Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

19.11.2017 12:47

Gnúpur

Gundi á Frosta tók þessa mynd af frystitogaranum Gnúpi frá Grindavík vestur á Ísafirði í gærmorgun. Upphaflega Guðbjörg ÍS 46, smíðuð í Flekkefjørd Noregi 1981. Lengd 1988. Vék fyrir nýrri Guðbjörgu árið 1994 og var þá seld Þorbirninum.

1579. Gnúpur GK 11 ex Guðbjörg ÍS. © Gundi 2017.

18.11.2017 10:16

Þerney

Þerney RE 101 sem síðar varð RE 1 kemur hér til hafnar í Reykjavík fyrir löngu síðan. Mig minnir að þetta sé að morgni  laugardags fyrir sjómannadag árið 2000.

Nú hefur Þerney verið seld til Suður-Afríku og er í þessum skrifuðu orðum í slipp í Reykjavík.

Þerney var smíðuð árið 1992 í Noregi og vargerð út af HB Granda frá því hún kom til landsins 1993. 

 

2203. Þerney RE 101ex Mikhail Levashov. © Hafþór Hreiðarsson 2000.

18.11.2017 10:01

Krabbagildrubáturinn Solyaris

Eiríkur Sigurðsson skipstjóri á Reval Viking tók þessa mynd af rússneska krabbagildruskipinu Solyaris. Þetta nafn fékk skipið 2013 en hét áður O Yang No.205 og var smíðað 1987. Heimahöfn þess er Nevelsk. Skipið er 56.07 m. að lengd og 8,8 á breidd.

Solyaris ex O Yang No.205. © Eiríkur Sigurðsson.

17.11.2017 23:57

Landegoværing

Landegoværing heitir hann þessi og er þarna í lengingu í Aas skipasmíðastöðinni í Vestnes í Noregi. Árið er 1987 og handan bryggjunnar er Heiðrún EA 28 í yfirbyggingu og brúarskiptum. 

Landegoværing, sem smíðaður var 1985, heitir í dag Vibeke Helene.

Landegoværing N-490-B. © Hreiðar Olgeirsson 1987.

17.11.2017 23:44

Jódi og Tóti heiðraðir á Sjómannadeginum 1979

Húsavík 11. júní 1979

Hátíðarhöld með hefðbundunm hætti.

Sjómannadagshátíðahöldin fóru fram með hefðbundnum hætti á Húsavík. Klukkan 9 á sunnudagsmorgninum messaði sr. Sigurður Guðmundsson prófastur á Grenjaðarstað.

Síðar um daginn fór framkappróður, ýmsar íþróttir og leikir og um kvöldið var stiginn dans í félagsheimilinu.

Tveir aldraðir sjómenn voru heiðraðir, þeir Jósteinn Finnbogason og Þórarinn Vigfússon.

Slysavarnarkonur höfðu kaffisölu í félagsheimilinu.

- Fréttaritari.

Þórarinn Vigfússon og Jósteinn Finnbogason. © Hreiðar. Olgeirsson 1979.

 

16.11.2017 20:48

Sula

Sula heitir hann þessi og var smíðaður 1967 og hét áður Blink. Alls ekki fallegur að sjá en hann er gerður út til hvalaskoðunar ofl. ævintýraferða í norður Noregi.

Hér má sjá heimasíðu fyrirtækisins

Eiríkur Guðmundsson tók þessa mynd í dag.

Sula ex Blink. © Eiríkur Guðmundsson 2017.

15.11.2017 20:10

Skip ÚA við bryggju á Dalvík

Hér liggja ÚA skipin Kaldbakur EA 1 og Anna EA 305 við bryggju á Dalvík í dag.

2891. Kaldbakur EA 1 - 2870. Anna EA 305. © Haukur Sigtryggur 2017.

12.11.2017 15:17

Sólberg á toginu

Gundi á Frosta ÞH náði þessum myndum af Sólberginu ÓF þar sem það var að veiðum  á Strandagrunni í gær. Glæsilegt skip Sólbergið.

2917. Sólberg ÓF 1. © Gundi 2017.

 

2917. Sólberg ÓF 1. © Gundi 2017.

 

2917. Sólberg ÓF 1. © Gundi 2017.

11.11.2017 11:29

Jón Kjartansson

Hér er nýi Jón Kjartansson SU 111 á veiðum en núna er hann á Akureyri þar sem m.a. er verið að setja í hann útbúnað til nótaveiða.

Áður Charisma frá Skotlandi en Eskja keypti þetta skip, sem var byggt 2003 í Noregi og er 70,7 metrar á lengd og 14,5 metrar á breidd, sl. sumar. 

Aðalvél skipsins er MAK 6000 kw og 8160 hestöfl.

2949. Jón Kjartansson SU 111 ex Charisma. © Börkur Kjartansson 2017.

10.11.2017 17:30

Katla

Eiki frændi minn tók þessa mynd af Kötlu T-138- í Skervøy í dag eða gær. Hef lítið um bátinn að segja þar sem ég veit ekkert um hann en Skervøy er eyja norðaustan við Tromsø.

Katla T-138-S. © Eiríkur Guðmundsson 2017.

10.11.2017 16:51

Betz Viking

Þennan togara, Betz Viking, myndaði ég í Reykjavíkurhöfn í aprílmánuði 2005. Skipið hét áður Hágangur II og varð nokkuð þekktur á meðan Smugudeilunni stóð. Hágangur II sem og Hágangur I voru keyptir frá Kanada og bar Hágangur II þar nafnið Cape Hunter. 

Hvað varð af þessum togara sem smíðaður var 1975 er ég ekki með á hreinu en ætli hann sé ekki horfinn af sjónarsviðinu. UPPFÆRT: Óskar Franz segir að hann hafi farið í brotajárn 2008, sennilega í Grenaa.

Betz Viking ex Hágangur I. © Hafþór Hreiðarsson 2005.

 

10.11.2017 16:42

Hinni

Hinni ÞH kemur til hafnar á Húsavík þann 1. mars 2005.  Hvalaskoðunarbáturinn Draumur frá Dalvík í dag.

1547. Hinni ÞH 70 ex Sveinn Sveinsson BA. © Hafþór Hreiðarsson 2005.

10.11.2017 15:45

Eyrún ÁR 66

Eyrún ÁR 66 sem í dag heitir Sparkling Line er í fréttum dagsins en báturinn var dreginn til hafnar eftir að hafa orðið vélarvana norður af Skotlandi.

Lesa frétt og sjá myndband á mbl.is

Sparkling Line var smíðaður 1989 en keyptur til Þorlákshafnar árið 2000 og fékk nafnið Eyrún ÁR 66. Seldur aftur til Bretlands árið 2006 þar sem hann fékk aftur sitt gamla nafn.

 

2476. Eyrún ÁR 66 ex Sparkling Line. © Hafþór Hreiðarsson 2005.

 

09.11.2017 21:17

Randzel aftur

Hér kemur önnur mynd af flutningaskipinu Randzel. Þessa tók ég í dag þegar verið var að færa skipið frá Bökugarðinum að Norðurgarðinum vegna of mikillar hreyfingar við þann fyrrnefnda.

Randzel. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

08.11.2017 16:07

Gullhólmi

Gullhólmi SH 201 lætur hér úr höfn á Húsavík eftir hádegi í dag. Kom inn til löndunar í morgun og siglir nú í þessum skrifuðu orðum vestur á bóginn.

2911. Gullhólmi SH 201. © Hafþór Hreiðarsson 2017.
Flettingar í dag: 808
Gestir í dag: 165
Flettingar í gær: 3300
Gestir í gær: 1325
Samtals flettingar: 8521940
Samtals gestir: 1854489
Tölur uppfærðar: 23.7.2018 05:23:21
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is