Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

16.12.2017 15:33

Ijsseldijk

Hollenska flutningaskipið Ijsseldijk kom til hafnar á Húsavík eftir hádegi í dag en skipið er með hráefnisfarm fyrir PCC BakkaSilikon. Ijsseldijk var smíðað 2009 og er 90 metra langt og 14 metrara á breidd. Heimahöfnin er Groningen.

Ijsseldijk ex Jrs Aqarius. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

 

 

16.12.2017 10:52

Járngerður

Hér kemur mynd Þorgríms Alla af Járngerði GK 477 láta úr höfn í Grindavík. Járngerður hét upphaflega Björgúlfur EA 312 og var einn af a-þýsku tappatogurunum.

Björgúlfur var smíðaður 1959 og eignaðist Útgerðarfélag Dalvíkur hf. skipið í maímánuði 1960. Í nóvember 193 var það selt Hópsnesi hf. í Grindavík og fékk nafnið Járngerður.

Járngerður sökk 16.  febrúar 1975 út af Jökulsá á Breiðamerkursandi en hún var á loðnuveiðum, áhöfnin 13 manns, bjargaðist um borð í Þorstein RE 303.

 

Í Vísi þann 17. febrúar 1975 sagði svo frá:

JÁRNGERÐUR FANNST SOKKIN í MORGUN

Liggur skammt vestan Jökulsár á Breiðamerkursandi Járngerður GK 477 fannst í morgun sokkin um 3-400 metra undan landi, sem næst tvær mílur vestan ósa Jökulsár á Breiðamerkursandi. 

Það var björgunarskipið Goðinn, sem fann Járngerði.

Skipið var eitt af „tappatogurunum" svonefndu, sem smíðaðir voru 12 talsins í Stralsund i Austur-Þýzkalandi árið 1958 230 brúttólestir að stærð samkvæmt Skipaskrá Siglingamálastofnunarinnar.

Talið er, að Járngerður hafi fengið á sig brotsjó i vonzkuveðri á sjötta tímanum i gærkvöldi, en var þá á leið austur með landinu og var nokkru vestan við Jökulsárósa. Skipið hafði tilkynnt

180 tonna loðnuafla. Járngerður lagðist snögglega á hliðina, og ekki var um annað að ræða en að yfirgefa hana þegar í stað. Skipverjar, 13 talsins, komust i gúmbát og yfir í Þorstein RE, sem var þar nærstaddur. Þrátt fyrir mikla veðurhæð gekk það áfallalaust. Þorsteinn RE kom til Seyðisfjarðar um fimmleytið i nótt og var ætlunin, að skipbrotsmenn kæmust suður í dag.

Útgerðarfélagið, Hópsnes hf. og Samvinnutryggingar báðu Björgunarsveit Slysavarnafélags Íslands á Höfn i Hornafirði að huga að skipinu við Jökulsárósa, með það fyrir augum að reyna að bjarga þvi, ef það ræki upp. Björgunarsveitarmenn héldu á staðinn i gærkvöldi en sáu ekkert fyrir nætursorta og stórbrimi. Þeir héldu þá til Fagurhólsmýrar en ætluðu að fara aftur að ósunum með morgninum. 

Sambandslaust var við Fagurhólsmýri i morgun, en loftskeytastöðin á Höfn fékk svo á tíunda tímanum þær fréttir frá Goðanum, að Járngerður væri fundin.

                 

26. Járngerður GK 477 ex Björgúlfur EA. © Þorgrímur Aðalgeirsson.

 

 

14.12.2017 21:37

Dagatalið komið út

Þá er skipamyndadagatalið 2018 komið út eins og sjá má á myndinni sem Haukur Sigtryggur sendi mér eftir að honum hafði borist það í pósti í dag.

Það var úr nógu að velja hvað varðar nýju skipin og þau sem ekki komust að núna verða vonandi á næsta dagatali eða þar næsta. Hvað veit maður. Annars eru bæði ný ög gömul skip og bátar á dagatalinu að venju en þetta er í níunda skiptið sem ég stend í þessu.

Stykkishólmur kemur við sögu á dagatalinu, tveir bátar þaðan eru á því og einn sem var smíðaður þar.

Áhugasamir geta pantað dagatalið á korri@internet.is eða í skilaboðum á fésbókarsíðu minni.

Verð 3000 kr. stk án vsk.

Dagatal Skipamynda Hafþórs Hreiðarssonar 2018. © Haukur Sigtryggur.

14.12.2017 16:06

Anna og Unnsteinn

Hér koma myndir sem Haukur Sigtryggur tók í febrúar sl. þegar línuskipið Anna EA 305 lét úr höfn á Dalvík eftir löndun. Og ég læt eina mynd fylgja af Unnsteini skipstjóra á Önnu sem ég tók í Scoresbysundi á Grænlandi í haust.

2870. Anna EA 305 ex Carisma Star. © Haukur Sigtryggur 2017.

 

2870. Anna EA 305 ex Carisma Star. © Haukur Sigtryggur 2017.

 

2870. Anna EA 305 ex Carisma Star. © Haukur Sigtryggur 2017.

 

Unnsteinn Líndal Jensson. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

 

 

 

14.12.2017 14:37

Selfoss

Selfoss, skip Eimskipafélagsins, kom til Húsavíkur í gær og tók ég þá þessar myndir. Skipið skartar tveimur nýjum krönum sem settir voru á það í október sl. en það var kranalaust fyrir.

Selfoss er 700 gámaeininga skip, 130 metra langur, og siglir undir færeyskum fána.

Eimskip keypti skipið , sem smíðað var 2008, fyrr á þessu ári en það hét áður Sophia.

Selfoss við Bökugarðinn á Húsavík. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

 

Selfoss. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

13.12.2017 17:45

Onni aftur

Hér kemur önnur mynd af Onna HU 36 sem ég tók í dag þegar hann kom að landi á Húsavík. 

Onni hét upphaflega Sæþór EA 101 og var smíðaður í Hafnarfirði 1973 fyrir Snorra Snorrason á Dalvík.

1318. Onni HU 36 ex Svanur KE. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

12.12.2017 21:19

Onni

Tók þessa mynd af Onna HU 36, áður Svanur kE 77, við bryggju á Húsavík í kvöld. Hann hefur verið á dragnótaveiðum á Skjálfanda í gær og dag.

Það er Útgerðarfélagið Stekkur ehf. sem gerir Onna út sem er með heimahöfn á Blönduósi.

1318. Onni HU 36 ex Svanur HU. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

12.12.2017 19:44

Nýr Páll Jónsson GK 7 til Vísis hf í Grindavík

Í dag var undirritaður samningur um smíði á nýju línuskipi fyrir Vísi hf. í Grindavík en samið var við skipasmíðastöðina Alkor í Gdansk í Póllandi.
Smíði skipsins mun hefjast í janúar á næsta ári og á að vera lokið um mitt ár 2019. 

Nýja skipið verður 45m. langt og 10,5m. breitt, búið Caterpillar aðalvélog mun taka um 420 kör í lest. Fjórtán eins manns klefar verða í skipinu. 

Hér fyrir neðan má sjá tölvuteikningar af skipinu ásamt myndum frá undirritun samninga sem að fram fór við gamalt skrifborð sem var í eigu Páls Jónssonar sem að hann notaði á sinni útgerðartíð.  

Og það var vel við hæfi að skrifað var undir á afmælisdegi Páls að viðstöddum eigendum Vísis.

Stórglæsilegt skip þetta og vert að óska Vísi til hamingju með það.

Hér að neðan eru myndir sem Jón Steinar tók við undirritunina og lánaði mér til birtingar auk tölvuteikninga af skipinu. 

Tölvuteikning af nýjum Páli Jónssyni GK 7.

 

Tölvuteikning af nýja Páli Jónssyni GK 7.

 

Tölvuteikning af nýjum Páli Jónssyni GK 7.

 

Skrifað undir smíðasamning að nýju skipi. © Jón Steinar 2017.

 

Hópmynd að lokinni undirskrift. © Jón Steinar 2017.

11.12.2017 19:32

Hásteinn

Hásteinn ÁR 8 var keyptur hingað til lands frá Svíþjóð árið 1986 en hann var smíðaður 1984. Hann fékk nafnið Örn SH 248. Hann var seldur til Vestmannaeyja þar sem hét hann áfram Örn en varð VE 344.

1992 var hann seldur til Stokkseyrar og fékk núverandi nafn. 

Í frétt í Morgunblaðinu þann 26. október 1986 sagði frá komu bátsins til Stykkishólm:

Í GÆRKVÖLDI, 20. október, kom nýr bátur til Stykkishólms. Er báturinn búinn öllum nýjustu siglingar- o g fiskileitartækjum, talstöðvum, sjónvarpi og mynd-segulböndum. Þá eru farsímar af nýjustu gerð og þvi enginn vandi að gera viðvart hvar sem báturinn er staddur.

Báturinn er stálskip 114 lestir að stærð. Íbúðir skipverja eru aftan við brú og eins eldhús og öll þægindi. Það verður ekki annað séð en öllu sé vel fyrir komið og þægindi hin bestu.

Báturinn er keyptur frá Svíþjóð og smíðaður í Karlstad árið 1983 og hefir verið á veiðum í 2 ár og reynst vel. í skipinu er 775 Caterpillar-aflvél, aðalvél og 125 hesta ljósavél af sömu tegund. Spilbúnaður er tvisvar sinnum 12 tonna spilvindur og 12 tonna veiðarfæravinda. Auk þess er báturinn búinn löndunarkrana 8 tonna. Lest bátsins er kassavædd og er um 100 rúmmetrar að stærð. Báturinn heitir Örn og ber einkennisstafina SH 248 og er eigandi Rækjunes — Björgvin hf, Stykkishólmi.

Ég átti tal við Þorstein Björgvinsson, skipasmíðameistara í Stykkishólmi, sem fór ásamt Sigurjóni Helgasyni framkvæmda-stjóra til Svíþjóðar og Danmerkur fyrr í haust til að athuga með kaup og innfiutning á bát, eftir að fyrirtækið varð að taka úr notkun mb. Örn, 95 tonna gamlan þýskan bát sem fór í úreldingu. Þorsteinn sagði mér að hann hefði litið á nokkra báta með tilliti til íslenskra aðstæðna og þetta hafi verið talin hagkvæmustu og bestu kaupin. „Við héldum af stað til íslands um seinustu helgi," sagði Þorsteinn og reyndist báturinn sérstaklega vel. „Kom það greinilega fram því við hrepptum vont veður og urðum að bíða vars í Færeyjum í tvo sólarhringa."

Skipstjóri á hinu nýja skipi verður Konráð Ragnarsson, Stykkishólmi, og vélstjóri Hörður Karlsson, Stykkishólmi. Báturinn mun senn fara á skelfiskveiðar. Báturinn er smíðaður til hverskonar togveiða.

Árni

1751. Hásteinn ÁR 8 ex Örn VE. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

1751. Hásteinn ÁR 8 ex Örn VE. © Óskar Franz 2016.

 

 

 

 

 

10.12.2017 10:29

Grindavíkurhöfn

Hér koma myndir sem Ágúst Guðmundsson tók í Grindavík sennilega árið 1984.

Á efri myndinni liggur Sandvíkin næst, Sigurþór er við endann. Hinu megin við bryggjuna liggur Eldhamar II og fjær er Sigrún.

Á neðri myndinni er Vörðufellið að landa og sést í stefnið á Drífu. Sá guli sem siglir burtu tel ég að sé Hrappur.

Við Grindavíkurhöfn. © Ágúst Guðmundsson.

 

 

Við Grindavíkurhöfn. © Ágúst Guðmundsson.

 

 

09.12.2017 20:35

Ontika

Hér koma tvær myndir af skuttogaranum Ontika sem Eiríkur Sigurðsson og Óskar Franz tóku.

Ontika hét upphaflega Le Bretagne og var smíðaður árið 1984.

Ég birti mynd af Ontika fyrr á þessu ári og hér má lesa þá færslu.

Ontika E - 1502 ex Orri ÍS. © Eiríkur Sigurðsson 2016.

 

Ontika EK - 1502 ex Orri ÍS. © Óskar Franz 2017.

09.12.2017 20:15

Keflavíkurhöfn

Hér koma tvær myndir sem Ágúst Guðmundsson tók við Keflavíkurhöfn upp úr 1980.

Á myndunum má sjá Baldur KE 97 koma að bryggu, á efri myndinni eru fv. Búrfell KE 140, Stafnes KE 130, Sigurvin GK 51, Arnar KE 260, Þorsteinn KE 10, Svanur KE 90 og Binni í Gröf KE 127.

Á neðri myndinni glittir einnig í Rán KE 37.

 

Keflavíkurhöfn. © Ágúst Guðmundsson.

 

Keflavíkurhöfn. © Ágúst Guðmundsson.

09.12.2017 11:43

Binni í Gröf og Búrfell

Hér koma að landi í Keflavík Binni í Gröf KE 127 og Búrfell KE 140. Binni í Gröf hét upphaflega Fram GK 328 og var smíðaður í Danmörku 1960. Síðar fékk hann nafnið Ásgeir MagnússonGK 59 og því næst það nafn sem hann ber á myndinni. Að lokum hét hann Nonni ÍS 440 og var úreltur undir því nafni 1989.

Búrfell var smíðað í Noregi 1963 og hét upphaflega Ásbjörn RE 400. Síðar fékk hann nafnið Búrfell ÁR 40 og KE 140 eftir að hann var seldur á Suðurnesin. Úreltur 1992 en síðar eignaðis Bergþór heitinn Hávarðarson bátinn og gaf honum Ásbjarnarnafnið aftur. Fór í brotajárn 2004.

Ágúst Guðmundsson tók þessar myndir snemma á níunda áratug síðustu aldar.

419. Binni í Gröf KE 127 - 17. Búrfell KE 140. © Ágúst Guðmundsson.

 

Keflavíkurhöfn. © Ágúst Guðmundsson.

09.12.2017 00:17

Garðar GK 141

Hér kemur mynd af Garðari GK 141 koma til hafnar í Grindavík.  Myndina tók Ágúst Guðmundsson og ég hef áður skrifað um bátinn á síðunni og endurbirti hér:

Sigrún AK 71 var smíðuð á Akranesi 1962 og mældist þá 139 brl. að stærð. Hann var í eigu Sigurðar Hallbjarnarsonar hf. á Akranesi sem seldi hann 1965 norður á Höfðakaupstað sem í dag heitir Skagaströnd. kaupandi var Útgerðarfélag Höfðakaupstaðar hf. og fékk báturinn nafnið Helga Björg HU 7. Báturinn var endurmældur árið 1966 og mældist 114 brl. eftir það. Hann var aftur endurmældur 1971, við það varð hann 101 brl. og ári síðar var hann seldur Útveri hf. í Keflavík. Þá fékk hann nafnið Hólmsberg KE 16. 1977 er hann aftur seldur, nú Flös hf. í Garði sem nefnir hann Þórð Sigurðsson og er hann enn með KE 16. Lárus Guðmundsson og Brynjar Ólafsson í Grundarfirði kaupa bátinn 1980 og nú heitir hann Framfari SH 42. Seldur 1981 Stöð hf. í Grundarfirði, sama nafn og númer. Sama ár er sett í hann ný 500 hestafla aðalvél af gerðinni Greena en upphaflega var 525 hestafla MWM aðalvél í bátnum. 1982 er hann seldur til Reykjavíkur. Kaupendur eru Óli Guðmundsson og Hvalfell hf. og fær hann nafnið Jón Halldórsson RE 2. 1984 er hann enn og aftur seldur, nú Gesti Ragnarssyni í Grindavík sem nefnir hann Garðar GK 141. 1984 skiptir báturinn enn og aftur um nafn og númer þegar Hraðfrystihús Þórkötlustaða hf. kaupir hann og hann verður Þorbjörn II GK 540. Þessar heimildir eru úr ritverkinu Íslensk skip eftir Jón Björnsson og ná ekki lengra fram en til ársins 1988. Ég er því ekki með örruggar heimildir fyrir því hvað varð um bátinn eftir 1988 en minnir þó að Þorbjarnarnafnið hafi verið hans síðasta. 

 

180. Garðar GK 141 ex Jón Halldórsson RE. © Ágúst Guðmunsdsson.

08.12.2017 22:13

Hafborg - Nýjar myndir frá Danmörku

Guðlaugur Óli Guðlaugsson tók þessar myndir af nýju Hafborginni sem er í smíðum í Hvide Sand í Danmörku. Glæsilegur 25,95 metra dragnóta- og netabátur sem kemur heim snemma á nýju ári.

2940. Hafborg EA 152. © Guðlaugur Óli Guðlaugsson 2017.

 

2940. Hafborg EA 152. © Guðlaugur Óli Guðlaugsson 2017.

 

2940. Hafborg EA 152. © Guðlaugur Óli Guðlaugsson 2017.
Flettingar í dag: 1344
Gestir í dag: 237
Flettingar í gær: 1720
Gestir í gær: 399
Samtals flettingar: 8677501
Samtals gestir: 1908938
Tölur uppfærðar: 24.9.2018 06:35:00
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is