Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

14.08.2018 00:01

Eskey ÓF 80

Tók þessa mynd í dag þegar línubáturinn Eskey ÓF 80 kom til hafnar á Siglufirði. Eskey var sjósett á Siglufirði í aprílmánuði 2016 en hún var smíðuð hjá Siglufjarðar-Seig fyrir Akraberg ehf. 

Skrokkur Eskeyjar var smíðaður hjá Seiglu á Akureyri og var 11 metra langur en þeir hjá Siglufjarðar-Seig lengdu hann í 15 metra og fullkláruðu. Mælist báturinn 27,2 brúttótonn að stærð. 

2905. Eskey ÓF 80. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

13.08.2018 23:21

Vilhelm Þorsteinsson EA 11

Hér siglir Vilhelm Þorsteinsson EA 11 inn Eyjafjörðinn sl. föstudag en eins og komið hefur fram í fréttum hefur skipið verið selt til Rússlands. Það verður afhent nýjum eigendum um næstu áramót en Samherji hyggst láta smíða fyrir sig nýtt uppsjávarskip. Í frétt Fiskifrétta segir Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs, að stefnt sé að því að það verði komið í rekstur árið 2020.

2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

09.08.2018 22:43

Óskar

Óskar ÞH 234 kemur hér að bryggju á Húsavík í kvöld en hann er á strandveiðum.

Óskar hét áður Arnar SH og var smíðaður í Hveragerði 1992.

2163. Óskar ÞH 234 ex Arnar SH. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

09.08.2018 21:25

Panorama

Panorama kom eina ferðina enn til Húsavíkur í dag og tók ég þessa mynd þá.

Panorama er þriggja mastra mótorsiglari, smíðað 1993, stækkað 2001 og endurbætt mikið 2014.

Það er 54 metrar að lengd og 12 metra breitt. Í skipinu eru  24 klefar fyrir 49 farþega, Í áhöfn eru 16-18 manns.

Skipið siglir undir grísku flaggi með heimahöfn í Aþenu.

Panorama. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

09.08.2018 09:32

Fanney

Fanney kemur úr hvalaskoðun fyrir skömmu.

Smíðuð 1975 á Akureyri fyrir Sigurbjörn Kristjánsson ofl. á Húsavík.

1445. Fanney ex Siggi Þórðar GK. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

09.08.2018 09:09

Garðar

Hvalaskoðunarbáturinn Garðar kemur að landi á Húsavík á dögunum.

Upphaflega og lengst af Sveinbjörn Jakobsson SH 10 frá Ólafsvík.

260. Garðar ex Sveinbjörn Jakobsson SH. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

08.08.2018 16:02

Á heimasíðu Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði segir að Sandfellið, línubátur fyrirtækisins, hafi átti ágætan mánuð í júlí og landaði um 264 tonnum. Aflinn fór að mestu til vinnslu í frystihús LVF, 228 tonn af þorski, en annað, 36 tonn fór á fiskmarkað. Verslunarmannahelgin var svo vel nýtt hjá Sandfellinu og landaði báturinn um 20 tonnum á laugardag og tæpum 23 tonnum á mánudag. Uppistaðan í þessum tveim veiðiferðum var þorskur og grálúða.

2841. Sandfell SU 75 ex Óli á Stað GK. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

08.08.2018 14:00

Sæborg

Hér öslar Sæborgin norður með Húsavíkurhöfða í morgun.

1475. Sæborg ex Áróra. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

07.08.2018 10:19

Berlin NC 105

Frystitogarinn Berlin NC 105 kom til Reykjavíkur í gær og tók Óskar Franz þessar myndir þegar togarinn kom til olíutöku í Örfirisey.

Skipið var smíðað hjá Myklebust skipasmiðastöðinni í Noregi fyrir Deutsche Fischfang Union, DFFU, dótturfélags Samherja í Þýskalandi, og er systurskip Cuxhaven NC100.

"Skipin voru hönnuð af Rolls Royce, sem einnig framleiddi aðalvélarnar.  Þau eru 81 metri að lengd og 16 metra breið.  Skipin eru mjög fullkomin á allan hátt hvað varðar vélbúnað, vinnslu og aðbúnað áhafnar, sem getur orðið allt að 35 manns. Vinnsludekk skipanna voru hönnuð og smíðuð af Slippnum á Akureyri og Optimar í Noregi. Fiskvinnsluvélar eru frá m.a. Vélfagi á Ólafsfirði og Marel.  Frystikerfi,búnaður og öll lagnavinna er frá Kælismiðjunni Frost á Akureyri og fiskimjölsverksmiðjan  er framleidd af Héðni hf.". Segir á heimasíðu Samherja en félög í eigu fyrirtækisins eiga einnig Kirkella H 7 og Emeraude SM 934017 sem eru sömu gerðar.

DFQB. Berlin NC 105. © Óskar Franz 2018.

 

DFQB. Berlin NC 105. © Óskar Franz 2018.

07.08.2018 10:00

Sæfari

Trillubáturinn Sæfari er hér á siglingu á Eyjafirði á dögunum. Veit ekki mikið um hann nema hann var ÞH 149 og með heimahöfn á Svalbarðseyri. Á mynd sem ég sá af honum stendur Sæafari Akureyri framan á stýrishúsinu.

Á skipaskrá 200 mílna á mbl.is segir að Guðni Ágútsson hafi smíðað hann 1980.

Rikki Rikka birti færslu um Guðna Ágústsson Sæbóli III á Ingjaldssandi á síðu sinni um árið og ef um er að ræða sama Guðna má lesa færsluna hér.

Sæfari er 7,7 metra langur og mælist 3,23 brl./4,57 BT  að stærð.

6393. Sæfari ex Sæfari ÞH 149. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

02.08.2018 18:57

Hjalteyrin

Skuttogarinn Hjalteyrin EA 306 kom til Akureyar síðdegis í dag og lagðist að bryggju í Fiskihöfninni.

1476. Hjalteyrin EA 306 ex Björgúlfur EA. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

1476. Hjalteyrin EA 306 ex Björgúlfur EA. © Hafþór Hreiðarsson 2018.
 
1476. Hjalteyrin EA 306 ex Björgúlfur EA. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

02.08.2018 09:49

Náttfari

Hvalaskoðunarbáturinn Náttfari kemur hér til hafnar á Húsavík í gær.

Smíðaður í Stykkishólmi 1965 og hét upphaflega Þróttur SH 4.

993. Náttfari ex Byrefjell. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

01.08.2018 17:53

Sylvía

Hvalaskoðunarbáturinn Sylvía leggur í hann út á Skjálfandaflóa nú síðdegis. 

Smíðuð í Bátasmiðjunni Vör á Akureyri 1976. 

1468. Sylvía ex Björgvin ÍS. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

01.08.2018 10:27

Steinunn SF 10

Hér kemur aflaskipið Steinunn SF 10 til hafnar í Reykjavík vorið 2016. Steinunn, sem er í eigu Skinneyjar-Þinganess hf. á Hornafirði  var smíðuð í Kína 2001 og hét upphaflega Helga RE 49.

2449. Steinunn Sf 10 ex Helga RE. © Hafþór Hreiðarsson 2016.

01.08.2018 09:51

Sóla GK 36

Hér er strandveiðibáturinn Sóla GK 36 að koma til hafnar í Grindavík vorið 2016.

Sóla var gerð út frá Vestfjörðum í sumar og að morgni 25. júlí sl. kom upp eldur í Sólu um átta sjó­míl­ur norður af Kögri.

Mannbjörg varð en skipstjóri bátsins kom sér um borð í gúmmíbjörgunarbát þaðan sem honum var bjargað um borð í Smára ÍS 144.

Sóla varð alelda á skömmum tíma og þegar björgunarskip gerði tilraun til að taka hana í tog sökk hún.

6807. Sóla GK 36 ex Sólrún SH. © Hafþór Hreiðarsson 2016.

 

 

Flettingar í dag: 2202
Gestir í dag: 147
Flettingar í gær: 1617
Gestir í gær: 506
Samtals flettingar: 8671103
Samtals gestir: 1907442
Tölur uppfærðar: 21.9.2018 16:40:39
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is