Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

07.10.2017 17:24

Björgvin

Björgvin EA 311 á toginu. Þessi Björgvin var smíðaður í Flekkefjord og afhentur Útgerðarfélagi Dalvíkinga hf. í janúar 1974. Kom til heimahafnar í fyrsta skipti laugardaginn 19. janúar samkvæmt frétt í Degi þann 24. janúar. Togarinn var seldur til Noregs þegar núverandi Björgvin EA 311, einnig smíðaður í Flekkefjord, kom í flotann 1988. 

19. janúar s.l. kom skuttogarinn Björgvin EA 311 til heimahafnar 
sinnar,Dalvíkur. Skipið er nr. 5 af 6 skuttogurum, sem Flekkefjord 
Slipp og Maskinfabrikk í Noregi smíðar fyrir íslendinga,
og er nýsmíði stöðvarinnar nr. 114.
Þeir skuttogarar, sem stöðin hefur afhent áður, auk Björgvins EA, 
eru Júlíus Geirmundsson ÍS, Guðbjartur ÍS,Bessi ÍS og 
Framnes I ÍS,og voru þeir afhentir í ofangreindri röð. 
Eigandi Björgvins EA er Útgerðarfélag Dalvíkinga h.f.

Þetta er úr Ægi og sjötti togarinn var Guðbjörg ÍS 46 sem kom til Ísafjarðar 20. mars 1094.

 

1355. Björgvin EA 311. © Sigtryggur Georgsson.
Flettingar í dag: 1113
Gestir í dag: 111
Flettingar í gær: 3581
Gestir í gær: 1229
Samtals flettingar: 8423546
Samtals gestir: 1823696
Tölur uppfærðar: 22.6.2018 07:04:15
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is