Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

23.10.2017 17:40

Whales á Eyjafirði

Hér koma tvær myndir sem Eiríkur Guðmundsson tók af hvalaskoðunarbátnum Whales EA 200 frá Hauganesi. Sennilega hefur hann tekið þær þegar Ópal kom frá Grænlandi en hann er í áhöfn þar. Og þar var svona veður þá.

500. Whales EA 200 ex Gunnar Hámundarson GK. © Eiríkur Guðmundsson.

 

500. Whales EA 200 ex Gunnar Hámundarson GK. © Eiríkur Guðmundsson.

23.10.2017 14:07

Máni

Hvalaskoðunarbáturinn Máni kemur að landi á Dalvík í gær. Smíðaður 1977 í Skipavík og hét upphaflega Ásbjörg ST 9 frá Hólmavík.

1487. Máni kemur að landi. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

22.10.2017 22:21

Ljósafell og Cuxhaven

Hér siglir Cuxhaven inn Eyjafjörðinn og Ljósafellið að ralla en eins og sjá má var birtu tekið að bregða þegar myndin var tekin.

1277. Ljósafell SU 70 - Cuxhaven NC 100. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

 

 

22.10.2017 21:12

Ljósafell

Það var nú ekki amalegt að fá Ljósafellið í bónus þegar við fórum út til að mynda Cuxhaven. Ljósafellið er í togararalli og er þarna að toga út með Múlanum.

1277. Ljósafell SU 70. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

22.10.2017 19:45

Cuxhaven

Ég fór í sjóferð frá Dalvík síðdegis í dag og var tilefnið að mynda Cuxhaven NC 100 nýjan togara Deutsche Fischfang Union, dótturfélags Samherja í Þýskalandi.

Hér kemur fyrsta myndin og ég get lofað þær verða fleiri.

Cuxhaven NC100 sem hannað er af Rolls Royce er 81,22m langt og 16m breitt, smíðað í Mykleburst skipasmíðastöðinni í Noregi. 

DFQH. Cuxhaven NC 100. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

22.10.2017 11:20

Sveabulk

Norska flutningaskipið Sveabulk kemur hér með áburðarfarm til Húsavíkur í aprílbyrjun 2001. Skipið var smíðað 1979 og er með heimahöfn í Harstad. 

Sveabulk. © Hafþór Hreiðarsson 2001.

22.10.2017 11:08

Ingólfur

Hér er Ingólfur GK 148 á siglingu innan hafnar í Sandgerði í apríl 2001. Í baksýn má sjá nokkra báta við bryggju sem gaman er að spekúlera í. 

Ingólfur heitir í dag Æskan GK 506.

1918. Ingólfur GK 148 ex Gunnhildur ÍS. © Hafþór Hreiðarsson 2001.

22.10.2017 10:54

Kópanes

Kópanes RE 164 á siglingu á Eyjafirði sumarið 2007 en þá var það notað sem þjónustubátur við þorskeldi Brims hf. á firðinum. Kópanes var smíðað í Ytri-Njarðvík 1989 og hét upphaflega Freyr ST. Síðan varð hann Njörður KE, Björn Kristjónsson SH, Kópanes SH og Kópanes EA áður en hann varð RE164. Í dag heitir hann enn Kópanes en er ÍS 164 og er í eigu Dýrfisks ehf. með heimahöfn á Flateyri.

1985. Kópanes RE 164 ex EA. © Hafþór Hreiðarsson 2007.

22.10.2017 10:33

Kristinn - Kópur

Kristinn ÞH 163 við bryggju á Raufarhöfn í vikunni. Kristinn er í eigu Hólmsteins Helgasonar ehf. á Raufarhöfn og er í aflamarkskerfinu. Smíðaður í Samtak í Hafnarfirði árið 2006 og hét Kópur HF 44 fyrstu mánuðina. Læt fylgja mynd af Kóp HF 44 sem ég tók í Sandgerði 16. júlí 2006.

2661. Kristinn ÞH 163 ex Kópur HF. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

 

2661. Kópur HF 44. © Hafþór Hreiðarsson 2006.

21.10.2017 12:24

Melkart 3

Rússneski togarinn Melkart 3 landaði á Akureyri í vikunni og tók Haukur Sigtryggur þessa mynd af honum við togarabryggjuna á Akureyri.

Togarinn var smíðaður 1988 og hét upphaflega Tampen. Síðar hét hann Mogstertral, Varegg og Andøybuen áður en hann var seldur til Rússlands árið 2011 og fékk núverandi nafn.

Melkart 3 M-350 ex Andeøybuen. © Haukur Sigtryggur 2017.

21.10.2017 12:15

Wilson Grip

Flutningaskipið Wilson Grip kom til Grindavíkur í morgun með saltfarm og tók Jón Steinar þessar myndir. Dráttarbáturinn Togarinn var í hlutverki lóðsbáts.

Wilson Grip, sem áður hét Northen Liftnes, var smíðað árið 1996.

Wilson Grip ex Northen Liftnes. © Jón Steinar Sæmundsson 2017.

 

2923. Togarinn. © Jón Steinar Sæmundsson 2017.

 

17.10.2017 21:28

Gulltoppur

Hér kemur mynd sem Jón Steinar tók af Gulltoppi GK 24 kom inn sundið til Grindavíkur. Upphaflega Langanes ÞH 321 smíðaður á Seyðisfirði 1976.

1458. Gulltoppur GK 24 ex Egill Halldórsson SH. © Jón Steinar.

17.10.2017 21:07

Rembrandt van Rijn

Hollenska seglskipið Rembrandt van Rijn kom til hafnar á Húsavík í kvöld. Skipið er þriggja mastra skonnorta smíðuð 1922 og hét upphaflega Jakoba. Því breytt fyrir rúmum tuttugu árum í farþegaskip og siglir m.a með farþega við Grænland. 

Hér má lesa nánar um skipið 

Rembrandt van Rijn við bryggju á Húsavík. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

16.10.2017 15:19

Baldur

Hér er skuttogarinn BAldur EA 108 við slippkantinn á Akureyri nýmálaður og fínn. Baldur, sem var tæpir 36 metrar að lengd, var smíðaður 1974 í Goole Shipbuilding & Repairing Co Ltd í Goole í Englandi og var smíðanúmer 579 frá þeirri stöð. Hann hét upphaflega Glen Urquhart A-364 og heimahöfn Aberdeen.

Baldur EA 108 var keyptur til Dalvíkur 1981 af Upsaströnd hf. en svona lítur miðinn frá Hauki á Dalvík:

Glen Urquhart A364. Útg: Aberdeen. Bretlandi. (1974 - 1981).

Baldur EA 108. Útg: Upsaströnd h.f. Jóhann Antonsson. Dalvík. (1981 - 1988).

Baldur EA 108. Útg: Útgerðarfélag KEA. Dalvík. (1988 - 1990).

Baldur EA 108. Útg: Snorri Snorrason. Dalvík. (1990).

Þór EA 108. Útg: Snorri Snorrason. Dalvík. (1990 - 1992).

Þór HF 6. Útg: Stálskip hf. Hafnarfirði. (1992 – 1994).

Lómur HF 177 Útg: Lómur h.f. Hafnarfirði. (1994 – 1997). Lómur HF 777 Útg: Lómur h.f. Hafnarfirði.

(1997 Geysir BA 25. Útg: Vesturskip. Eiríkur Böðvarsson. Bíldudal (1997 - 2003).

Geysir BA 25. Útg: Hreinn Hjartarsson. Reykjavík. (2003 - 2004).

Seldur til Rússlands 2004 og var þá í eigu Skeljungs.

Navip. Útg: Murmansk. (2004 – 2009).

Afskráður í Rússlandi 2009.

1608. Baldur EA 108 ex Glen Urquhart A364. © Hafþór Hreiðarsson.

16.10.2017 14:53

Skinney

Hér er Skinney SF 30 við slippkantinn á Akureyri um árið. Skinney hét áður Ísleifur IV ÁR 463 en upphaflega Ísleifur IV VE 463. Skinney var keypt til Hornafjarðar af samnefndu fyrirtæki 1986. Báturinn, sem var smíðaður í Þrándheimi 1964, var seldur til Noregs 2008 og fór í pottinn þar ári síðar. 

250. Skinney SF 30 ex Ísleifur IV ÁR. © Hafþór Hreiðarsson.
Flettingar í dag: 808
Gestir í dag: 165
Flettingar í gær: 3300
Gestir í gær: 1325
Samtals flettingar: 8521940
Samtals gestir: 1854489
Tölur uppfærðar: 23.7.2018 05:23:21
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is