Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

21.08.2018 16:42

Ottó N á landleið

Hólmgeir Austfjörð skipverji á skuttogaranum Ottó N Þorlákssyni VE 5 tók þessa mynd áðan um borð í togaranum sem er á landleið í blíðskaparveðri.

1578. Ottó N Þorláksson VE 5 ex RE. © Hólmgeir Austfjörð.
 

20.08.2018 20:49

Láki II

Tók þessa mynd á Hólmavík fyrir skömmu og sýnir hún hvalaskoðunarbátinn Láka II leggja upp í ferð út á Steingrímsfjörðinn.

Láki II var smíðaður í Noregi árið 1978 en keyptur hingað til lands árið 2007.

2738. Láki II ex Brimrún. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

20.08.2018 20:14

Áskell EA 749

Jón Steinar tók þessa mynd í gær þegar togbáturinn Áskell EA 749 kom til hafnar í Grindavík eftir túr á Vestfjarðarmið.

2749. Áskell EA 749 ex Helga RE. © Jón Steinar 2018.

19.08.2018 19:34

Elín ÞH 82

Strandveiðibáturinn Elín ÞH 82 frá Grenivík kemur hér að landi á Skagaströnd í sl. viku.

Upphaflega Inga Hrund ÁR 388, smíðaður hjá Trefjum árið 2000. Lengdur 2004.

Elín ÞH 82 ehf. er eigandi og útgerðaraðili bátsins.

2392. Elín ÞH 82 ex Særós GK. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

18.08.2018 12:20

Herja ST 166, aflahæsti makrílveiðibáturinn

Á vef Landsambands smábátaeigenda segir 37 smábátar hafa hafið makrílveiðar.  Aflinn var kominn yfir þúsund tonn, 1.062 tonn þegar löndunartölur voru skoðaðar í gærmorgun.

"Veiðisvæðin eru þau sömu og undanfarin ár, við Reykjanes, Snæfellsnes og í Steingrímsfirði. Herja ST er aflahæst með 105 tonn.  Aflinn hefur fengist á Steingrímsfirði og verið landað á Hólmavík.  Mestu hefur verið landað í Keflavík 765 tonnum.

Að sögn sjómanna er makríllinn brellinn, stundum gýs upp veiði og bátarnir fylla sig á örskömmum tíma þess á milli sem menn verða ekki varir klukkutímunum saman". Segir í fréttinni.

 

Þegar ég átti leið um Hólmavík fyrir viku var Herja ST 166 að veiðum við hafnarkjaftinn og tók ég þessar myndir þá. 

2806. Herja ST 166. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

2806. Herja ST 166. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

2806. Herja ST 166. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

2806. Herja ST 166. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

18.08.2018 09:54

Sirrý ÍS 36

Skuttogarinn Sirrý ÍS 36 frá Bolungarvík liggur hér nýskveraður við bryggju í Reykjavík. Myndina tók Maggi Jóns um síðustu helgi.

Sirrý ÍS 36 er um 700 tonn að stærð, 45 metra langt og 10 metrar á breidd, smíðuð á Spáni árið 1998.

Jakob Valgeir ehf. keypti skipið af norska fyrirtækinu Havfisk á haustmánuðum 2015 og kom það til heimahafnar í Bolungarvík 26. janúar 2016.

2919. Sirrý ÍS 36 ex Stamsund. © Magnús Jónsson 2018.

18.08.2018 09:42

Polar Amaroq og Polar Nanoq

Polarskipin grænlensku Amaroq og Nanoq mætast í Hafnarfjarðarhöfn um síðustu helgi. Maggi Jóns sendi mér þessa mynd.

Polar Amaroq GR 18-49 og Polar Nanoq GR 15-203. © Maggi Jóns 2018.

18.08.2018 08:52

Straumur ST 65

Straumur ST 65 stundar makrílveiðar þessa dagana og tók ég þessa mynd af honum við Drangsnes þangað sem hann komtil að taka ís.

Straumur var smíðaður hjá Samtak í Hafnarfirði árið 2002 og hét upphaflega Kristinn SH 112. Síðar Júlíus Pálsson SH 112 og því næst Stakkhamar SH 220.

Lovísa ehf. á Hólmavík keypti bátinn sem kom til nýrrar heimahfnar 2. apríl 2015. Þá fékk báturinn núverandi nafn, Straumur ST 65. 

 

2560. Straumur ST 65 ex Stakkhamar SH. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

17.08.2018 14:46

Norma Mary H 110

Eiríkur Sigurðsson sendi mér þessa mynd af Normu Mary H 110 sem hann tók í gær. Í baksýn er Merike EK 1802.

Norma Mary er í eigu Onward Fishing Ltd., dótturfélags Samherja í Bretlandi, og er með heimahöfn í Hull. Áður hét skipið Friðborg og var gert út frá Færeyjum. Smíðað 1989 og upphaflega Ocean Castle og síðan Napoleon en verður Friðborg 2006.

2010 fær skipið núverandi nafn og var það síðar lengt um tæpa 14 metra í Póllandi.

2DFR3. Norma Mary H 110 ex Friðborg. © Eiríkur Sigurðsson 2018.

16.08.2018 07:40

Maró SK 33

Strandveiðibáturinn Maró SK 33 sést hér koma að landi á Sauðárkróki fyrr í vikunni.

Maró var smíðaður hjá Seiglu á Akureyri árið 2012 og er tæpir tíu metrar að lengd. 

Eigandi og útgerðaraðili er Maró slf. 

2833. Maró SK 33. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

15.08.2018 20:14

Merike

Eiríkur Sigurðsson skipstjóri á rækjutogaranum Reval Viking sendi mér þessar myndir sem hann tók nú undir kvöld.

Þær sýna nýjasta rækjutogara fyrirtækisins Reyktal, Merike, sem áður hét Regina C og var gerð út frá Grænlandi. 

Merike var smíðaður í Danmörku árið 2002 og er 70 metrar á lengd og 15 metra breiður.

 

Í Fiskifréttum þann 3. janúar 2017 sagði frá því að samið hafði verið um smíði á nýjum rækjufrystitogara fyrir Grænlendinga sem bera mun nafnið Regina C.

"Skipið er hannað af Skipsteknisk í Noregi og verður smíðað í skipasmíðastöðinni Metalships & Docks á Spáni. Togarinn er smíðaður fyrir útgerðina Niisa Trawl í Nuuk. 

Skipið verður 80 metra langt og 17 metra breitt og er aðallega hugsað til veiða og vinnslu á rækju en einnig er gert ráð fyrir að það geti stundað veiðar á öðrum tegundum. Íbúðir eru fyrir 32 menn. Áætlað er að togarinn verði tilbúinn til afhendingar í ágúst 2018". Sagði í Fiskifréttum en frá þessu var skýrt á vefnum Fiskerforum.dk. 

Og núna er einmitt ágúst 2018.

Merike EK 1802 ex Regina C. © Eiríkur Sigurðsson 2018.

 

Merike EK 1802 ex Regina C. © Eiríkur Sigurðsson 2018.

 

15.08.2018 18:35

Simma ST 7

Strandveiðibáturinn Simma ST 7 kemur hér að bryggju á Drangsnesi sl. sunnudagskvöld að ná ís fyrir veiðiferð mánudagsins.

Eigandi og útgerðaraðili bátsins er Borg ehf. á Drangsnesi sem keypti bátinn snemma árs 2009 en þá hét hann Sunna Líf KE 71.

Simma, sem er 18,5 brúttótonn að stærð, hét upphaflega Esjar SH 75 og var smíðaður hjá Mánavör á Skagaströnd árið 1988. Lengdur árið 1990.

Hét síðar Hrólfur Ak 29, Óli Færeyingur SH 71 og því næst Sunna Líf KE 7 og KE 71 áður en hann fékk Simmunafnið.

1959. Simma ST 7 ex Sunna Líf KE. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

15.08.2018 07:31

Onni HU 36

Dragnótabáturinn Onni HU 36 kemur til hafnar á Sauðárkróki í fyrrdag en hann var að veiðum innarlega á Skagafirði. 

Onni hét upphaflega Sæþór EA 101 og var smíðaður í Hafnarfirði 1973 fyrir Snorra Snorrason á Dalvík.

1318. Onni HU 36 ex Svanur KE. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

14.08.2018 12:39

Mávur SI 76

Mávur SI 76 hét upphaflega Guðmundur á Hópi GK 204 og var smíðaður árið 2003 hjá Mótun í Njarðvík.

Hann hefur síðan heitið nokkrum nöfnum en fékk núverandi nafn þegar hann var keyptur norður í fyrra.

Myndina tók ég í gær þegar hann kom að landi á Siglufirði.

2579. Mávur SI 96 ex Korri SH. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

14.08.2018 00:01

Eskey ÓF 80

Tók þessa mynd í dag þegar línubáturinn Eskey ÓF 80 kom til hafnar á Siglufirði. Eskey var sjósett á Siglufirði í aprílmánuði 2016 en hún var smíðuð hjá Siglufjarðar-Seig fyrir Akraberg ehf. 

Skrokkur Eskeyjar var smíðaður hjá Seiglu á Akureyri og var 11 metra langur en þeir hjá Siglufjarðar-Seig lengdu hann í 15 metra og fullkláruðu. Mælist báturinn 27,2 brúttótonn að stærð. 

2905. Eskey ÓF 80. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

Flettingar í dag: 986
Gestir í dag: 224
Flettingar í gær: 2063
Gestir í gær: 236
Samtals flettingar: 9110429
Samtals gestir: 1974476
Tölur uppfærðar: 20.4.2019 21:02:46
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is