Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

08.11.2017 15:50

Randzel

Flutningaskipið Randzel kom ti Húsavíkur í morgun og tók ég þessa mynd þegar það lagðist að Bökugarðinum. Skipið, sem siglir undir fána Gíbraltar og var smíðað 2006, kom með fyrsta hráefnisfarminn til kísilvers PCC BakkaSilcon á Bakka.

Randzel. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

 

 

 

07.11.2017 22:35

Vestmannaey og Bergey

Hér toga þær systur Vestmannaey VE 444 og Bergey VE 544. Mikil aflaskip þarna á ferðinni sem smíðuð voru í Póllandi á sínum tíma. Bergey afhent 2006 og Vestmannaey 2007. Eigandi Bergur-Huginn ehf. í Vestmannaeyjum, dótturfélag Síldarvinnslunnar á Neskaupsstað. Myndina tók Börkur Kjartansson vélstjóri á Víkingi AK 100.

2444. Vestmannaey VE 444 - 2744. Bergey VE 544. © Börkur Kjartansson.

07.11.2017 15:41

Skipamyndadagatal 2018

Þá er ég farin að huga að dagatali með skipamyndum fyrir árið 2018.  Á því eru bæði verða bátar sem eru á skrá í dag og aðrir sem horfið hafa í áranna rás. Litlir og stórir og myndir eftir mig og nokkra aðra. Ekki alveg komið á hreint hver sá elsti verður en þeir nýjustu voru smíðaðir á þessu ári.

Áhugasamir geta pantað dagatalið á korri@internet.is eða í skilaboðum á fésbókarsíðu minni.

ATH ! Verðið er það sama og í fyrra 3000 kr. stk án vsk.

Hér gefur að líta forsíðuna á dagatalinu í ár.

 

05.11.2017 21:13

Björg EA 7 - Myndskeið

Hér kemur myndband sem ég tók þegar Björg EA 7 kom til heimahafnar á Akureyri í síðustu viku.

 

05.11.2017 17:21

Arctic Viking

Færeyski rækjutogarinn Artic Viking á toginu en hann er með heimahöfn í Kollafirði. Smíðaður 1986 í Tomrefirði í Noregi. 58 m. að lengd og 13 m. breiður.

Arctic Viking VN 123. © Eiríkur Sigurðsson.

05.11.2017 12:47

Björg og Björgúlfur

Hér er Björg að leggjast að bryggju á Akureyri í fyrsta sinn og verið að landa úr Björgúlfi. 

2894. Björg EA 7 - 2892. Björgúlfur EA 312. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

05.11.2017 11:41

Gullhólmi - Myndasyrpa

Hér kemur syrpa af myndum sem ég tók þegar Gullhólmi kom til hafnar á Húsavík sl. föstudag.

Þegar Gullhólmi var afhentur eigendum sínum haustið 2015 birtist eftirfarandi frétt á vef Fiskifrétta:

Nýlega afhenti Seigla ehf. á Akureyri nýjan bát, Gullhólma SH, til Augustson í Stykkishólmi. Gullhólmi SH, sem smíðaður er inn í krókaaflamarkskerfið, er 30 brúttótonn að stærð, um 13,7 metra langur og 5,7 metra breiður.

Báturinn er hannaður af Ráðgarði skiparáðgjöf ehf. Báturinn er ríkulega búinn vélum og tækjum. Siglinga- og fjarskiptatæki eru frá Sónar ehf. Sónar sá einnig um uppsetningu siglingatækja. Aðalvélin er Yanmar og beitningarvélin er frá Mustad.  

Heiðguð Byggir sá um alla smíðavinnu og uppsetningu en Trésmiðjan Ölur ehf. smíðaði eldhúsinnréttingu og hurðir. Alla aðra vinnu annaðist Seigla, s.s. rafmagnsvinnu, stálvinnu og niðursetningu vélbúnaðar. Málning er frá Sérefni ehf.

Íbúðir eru fyrir 8 skipverja í 4 tveggja manna klefum, ásamt setustofu, borðsal, eldhúsi, baðherbergi og þvottahúsi.

Fiskilest er 50 rúmmetrar að stærð og rúmar 42 stykki af 660 lítra körum sem eru frá iTUB ehf. Eldsneytistankur er 5.000 lítra og ferskvatnstankur er 1.500 lítra.

2911. Gullhólmi SH 201 á Skjálfanda. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

 

2911. Gullhólmi SH 201. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

 

Gullhólmi var smíðaður hjá Seiglu á Akureyri 2015. © Hafþór 2017.

 

2911. Gullhólmi SH 201 kemur að bryggju. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

 

Lagst að bryggju. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

 

Löndun hafin á Húsavík. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

 

Landað úr Gullhólma SH 201. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

 

Agustson ehf. í Stykkishólmi gerir Gullhólma út. © Hafþór 2017.

 

Aflinn var um 13 tonn. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

 

Aflinn ísaður. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

 

Frændur og alnafnar, Hreinn Jónsson x2 © Hafþór Hreiðarsson. 

 

Hreinn Jónsson, Örn Arngrímsson og Hreinn Jónsson skipstjóri. © HH 2017.

04.11.2017 22:02

Argenova XXI ex Vestmannaey

Geiri Péturs frændi minn í suðurhöfum sendi mér þessar myndir í dag sem hann tók í gær af Argenova XXI sem áður hét Vestmannaey VE 54.

Í skeyti frá Geira, sem stýrir togaranum Tai An, segir að þeir séu tannfiskveiðum undan ströndum Eldfjallalands (Tierra del Fuego) í Argentínu. Þeir á gömlu Vetsmannaey sátu fastir á ödrum endanum í 10 klst. en sem betur fer i góðu veðri eins og sjá má. Þeir náðu öllu draslinu um borð að lokum en dýpið þarna er 1100 m. 

 

Argenova XXI ex Vestmannaey VE 54. © Sigurgeir Pétursson 2017.

 

Argenova XXI ex Vestmannaey VE. © Sigurgeir Pétursson 2017.

04.11.2017 12:52

Plutonas

Hér er Litháenski togarinn Plutonas að veiðum í fyrra en hann hefur nú verið seldur til Rússland. Hann var smíðaður 1986 hjá Aas skipasmíðastöðinni í Vestnes og hét upphaflega Tromsland. Því nafni hélt hann til ársins 1999 er fær nafnið Star of Karelia í nokkra mánuði og síðan heitir hann Zvezda Karelii til ársins 2003. Þá fær hann nafnið Ostro Valaam sem hann ber þar til hann fær núverandi nafn 2010. (ShipsSpotting.com)

Þess má geta til gamans að Geiri Péturs ÞH 344 (1825) var smíðaður hjá sömu stöð 1984.

Plutonas KL 836 ex Ostro Valaam. © Eiríkur Sigurðsson.

03.11.2017 17:04

Gullhólmi - Myndband

Hér kemur stutt  myndband sem ég tók í morgun þegar línubáturinn Gullhólmi SH 201 kom til löndunar á Húsavík.

 

03.11.2017 11:52

Gullhólmi

Gullhólmi SH 201 frá Stykkishólmi kom inn til Húsavíkur í morgun til löndunar. Aflinn um 13 tonn en báturinn var að veiðum hér norður af. Set hér inn eina mynd en þær munu verða fleiri í dag.

2911. Gullhólmi SH 201. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

03.11.2017 08:51

Sæunn Sæm verður Tumi

Sæunn Sæmunds ÁR 60 hefur verið keypt norður í Eyjafjörð þar sem hún fær nafnið Tumi EA 84. Myndina tók ég á dögunum þegar báturinn var nýkominn til Dalvíkur. Eigandi er Bakkahlíð ehf. og heimahöfnin á Árskógssandi.

2706. Sæunn Sæmundsd ÁR 60 nú Tumi EA 84. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

03.11.2017 08:28

Rækjutogarar í norðurhöfum

Hér koma myndir af rækjtogurum við veiðar í norðurhöfum. Ef mér skjöplast ekki eru þetta sá danski Ocean Tiger og færeyska Havborgin ásamt norska Volstad.

Á neðstu myndinni er einn dökkrauður í fjarska, spurining um nafnið á honum.

Rækjutogarar að veiðum. © Eiríkur Sigurðsson.

 

Ocean Tiger-Havborg-Volstad. © Eiríkur Sigurðsson.

 

© Eiríkur Sigurðsson skipstjóri á Reval Viking.

02.11.2017 18:36

Jón Kjartansson

Hér liggur Jón Kjartansson SU 111 við bryggju á Eskifirði um miðjan níunda áratug síðustu aldar.

Upphaflega Narfi RE í eigu Guðmundar Jörundssonar útgerðarmanns. Smíðaður í Þýskalandi 1960 en keyptur til Eskifjarðar 1980.

Í Þjóðviljanum 19. janúar 1960 var frétt um smíði skipsins og þar kom fram að það teldist einnig til nýjunga við smíði Narfa, að framendi er með svonefndu peru. 

Set þetta bara til gamans því perustefni hafa verið í umræðunni upp á síðkastið.

 

155. Jón Kjartansson SU 111 ex Narfi RE. © Hafþór Hreiðarsson.

 

01.11.2017 19:34

Sunderøy og Gadus Njord

Hér toga þeir samsíða norsku togararnir Sunderøy og Gadus Njord en myndina tók Eiríkur Sigurðsson. Gadus Njord hefur komið við sögu hér áður en Sunderøy var smíðaður 2004 á Spáni. Hann er 56,20 m. að lengd og 14 m. breiður og með heimahöfn í Sortland.

Sunderøy N-100-Ø - Gadus Njord N-125-VV. © Eiríkur Sigurðsson.
Flettingar í dag: 808
Gestir í dag: 165
Flettingar í gær: 3300
Gestir í gær: 1325
Samtals flettingar: 8521940
Samtals gestir: 1854489
Tölur uppfærðar: 23.7.2018 05:23:21
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is