Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

08.10.2017 10:51

Brettingur

Brettingur NS 50 á toginu en hann var einn Japanstogaranna svokölluðu sem smíðaðir voru fyrir Íslendinga í Japan á sínum tíma. Þeir voru smíðaðir á tveimur stöðum í Japan, sex þeirra í Muroran og fjórir í Niigata. Brettingur var smíðaður í Niigata og kom til heimahafnar á Vopnafirði í marsmánuði 1973.

Í frétt Morgublaðsins sagði svo frá:

Í DAG sigldi nýr skuttogari inn til Vopnafjarðar fánum skrýddur. 
Skipið er Brettingur NS 50,eign útgerðarfélagsins Tanga hf.
á Vopnafirði.
Brettingur er 490 smálesta skuttogari smíðaður í Japan. 
Skipið er 46 metrar á lengd og 9 1/2 metri á breidd.
Skipstjóri á Brettingi er Tryggvi Gunnarsson, fyrsti stýrimaður 
Sverrir Guðlaugsson og fyrsti vélstjóri Hermann Friðfinnisson. 
Tangi hf. átti áður Bretting og Kristján Valgeir, en seldi skipin 
til þess að komast yfir þennan nýja skuttogara. 
Framkvæmdastjóri Tanga hf.er Sigurjón Þorbergsson, en aðaleigandi 
Vopnafjarðarhreppur. Skipið fer á togveiðar eftir nokkra daga.
1279. Brettingur NS 50. © Sigtryggur Georgsson.
Flettingar í dag: 1113
Gestir í dag: 111
Flettingar í gær: 3581
Gestir í gær: 1229
Samtals flettingar: 8423546
Samtals gestir: 1823696
Tölur uppfærðar: 22.6.2018 07:04:15
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is