglufjarðar, fánum skrýddur á sunnudaginn og var tekið á móti honum og áhöfninni með viðhöfn. Hlutafélagið Þormóður rammi er eigandi skipsins, skipstjóri er Hjalti Björnsson. Skipið fór á veiðar í gær. Togarinn var smíðaður í Stálvík hf. í Garðahreppi, 314 lestir. Kostnaðarverð við smíði skipsins varð 148,8 millj. kr.

Stálvík bar sama nafn alla tíð og var í eigu Þormóðs ramma hf. og síðan Þormóðs ramma-Sæbergs hf. eftir að fyrirtækin sameinuðust. Stálvík var upphaflega 314 brl. að stærð en eftir lengingu um 6 metra 1986 mældist hún 364 brl.

Stálvík var seld til Danmerkur í brotajárn árið 2005 en henni hafði verið lagt haustið 2004. 

1326. Stálvík SI 1. © Hafþór Hreiðarsson.

 

Flettingar í dag: 2149
Gestir í dag: 691
Flettingar í gær: 4476
Gestir í gær: 1913
Samtals flettingar: 8763180
Samtals gestir: 1929657
Tölur uppfærðar: 20.10.2018 13:47:43
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is