Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

17.01.2018 17:43

Dagatalið

Ég þarf að panta mér eitt eintak af dagatali Skipamynda og datt í hug að athuga hvort einhverjir fleiri hefðu áhuga.

 

Ef áhugi er á því má panta á korri@internet.is fyrir föstudag. Verðið er 3000 kr.

 

 

 

Forsíða dagatalsins 2018.

17.01.2018 13:44

Kapitan Varganov á Akureyri

Þessa mynd af Kapitan Varganov MK-0354 tók Haukur Sigtryggur á Akureyri í fyrradag. Togarinn, sem er með heimahöfn í Murmansk, var smíðaður í Vigo á Spáni 1993 og hét áður Hekktind. 

Kapitan Varganov MK-0354. © Haukur Sigtryggur 2018.

16.01.2018 17:09

Lýtingur

Lýtingur NS 250 á heimleið frá Hull vorið 1989. Upphaflega Þorsteinn RE 303 en er línuskipið Kristín GK í dag og er í eigu Vísis hf. í Grindavík.

972. Lýtingur NS 250 ex Stjörnutindur SU. © Hafþór Hreiðarsson 1989.

16.01.2018 15:40

Litli gefur stóra

Þessa mynd tók Eiki á dögunum í Kaldfjørd og sýnir hún Storstein ST-94-AA og Trønderbas NT-500-V. Sá litli er á síldveiðum og með nótina á síðunni og sá stóri er að þiggja úr henni.

Trønderbas var smíðaður 1999 og er 68 metra langur og 14 metra breiður. Storstein er 13 metra langur og 5 metra breiður.

Storstein ST-94-AA - Trønderbas NT-500-V. © Eiríkur Guðmundsson 2018.

15.01.2018 15:33

Rennebåen

Eiki tók þessa mynd um helgina í Kaldfjørden og sýnir hún Rennebåen T-373-T á siglingu. Rennebåen var smíðaður 1988 og er um 10 metra langur.

Rennebåen T-373-T. © Eiríkur Guðmundsson 2018.

14.01.2018 19:02

Robris

Brunnbáturinn Robris frá Álasundi í Noregi kom nokkrar ferðir til Grindavíkur sumarið 2012 til þess að sækja seiði.
Jón Steinar myndaði hann kom í fyrsta skiptið 8. Júlí 2012 og kom hann inn til Grindavíkur til þess að láta taka út lestina af þar til bærum mönnum. 

Báturinn fór síðan út frá Grindavík og lagðist fyrir ból og akkeri neðan við fiskeldi Samherja úti á Stað og þaðan var lögð leiðsla um borð í bátinn og seiðunum dælt beint um borð.

Robris © Jón Steinar 2012.

 

Robris. ©. Jón Steinar 2012.

13.01.2018 17:41

Herjólfur

Þessar myndir tók Jón Steinar í dag þegar Herjólfur lagði úr höfn í Þorlákshöfn áleiðis til Vestmannaeyja.

2164. Herjólfur við bryggju í Þorlákshöfn. © Jón Steinar 2018.

 

2164. Herjólfur. © Jón Steinar 2018.

 

2164. Herjólfur. © Jón Steinar 2018.

 

2164. Herjólfur. © Jón Steinar 2018.

 

2164. Herjólfur. © Jón Steinar 2018.

13.01.2018 14:57

Guðmundur Ólafur

Hér koma tvær myndir Hreiðars Olgeirssonar af Guðmundi Ólafi ÓF 91. Þarna var hann á rækju og er að toga. Upphaflega Börkur NK 122, smíðaður í Florö 1966 fyrir Síldarvinnsluna á Neskaupsstað.

1020. Guðmundur Ólafur ÓF 91 ex Krossanes SU. © Hreiðar Olgeirsson.

 

1020. Guðmundur Ólafur ÓF 91 ex Krossanes SU. © Hreiðar Olgeirsson.

13.01.2018 13:38

Happasæll

Happasæll KE 94 í slippnum í Njarðvík, upphaflega Heimir SU 100 og Grímsnes GK 555 í dag. Á neðri myndinni sést einnig í Þuríði Halldórsdóttur GK 94 sem upphaflega var Sóley ÍS 225.

Báðir bátarnir smíðaðir í Noregi fyrir Íslendinga. Heimir í Flekkufirði 1963 og Sóley í Risør 1966.

89. Happasæll KE 94 ex Árni Geir KE. © Hreiðar Olgeirsson.

 

 

1009. Þuríður Halldórsdóttir GK 94 -89. Happasæll KE  94. © Hreiðar Olg.

13.01.2018 11:35

Ringaskjær

Eiki tók þessa mynd í Kaldfjørd í gær og sýnir hún Ringaskjær sem smíðaður var 1966 og hefur heitið mörgum nöfnum. Hann er í dag notaður til fiskflutninga þarna norður frá.

Ringaskjær ex Vitoria G. © Eiríkur Guðmundsson 2018.

11.01.2018 22:59

Vörður

Vörður fór til veiða frá Grindavík í gær. Það var ennþá frekar þungur sjór í honum eftir síðasta lægðarhvell eins og ljósmyndarinn Jón Steinar Sæmundsson orðaði það svo vel.

2748. Vörður EA 748. © Jón Steinar 2018.

 

2748. Vörður EA 748. © Jón Steinar 2018.

 

2748. Vörður EA 748. © Jón Steinar 2018.

 

2748. Vörður EA 748. © Jón Steinar 2018.

 

11.01.2018 21:14

Ísleifur og Ísleifur II

Eyjaskipin Ísleifur VE 63 og Ísleifur II VE 336 eru hér á myndum sem Óskar Franz tók 28 júlí 2015 þegar sá nýi kom til heimahafnar í fysrta skipti.

2388. Ísleifur VE 63 ex Ingunn AK. © Óskar Franz 2015.

 

1610. Ísleifur II VE 336 ex Ísleifur VE. © Óskar Franz 2015.

11.01.2018 18:45

Ísborg

Hún speglast flott sú gamla í höfninni á Ísafirði. Gundi á Frosta tók myndina í gærkveldi.

78. Ísborg ÍS 250 ex Vatneyri BA. © Gundi 2018.

10.01.2018 21:13

Dagfari

Dagfari GK 70 á loðnumiðunum. Þessa mynd tók Baldur Sigurgeirsson að mig minnir en ef svo er ekki var það Svafar vinur hans Gestsson. Þeir eru saman í umslagi hjá mér vélameistarnir. Þ.e.a.s myndir frá þeim.

Dagfari var smíðaður fyrir Barðann hf. á Húsavík í Boizenburg 1967 og ég held að saga hans hafi komið oft og mörgu sinnum hér á síðunni.

Frá komu hans til Húsavíkur sagði svo frá í Verkamanninum þann 19. maí 1967:

Nýi Dagfari kom til Húsavíkur aðfaranótt 17. þ. m. Þetta er glæsilegt 268 tonna veiðiskip,sem útgerðarfélagið Barðinn á, stoðir þess félags eru bræðurnir Stefán og Þór Péturssynir.

Dagfari er smíðaður í Austur-Þýzkalandi og er systurskip Náttfara, sem kom til landsins á sl.vetri.

Verkamaðurinn óskar eigendum, skipshöfn og byggðalagi til,hamingju með þetta glæsilega atvinnutæki.

Á myndinni sem er tekin tæpum 30 árum síðar má sjá að búið er að lengja, yfirbyggja og skipta um brú á bátnum sem hét Stokksey ÁR 40 síðustu árin en hann fór í brotajátn árið 2005.

1037. Dagfari GK 70 ex ÞH. © Baldur Sigurgeirsson 1995.

 

 

10.01.2018 21:00

Una í Garði

Hér kemur mynd sem Svafar Gestsson tók er hann var bátsverji á Aroni ÞH 105. Ég ímynda mér að þeir séu á útleið og í humátt fylgir Una í Garði GK 100.

1207. Una í Garði GK 100 ex Geiri Péturs ÞH. © Svafar Gestsson.
Flettingar í dag: 1606
Gestir í dag: 548
Flettingar í gær: 1954
Gestir í gær: 540
Samtals flettingar: 8682156
Samtals gestir: 1910422
Tölur uppfærðar: 26.9.2018 11:22:44
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is