Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

16.08.2018 07:40

Maró SK 33

Strandveiðibáturinn Maró SK 33 sést hér koma að landi á Sauðárkróki fyrr í vikunni.

Maró var smíðaður hjá Seiglu á Akureyri árið 2012 og er tæpir tíu metrar að lengd. 

Eigandi og útgerðaraðili er Maró slf. 

2833. Maró SK 33. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

15.08.2018 20:14

Merike

Eiríkur Sigurðsson skipstjóri á rækjutogaranum Reval Viking sendi mér þessar myndir sem hann tók nú undir kvöld.

Þær sýna nýjasta rækjutogara fyrirtækisins Reyktal, Merike, sem áður hét Regina C og var gerð út frá Grænlandi. 

Merike var smíðaður í Danmörku árið 2002 og er 70 metrar á lengd og 15 metra breiður.

 

Í Fiskifréttum þann 3. janúar 2017 sagði frá því að samið hafði verið um smíði á nýjum rækjufrystitogara fyrir Grænlendinga sem bera mun nafnið Regina C.

"Skipið er hannað af Skipsteknisk í Noregi og verður smíðað í skipasmíðastöðinni Metalships & Docks á Spáni. Togarinn er smíðaður fyrir útgerðina Niisa Trawl í Nuuk. 

Skipið verður 80 metra langt og 17 metra breitt og er aðallega hugsað til veiða og vinnslu á rækju en einnig er gert ráð fyrir að það geti stundað veiðar á öðrum tegundum. Íbúðir eru fyrir 32 menn. Áætlað er að togarinn verði tilbúinn til afhendingar í ágúst 2018". Sagði í Fiskifréttum en frá þessu var skýrt á vefnum Fiskerforum.dk. 

Og núna er einmitt ágúst 2018.

Merike EK 1802 ex Regina C. © Eiríkur Sigurðsson 2018.

 

Merike EK 1802 ex Regina C. © Eiríkur Sigurðsson 2018.

 

15.08.2018 18:35

Simma ST 7

Strandveiðibáturinn Simma ST 7 kemur hér að bryggju á Drangsnesi sl. sunnudagskvöld að ná ís fyrir veiðiferð mánudagsins.

Eigandi og útgerðaraðili bátsins er Borg ehf. á Drangsnesi sem keypti bátinn snemma árs 2009 en þá hét hann Sunna Líf KE 71.

Simma, sem er 18,5 brúttótonn að stærð, hét upphaflega Esjar SH 75 og var smíðaður hjá Mánavör á Skagaströnd árið 1988. Lengdur árið 1990.

Hét síðar Hrólfur Ak 29, Óli Færeyingur SH 71 og því næst Sunna Líf KE 7 og KE 71 áður en hann fékk Simmunafnið.

1959. Simma ST 7 ex Sunna Líf KE. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

15.08.2018 07:31

Onni HU 36

Dragnótabáturinn Onni HU 36 kemur til hafnar á Sauðárkróki í fyrrdag en hann var að veiðum innarlega á Skagafirði. 

Onni hét upphaflega Sæþór EA 101 og var smíðaður í Hafnarfirði 1973 fyrir Snorra Snorrason á Dalvík.

1318. Onni HU 36 ex Svanur KE. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

14.08.2018 12:39

Mávur SI 76

Mávur SI 76 hét upphaflega Guðmundur á Hópi GK 204 og var smíðaður árið 2003 hjá Mótun í Njarðvík.

Hann hefur síðan heitið nokkrum nöfnum en fékk núverandi nafn þegar hann var keyptur norður í fyrra.

Myndina tók ég í gær þegar hann kom að landi á Siglufirði.

2579. Mávur SI 96 ex Korri SH. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

14.08.2018 00:01

Eskey ÓF 80

Tók þessa mynd í dag þegar línubáturinn Eskey ÓF 80 kom til hafnar á Siglufirði. Eskey var sjósett á Siglufirði í aprílmánuði 2016 en hún var smíðuð hjá Siglufjarðar-Seig fyrir Akraberg ehf. 

Skrokkur Eskeyjar var smíðaður hjá Seiglu á Akureyri og var 11 metra langur en þeir hjá Siglufjarðar-Seig lengdu hann í 15 metra og fullkláruðu. Mælist báturinn 27,2 brúttótonn að stærð. 

2905. Eskey ÓF 80. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

13.08.2018 23:21

Vilhelm Þorsteinsson EA 11

Hér siglir Vilhelm Þorsteinsson EA 11 inn Eyjafjörðinn sl. föstudag en eins og komið hefur fram í fréttum hefur skipið verið selt til Rússlands. Það verður afhent nýjum eigendum um næstu áramót en Samherji hyggst láta smíða fyrir sig nýtt uppsjávarskip. Í frétt Fiskifrétta segir Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs, að stefnt sé að því að það verði komið í rekstur árið 2020.

2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

09.08.2018 22:43

Óskar

Óskar ÞH 234 kemur hér að bryggju á Húsavík í kvöld en hann er á strandveiðum.

Óskar hét áður Arnar SH og var smíðaður í Hveragerði 1992.

2163. Óskar ÞH 234 ex Arnar SH. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

09.08.2018 21:25

Panorama

Panorama kom eina ferðina enn til Húsavíkur í dag og tók ég þessa mynd þá.

Panorama er þriggja mastra mótorsiglari, smíðað 1993, stækkað 2001 og endurbætt mikið 2014.

Það er 54 metrar að lengd og 12 metra breitt. Í skipinu eru  24 klefar fyrir 49 farþega, Í áhöfn eru 16-18 manns.

Skipið siglir undir grísku flaggi með heimahöfn í Aþenu.

Panorama. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

09.08.2018 09:32

Fanney

Fanney kemur úr hvalaskoðun fyrir skömmu.

Smíðuð 1975 á Akureyri fyrir Sigurbjörn Kristjánsson ofl. á Húsavík.

1445. Fanney ex Siggi Þórðar GK. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

09.08.2018 09:09

Garðar

Hvalaskoðunarbáturinn Garðar kemur að landi á Húsavík á dögunum.

Upphaflega og lengst af Sveinbjörn Jakobsson SH 10 frá Ólafsvík.

260. Garðar ex Sveinbjörn Jakobsson SH. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

08.08.2018 16:02

Á heimasíðu Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði segir að Sandfellið, línubátur fyrirtækisins, hafi átti ágætan mánuð í júlí og landaði um 264 tonnum. Aflinn fór að mestu til vinnslu í frystihús LVF, 228 tonn af þorski, en annað, 36 tonn fór á fiskmarkað. Verslunarmannahelgin var svo vel nýtt hjá Sandfellinu og landaði báturinn um 20 tonnum á laugardag og tæpum 23 tonnum á mánudag. Uppistaðan í þessum tveim veiðiferðum var þorskur og grálúða.

2841. Sandfell SU 75 ex Óli á Stað GK. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

08.08.2018 14:00

Sæborg

Hér öslar Sæborgin norður með Húsavíkurhöfða í morgun.

1475. Sæborg ex Áróra. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

07.08.2018 10:19

Berlin NC 105

Frystitogarinn Berlin NC 105 kom til Reykjavíkur í gær og tók Óskar Franz þessar myndir þegar togarinn kom til olíutöku í Örfirisey.

Skipið var smíðað hjá Myklebust skipasmiðastöðinni í Noregi fyrir Deutsche Fischfang Union, DFFU, dótturfélags Samherja í Þýskalandi, og er systurskip Cuxhaven NC100.

"Skipin voru hönnuð af Rolls Royce, sem einnig framleiddi aðalvélarnar.  Þau eru 81 metri að lengd og 16 metra breið.  Skipin eru mjög fullkomin á allan hátt hvað varðar vélbúnað, vinnslu og aðbúnað áhafnar, sem getur orðið allt að 35 manns. Vinnsludekk skipanna voru hönnuð og smíðuð af Slippnum á Akureyri og Optimar í Noregi. Fiskvinnsluvélar eru frá m.a. Vélfagi á Ólafsfirði og Marel.  Frystikerfi,búnaður og öll lagnavinna er frá Kælismiðjunni Frost á Akureyri og fiskimjölsverksmiðjan  er framleidd af Héðni hf.". Segir á heimasíðu Samherja en félög í eigu fyrirtækisins eiga einnig Kirkella H 7 og Emeraude SM 934017 sem eru sömu gerðar.

DFQB. Berlin NC 105. © Óskar Franz 2018.

 

DFQB. Berlin NC 105. © Óskar Franz 2018.

07.08.2018 10:00

Sæfari

Trillubáturinn Sæfari er hér á siglingu á Eyjafirði á dögunum. Veit ekki mikið um hann nema hann var ÞH 149 og með heimahöfn á Svalbarðseyri. Á mynd sem ég sá af honum stendur Sæafari Akureyri framan á stýrishúsinu.

Á skipaskrá 200 mílna á mbl.is segir að Guðni Ágútsson hafi smíðað hann 1980.

Rikki Rikka birti færslu um Guðna Ágústsson Sæbóli III á Ingjaldssandi á síðu sinni um árið og ef um er að ræða sama Guðna má lesa færsluna hér.

Sæfari er 7,7 metra langur og mælist 3,23 brl./4,57 BT  að stærð.

6393. Sæfari ex Sæfari ÞH 149. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

Flettingar í dag: 2359
Gestir í dag: 469
Flettingar í gær: 3372
Gestir í gær: 639
Samtals flettingar: 8836914
Samtals gestir: 1944131
Tölur uppfærðar: 18.11.2018 23:51:09
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is