Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

03.09.2018 19:13

Polar Nataarnaq

Haukur Sigtryggur tók þessa mynd af grænlenska togaranum Polar Nataarnaq í aprílmánuði 2016 en þá hafði hann verið í slipp á Akureyri. Kom síðan við í sinni gömlu heimahöfn Dalvík til að taka kör. Já þetta er Fyrrum Bliki EA 12 sem keyptur var til Dalvíkur árið 1997 frá Grænalnadi þar sem hann hét Natarnaaq.

Í Morgunblaðinu þann 5. mars 1997 sagði svo frá:

Nýr togari, Bliki EA 12, í eigu hins nýja útgerðarfyrirtækis BGB liggur nú í heimahöfn á Dalvík.

Togarinn var keyptur frá Grænlandi og kemur í stað eldri Blika sem bíður þess að verða seldur. Útgerðarfyrirtækið BGB varð til nú um síðustu áramót með sameiningu útgerðanna Blika hf. á Dalvík og GBen sf. á Árskógsströnd.

Hinn nýi Bliki var endurnýjaður í Slippstöðinni á Akureyri og settur í hann sá búnaður sem íslensk lög og reglur kveða á um. Togarinn er 1734 rúmmetrar að stærð og verður gerður út frá Dalvík. Ráðgert er að Bliki fari í sína fyrstu veiðiferð fyrir nýja eigendur á morgun, fimmtudaginn 6. mars.

Bliki var seldur úr landi árið 2001.

Polar Natarnaaq ex Nova Gale. © Haukur Sigtryggur 2016.

02.09.2018 16:55

Kristján HF 100, nýr 30 bt. bátur frá Trefjum

Útgerðarfélagið Kambur ehf. fékk í sumar afhentan nýjan yfirbyggðan Cleopatra 46B beitningavélarbát frá Trefjum.

Í tilkynningu segir að nýi báturinn heiti Kristján HF 100. Báturinn er 14 metrar á lengd og mælist 30 brúttótonn og leysir af hólmi eldri Cleopatra bát með sama nafni.
Skipstjórar á bátnum eru Atli Freyr Kjartansson og Sverrir Þór Jónsson.

Aðalvél bátsins er af gerðinni Doosan 4V222TI 880hö (22L) tengd frístandandi ZF 665 V-gír.
Rafstöð er af gerðinni Scam/FPT/Linz 84kW (60kVA) frá Ásafli.
Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni Furuno frá Brimrún ehf.
Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifnum hliðarskrúfum að framan og aftan sem tengdar eru sjálfstýringu bátsins.
Báturinn er útbúinn til línuveiða.  Beitningavél, rekkakerfi og línuspil er frá Mustad í Noregi.
Búnaður á dekki er frá Stálorku.
Ísvél og forkælir er frá Kælingu ehf.
Löndunarkrani á er af gerðinni TMP frá Ásafli ehf.

Lífbátar og annar öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

Rými er fyrir allt að 72stk 460lítra kör í lest.  Millidekk er lokað með aðgreindu dráttarrými.  Í bátnum er upphituð stakkageymsla fyrir 6manns.  Stór borðsalur.  Salerni/sturta.  Þvottavel og þurrkari.  Svefnpláss er fyrir sex í lúkar í 4 aðskyldum klefum.
Fullbúið eldhús er um borð með öllum nauðsynlegum búnaði.  S.s. eldavél, bakarofni, örbylgjuofn, ísskáp og uppþvottavél.
Báturinn er útbúinn til lengri útiveru ef þarf og aðbúnaður um borð fyrir áhöfn í takt við það.

Framkvæmdastjóri Kambs er Hinrik Kristjánsson.

2961. Kristján HF 100. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

2961. Kristján HF 100. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

2961. Kristján HF 100 © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

2961. Kristján HF 100 í Hafnarfjarðarhöfn. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

02.09.2018 12:29

Sólberg ÓF 1 með mestan kvóta

Frystitogarinn Sólberg ÓF 1 er með mestar aflaheimildir íslenskra skipa á nýhöfnu kvótaári.

Þetta kemur fram á sjávarútvegsvef Morgunblaðsins, 200 mílum, í dag.

Þar segir jafnframt:

Sam­tals er kvóti skips­ins 12.392 tonn. Í öðru sæti er tog­ari Brims, Guðmund­ur í Nesi RE, með 11,594 tonn. 

Í 3. og 4. sæti eru Sauðár­krók­stog­ar­arn­ir sem Fisk ger­ir út; Málmey SK frá Sauðár­króki með 8.711 tonn og Drang­ey SK  með 8.588 tonn. Viðey, tog­ari Granda er í 5. sæti, en þeim tog­ara er heim­ilt að veiða 8.439 tonn á nýhöfnu kvóta­ári.

Breki VE frá Vest­manna­eyj­um er í 6. sæti, Björgólf­ur EA í því 7., Vigri RE er núm­er átta í röðinni, Björg EA í 9. sæti og loks í 10. sæt­inu er Eng­ey RE.

 

Hér koma myndir af þessum togurum sem um getur í fréttinni og í þeirri röð sem aflaheimildirnar segja um, þ.e.a.s  Sólbergið fyrst og svo koll af kolli.

2917. Sólberg ÓF 1. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

 

2626. Guðmundur í Nesi RE 13 ex Hvilvtenni. © Óskar Franz 2017.

 

1833. Málmey SK 1 ex Sjóli HF. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

 

2893. Drangey SK 2. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

 

2895. Viðey RE 50. © Óskar Franz 2018.

 

2861. Breki VE 61. © Tryggvi Sigurðsson 2018.

 

2892. Björgúlfur EA 312. © Haukur Sigtryggur 2017.

 

2184. Vigri RE 71. © Óskar Franz 2017.

 

2894. Björg EA 7. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

 

2889. Engey RE 1 ex RE 91. © Gundi 2017.

01.09.2018 17:18

Sandfell SU 75 slær met

Línubáturinn Sandfell SU 75 frá Fáskrúðsfirði er aflahæsti báturinn í  krókaaflamarkskerfinu á nýloknu fiskveiðiári með 2400 tonna afla. Er það mesti afli sem bátur í þessu kerfi hefur fiskað á einu fiskveiðiári frá upphafi þess.

Á heimasíðu Loðnuvinnslunnar segir að útgerð Sandfellsins hafi gengið langt umfram væntingar enda var litið á línubátaútgerð sem svolítið tilraunaverkefni þegar hún hófst en annað hefur aldeilis komið á daginn eins og áfhöfnin á Sandfelli hefur sýnt og sannað.

Hér má lesa frétt á heimasíðu Loðnuvinnslunnar um þennan glæsta árangur Sandfellsins

2841. Sandfell SU 75 ex Óli á Stað GK. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

 

2841. Sandfell SU 75 ex Óli á Stað GK. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

 

2841. Sandfell SU 75 ex Óli á Stað GK. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

01.09.2018 14:10

Lukka ÓF 57

Ég hef áður birt mynd af Lukku en þá var hún SI að mig minnir. Hér er hún ÓF en upphaflega hét hún Guðbjörg ÍS 46, smíðuð á Akranesi 2001 og hefur verið lengd síðan. Hún fékk síðar nafnið Lukka og var ÍS 357, síðan SI 57 og nú ÓF 57. Útgerð Siggi Odds ehf. 

2482. Lukka ÓF 57 ex SI. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

29.08.2018 22:50

Guðrún Ragna HU 162

Guðrún Ragna HU 162 rataði fyrir linsuna hjá mér á Skagaströnd um daginn en hún var á strandveiðum. Hún var smíðuð hjá Bátahöllinni á Hellisandi árið 2010 og var upphaflega BA 162. Hefur  alla tíð verið í eigu Sveinunga ehf. samkvæmt vef Fiskistofu.

7670. Guðrún Ragna HU 162 ex BA. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

29.08.2018 22:03

Sighvatur GK 57

Jón Steinar tók þessar myndir í vikunni þegar línuskipið Sighvatur GK 57 kom til Grindavíkur. Hann var á Ísafirði þar sem þar sem að verið var að setja niður búnað á millidekkið í honum.

1416. Sighvatur GK 57 ex Sævík GK. © Jón Steinar 2018.

 

1416. Sighvatur GK 57 ex Sævík GK. © Jón Steinar 2018.

28.08.2018 20:54

Atlantic Star

Eiríkur á Reval Viking sendi mér þessa mynd af Atlantic Star í dag. Upphaflega Helga RE 49, smíðuð í Noregi fyrir Ingimund hf. árið 1996.

Seld til Grænlands árið 1999 þar sem hún fékk nafnið Polar Arfivik. Seld til Noregs  2002 þar sem hún fékk núverandi nafn og heimahöfn í Vardo. Togarinn hefur verið lengdur og mælist nú 74,72 metrar að lengd. Var 60,4 metrar.

LMBG. Atlantic Star M-111-G ex Polar Arfivik. © Eiríkur Sigurðsson 2018.

27.08.2018 16:09

Vilhelm Þorsteinsson EA 11

Hér er önnur mynd frá því um daginn þegar Vilhelm Þorsteinsson EA 11 kom siglandi inn Eyjafjörð og fór beint upp í flotkvínna á Akureyri.

2411. Vilhelm Þorsteinsson EA 11. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

27.08.2018 15:57

Albanyborg

Flutningaskipið Albanyborg kom til Húsavíkur á dögunum með hráefni fyrir kísilver PCC á Bakka.

Albanyborg siglir undir hollensku flaggi með heimahöfn í Delfzijl.

Skipið var smíðað árið 2010 og er 142 metra langt. Breiddin er 21 meter.

Albanyborg ex CCNI Tolten. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

 

25.08.2018 23:58

Akraberg FD

Eiríkur skipstjóri á Reval Viking sendi mér þessa mynd sem hann tók af færeyska togaranum Akrabergi FD 10 í dag. Við þekkjum þennan vel, var gulur í upphafi en fékk síðan þennan rauða lit eins og frægt er. 

Akraberg FD 10 ex Odra. © Eiríkur Sigurðsson 2018.

25.08.2018 16:38

Serene gefið nafn í Skagen

Uppsjávarveiðiskipinu Serene LK 297 var gefið nafn í Skagen í dag.  Það er í smíðum hjá Karstensen Skibsværft A/S þar í bæ fyrir  Serene Fishing Co. Ltd. á Shetlandseyjum. Skrokkur þess var smíðaður í Póllandi

Serene er 82 metrar að lengd og 17,2 metrar á breidd og kemur í stað eldri skips með sama nafni sem selt var til Noregs 2017.

Skipamyndasíðan á sinn fulltrúa í Skagen ein sog víða og tók hún þessa mynd í dag en mikið fjölmenni var við athöfnina.

Serene LK 297. © Anna Ragnarsdóttir 2018.

25.08.2018 12:30

Kågtind II

Björn Valur Gíslason skipstjóri tók þessa mynd af norska togaranum Kågtind II í Barentshafi. Við þekkjum hann sem Oddeyrina EA 210 en þar áður hét hann Andenesfisk II.

Kågtind T-19-H ex Oddeyrin EA. © Björn Valur Gíslason 2018.

24.08.2018 22:12

Djúpfari

Djúpfari kemur hér að landi í Djúpavík á Ströndum sem er hans heimahöfn. Smíðaður 1988 hjá Trefjum í Hafnarfirði.

 

7132. Djúpfari ex Kotey RE. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

22.08.2018 07:39

Málmey

Skuttogarinn Málmey SK 1 við bryggju á Sauðárkróki á dögunum.

Málmey var smíðuð í Flekkefjord í Noregi 1987 fyrir Sjólaskip hf. í Hafnarfirði. Skipið , sem hlaut upphaflega nafnið Sjóli HF 1, var keypt til Sauðárkróks 1995 og hlaut þá nafnið Málmey SK 1.

1833. Málmey SK 1 ex Sjóli HF. © Hafþór Hreiðarsson2018.
Flettingar í dag: 986
Gestir í dag: 224
Flettingar í gær: 2063
Gestir í gær: 236
Samtals flettingar: 9110429
Samtals gestir: 1974476
Tölur uppfærðar: 20.4.2019 21:02:46
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is