Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

09.02.2018 17:32

Ærling

Svafar Gestsson tók þessa mynd í gær af Ærling M-2-AE frá Kristiansund. Ærling þessi var smíðaður árið 2017 og er 10,99 metra langur netabátur og 4,45 metrar á breidd.

Um hann sagði á fiskerforum.dk í fyrra:

Jemar Norpower has delivered a new 10.99m Sjark to owners Jørgen Torset and Terje Oldervik.

The new Ærling is rigged for netting, measures 10.99 metres with a 4.45 metre beam and has an 18 cubic metre fishroom. The wheelhouse offers a 360° view and the mess area is in the wheelhouse, along with a galley equipped with a ceramic hob. There are cabins and a toilet and shower below the wheelhouse.

Ærling’s main engine is a 305hp, 6.70 litre Cummins QSB driving a 4-bladed Nogva propeller via a Nogva HC 168 reduction gear at a 4.16:1 ratio, giving a working speed of around nine knots. The gearbox also has a PTO. The SP300 side thruster is from Sleipnir hydraulics.

Ærling has an extensive working deck area, with a shelter along the whole of the boat’s port side. The pounds for the boat’s fishing gear are located at the stern.

Deck equipment is from Lorentzen Hydraulics, with a 1200kg LHG1200 net hauler fitted on the starboard side and a net stacker aft. Lorentzen also supplied the winches for the landing boom. A Troldmyr Møbelfabrikk HIAB crane is also fitted aft over the deck area.

Electronics are supplied by ProNav and Oddstøl Elektronikk, and include a Furuno CH-270BB sonar.

 

Ærling M-2-AE. © Svafar Gestsson 2018.

09.02.2018 16:43

Ný Cleopatra 36 til Stavanger

Bátasmiðjan Trefjar í Hafnarfirði afgreiddi nú á dögunum nýjan Cleopatra bát til Ombo í nágrenni Stavanger í Noregi.

Kaupandi bátsins er Odd-Cato Larsen sem jafnframt verður skipstjóri á bátnum.

Báturinn hefur hlotið nafnið Prince.  Báturinn mælist 14brúttótonn.  Prince er af gerðinni Cleopatra 36.

Aðalvél bátsins er af gerðinni FPT C13 650hp tengd ZF V-gír.  Báturinn er útbúinn fullkomnum siglingatækjum af gerðinni JRC.

Báturinn er einnig útbúin með tveimur vökvadrifnum hliðarskrúfum sem tengdar eru sjálfstýringu bátsins.  Báturinn er útbúinn til netaveiða.

Veiðibúnaður kemur frá Noregi.

Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking-björgunarbúnaði.

Rými er fyrir 15stk 380lítra kör í lest.  Fullkomin eldunaraðstaða auk borðsals er staðsett í brúnni.  Svefnpláss er fyrir þrjá í lúkar.  Salerni með sturtu er í lúkar. 

Báturinn hefur þegar hafið veiðar.

Prince R-7-HM. © trefjar.is 2018.

09.02.2018 11:54

Silver River

Þessa mynd af flutningaskipinu Silver River tók Svafar Gestsson við strendur Noregs í gær.

Skipið, sem áður hét Langfoss, var smíðað árið 2007. Það er 82 metrar að lengd, 16 metra breitt og mælist 3.538 GT að stærð.

Silver River er með heimahöfn í St. John´s og siglir undir fána  Antigua & Barbuda.

Silver River ex Langfoss. © Svafar Gestsson 2018.

09.02.2018 11:30

Artic Wolf

Articc Wolf heitir togarinn sem er á þessari mynd sem ég tók í Reykjavík 2004. 

Smíðaður 1982 og er 51 meter á lengdina en 12 á breidd. Mælist 1216 GT að stærð. Upphaflega Illimaasaq frá Grænlandi en seldur 1991 til Færeyja þar sem hann fékk nafnið Rán TG 752.

Hefur heitið nokrum nöfnum s.s Russian Viking, Sea Fox og þá Artic Wolf. Síðan Volk Arctiki og aftur Artic Wolf.

Er með heimahöfn í Murmansk. Hefur legið í höfn í Vladivostok síðan í október 2017 og hafði þar áður legið í Murmansk eftir því sem mér sýnist á ShipsPotting.com

Artic Wolf ex Sea Fox. © Hafþór Hreiðarsson 2004.

 

 

 

 

 

 

08.02.2018 16:07

Green Frost

Flutningaskipið Green Frost er hér að koma til Húsavík í aprílmánuði árið 2004. Þetta 33 ára skip er með heimahöfn í Nassau á Bahamas.

Það er 86 metra langt, 16 metra breitt og mælist 3398 GT að stærð.

Hét upphaflega Olavur Gregersen og síðar Nidaros en frá því í desember 1993 hét það Green Frost þangað til það fékk nafnið Samskip Frost annað hvort 2016 eða 2017.

Green Frost ex Nidaros. © Hafþór Hreiðarsson 2004.

08.02.2018 15:35

Hrafn

Hér kemur mynd síðan 1. mars árið 2004 og sýnir hún frystitogarann Hrafn GK 111 koma að landi í Hafnarfirði. Upphaflega Sléttanes ÍS 808 sem smíðað var í Slippstöðinni á Akureyri og afhent snemma árs 1983.

Þorbjörn hf. í Grindavík keypti togarann, sem var lengdur 1993, af Ingimundi hf. í Reykjavík haustið 1999. Ingimundur hafði fyrr á árinu keypt hann af Básafelli.

Þorbjörninn seldi Hrafn GK 111 til Rússlands í maímánuði 2015 og þar fékk hann nafnið Nera og er með heimahöfn í Vladivostok.

1628. Hrafn GK 111 ex Sléttanes ÍS. © Hafþór Hreiðarsson 2004.

 

 

08.02.2018 08:46

Stykkishólmur um 1990

Hér koma myndir sem Ágúst Guðmundsson tók í Stykkishólmi um 1990. Horft yfir hafnarsvæðið þar sem m.a má sjá Gretti SH, Sigurvon SH og Smára SH innann við hana. Utan á Sigurvoninni liggur Gísli Gunnarsson II SH. Þá má sjá Breiðafjarðarferjuna Baldur á einni mynd sem og Arnar SH.

Stykkishólmur um 1980. © Ágúst Guðmundsson.

 

Stykkishólmur um 1980. © Ágúst Guðmundsson.

 

Stykkishólmur um 1980. © Ágúst Guðmundsson.

 

Stykkishólmur um 1980. © Ágúst Guðmundsson.

07.02.2018 17:57

Fjölnir

Jón Steinar tók þessa mynd af Fjölni GK 157 koma til hafnar í Grindavík í gær. Báturinn var með fullfermi, eða um 360 kör sem gerir um 120 tonna afla.

1136. Fjölnir GK 157 ex Ocean Breezer. © Jón Steinar 2018.

07.02.2018 12:42

Holmfoss

Svafar vinur minn, vélstjóri á norska skipinu Martin H, tók þessa mynd af Holmfossi kl. 12:30 í dag rétt við bæinn Nesna, en Martin H er á leið suður með ströndum Noregs.

Holmfoss var smíðaður 2007 og er með heimahöfn í St. John´s og siglir undir fána  Antigua & Barbuda.

Holmfoss er 82 metra langur, 16 metra breiður og mælist 3538 GT að stærð.

Holmfoss. © Svafar Gestsson 2018.

07.02.2018 12:17

Faxaborg í slipp

Þessi mynd sýnir Faxaborg SH 207 í slipp í Reykjavík en þar var fyrsta heimahöfn þessa báts sem talinn var með gangmestu bátum flotans þegar hann kom nýr.

Sigurvon RE 133 hét hann þegar hann kom til landsins í febrúarmánuði 1964.

Í Morgunblaðinu 19. febrúar sagði svo frá:

KOMINN er til landsins nýr stálbátur, Sigurvon RE 133, eign samnefnds hlutafélags, en aðaleigendur eru Sigurður Pétursson og Guðmundur Ibsen, sem er skipstjóri. Hann var áður með Pétur Sigurðsson. Báturinn er 236 lestir að stærð, byggður í Noregi, mjög vandaður og með gangmestu fiskibátum fór 12,5 sjómílur í reynslusiglingu og 11 mílur að meðaltali á heimleið. Var hann 2 1/2 sólarhringa á leið heim

Sigurvon er útbúin 400 ha Wichman vél með forþjöppu, þannig að hún er skráð 600 ha. Er þessi sterka vél mjög fyrirferðarlítil og hefur það þann kost að lestin verður 3 fetum lengri og hægt að taka meira í hana. Skv. upplýsingum Sigurðar Péturssonar, útaerðarmanns, tekur báturinn 2000 tunnur í lest og á sumarsíldveiðum ber hann 3000 tunnur, án þess að tiltakanlegt álag sé á honum. 

Fer Sigurvon nú á síldveiðar fyrst og síðan á veiðar með þorsknetum. 

Báturinn Sigurvon er bygg ur í Risör í Noregi, og kostaði 10,5 millj. króna. Hann er mjög vandaður og vel búinn tækjum. í honum er gott kælikerfi í lest, tvær ljósavélar, tvö Simrad tæki, sjálfleitari og minna handleitartæki, sími er um skipið, aluminiumklæðning í lest, teak-viður í íbúðarinnréttingu og nælondúkar á gólfi. Er rúm fyrir 16 manna áhöfn, mjög rúmgott í hásetaklefum og bað fyrir áhöfnina. Í skipinu eru köld geymsla og frystigeymsla fyrir matvæli, 

ef farið yrði langar ferðir, t.d. á Grænlandsmið. Við höfum reynt að sjá fyrir því að möguleikar séu á hvers konar veiðum, sagði Sigurður Pétursson, er fréttamönnum var á laugardag boðið að skoða bátinn og í siglingu út á Sundin. 

 

257. Faxaborg SH 207 ex Sigurvon Ýr BA. © Hafþór Hreiðarsson.

 

07.02.2018 09:24

Bakkafoss

Hér siglir Bakkafoss út Sundin þann 4. maí 2016. Smíðaður árið 2010 og hét áður Ceres. Bakkafoss er með heimahöfn í St. John´s á Antigua & Barbudaeyjum.

Skipið er 141 metrar á lengd, 24 metra breitt og mælist 9983 GT að stærð.

Bakkafoss ex Ceres. © Hafþór Hreiðarsson 2016.

06.02.2018 12:38

Farsælum ferli Sturlaugs lokið

Ísfisktogarinn Sturlaugur H. Böðvarsson AK kom úr sinni síðustu veiðiferð fyrir HB Granda aðfararnótt sl. þriðjudags. Aflinn var um 90 tonn af karfa, þorski og ufsa. Þar með er farsælum ferli skipsins undir merkjum HB Granda lokið en nýsmíðin Akurey AK hefur leyst Sturlaug af hólmi.

Frá þessu segir á heimasíðu fyrirtækisins:


Sturlaugur H. Böðvarsson AK var smíðaður hjá skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts árið 1981 fyrir Grundfirðinga og hét þá Sigurfari SH. Togarinn, sem er 58,30 metra langur og mælist 431 brúttórúmlest, kostaði á sínum tíma 37,3 milljónir króna að teknu tilliti til fjármagnskostnaðar á smíðatímanum. Hann komst síðar í eigu Haraldar Böðvarssonar hf. og fékk þá Sturlaugsnafnið. Eftir sameiningu Granda og Haraldar Böðvarssonar í HB Granda hefur skipið verið gert út undir merkjum félagsins.

Eiríkur Jónsson hefur verið skipstjóri á Sturlaugi frá árinu 2009 en hann hafði þá verið stýrimaður á skipinu frá árinu 1992. Hann þekkir Sturlaug því öðrum betur og það er við hæfi að rifja upp ummæli hans um skipið frá því í sjómannadagsspjalli í fyrra.

,Sturlaugur er mjög gott skip, smíðað á Akranesi árið 1981 fyrir Grundfirðing hf., en það hét upphaflega Sigurfari SH. Þetta er því skip sem komið er til ára sinna en það breytir þó engu um að það hefur staðið vel fyrir sínu.“

Þess má geta að skipstjóri í síðustu veiðiferð Sturlaugs H. Böðvarssonar fyrir HB Granda var Jón Frímann Eiríksson en hann er sonur Eiríks Jónssonar.

 

English version

 

1585. Sturlaugur H Böðvarsson AK 10 ex Sigurfari II SH. © Óskar Franz.

05.02.2018 12:13

Pioner

Rússneska flutningaskipið Pioner kom til Húsavíkur seint í gærkveldi með timburfarm fyrir kísilver PCC á Bakka.

Skipið var smíðað 1997 og er með heimahöfn í  Arkhangelsk. Lengd þess er 103 metrar og breiddin 16 metrar. Skráð 3893 GT að stærð.

Hefur áður heitið nöfnunum Aukse, Torm Aukse, Aukse og Blue Spirit.

Pioner við Bökugarðinn í morgun. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

04.02.2018 14:48

Kristbjörg ÞH 44 í mars 1975

Ég hef oft velt því fyrir mér hve lítið er til að myndum frá komu Kristbjargar ÞH 44 til heimahafnar á Húsavík í marsmánuði 1975. Töluvert er til af myndum af bátnum í Stykkishólmi þegar hann var nýr en engar hef ég séð frá komu hans. Kom til Húsavíkur í myrkri ef ég man rétt og menn ekkert með græjur til að mynda. Það væri annað hefði hún komið í dag.

En ég rakst á myndir í vikunni sem pabbi tók á Instamatic fjölskyldunnar, í Hólminum þegar báturinn fór á flot, á Flateyri þar sem komið var við á leiðinni, og í siglingu sem farin var eftir heimkomu með ættingja og vini eigenda og áhafnarmeðlima.

 

Nú skal fleyið nýja fara á flot. © Hreiðar Olgeirsson 1975.

 

Í sleðanum. © Hreiðar Olgeirsson 1975.

 

Komin á flot. © Hreiðar Olgeirsson 1975.

 

1420. Kristbjörg ÞH 44 við bryggju í Stykkishólmi. © Hreiðar Olg. 1975.

 

Viðar Eiríksson og Þorgrímur Björnsson. © Hreiðar Olgeirsson 1975.

 

Flateyri í mars 1975. © Hreiðar Olgeirsson.

 

Siglt um flóann. © Hreiðar Olgeirsson 1975.

 

Í skemmtisiglingu á nýjum bát. © Hreiðar Olgeirsson 1975.

 

Húsavík í mars 1975. © Hreiðar Olgeirsson.

04.02.2018 13:04

Fiskifræðingar að störfum um borð í Kristbjörgu ÞH 44

Hér birtast þrjár myndir sem faðir minn heitinn tók um borð í Kristbjörgu ÞH 44 á sínum tíma og sýna fiskifræðinga að störfum. Báturinn var á dragnótaveiðum, og með í för voru tveir fiskifræðingar frá Hafrannsóknastofnun Íslands.

Þetta voru þeir Guðni Þorsteinsson og Vilhjálmur Þorsteinsson sem árið 1974 setti á fót og var útibússtjóri fyrsta útibús Hafrannsóknastofnunar sem var á Húsavík.  

Vilhjálmur Þorsteinsson fiskifræðingur f. 09.09.1943 - d. 12.05.2016. © HO

 

Guðni Þorsteinsson fiskifræðingur f. 06.07.1936 - d. 22.11.1997. © H.O

 

Fiskifræðingar að störfum um borð. © Hreiðar Olgeirsson.
Flettingar í dag: 1344
Gestir í dag: 237
Flettingar í gær: 1720
Gestir í gær: 399
Samtals flettingar: 8677501
Samtals gestir: 1908938
Tölur uppfærðar: 24.9.2018 06:35:00
 










Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is