Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

06.01.2018 21:59

Sturla

Hér leggur Sturla GK 12 upp í línuróður frá Grindavík. Sturla hét upphaflega Guðmundur RE 29 á íslenskri skipaskrá en hann var keyptur til landsins árið 1972. Þá fjögurra ára gamall en hann var smíðaður hjá  Karmsund Verft & og Mek AS á Karmøy í Noregi fyrir Br. Giertsen & Co. A/S, Bergen. Hét upphaflega Senior B-33-B en þegar hann var keyptur hingað til lands var hann Senior H 033. Eigendur Guðmundar voru þeir Páll Guðmundsson og Hrólfur Gunnarsson skipstjóri.

1272. Sturla GK 12 ex Guðmundur. © Jón Steinar Sæmundsson.

06.01.2018 18:32

Bergey og Vestmannaey

Hér koma eyjarnar tvær sem Bergur-Huginn gerir út. Vestmannaey VE 444 og Bergey VE 544. Þær mokfiskuðu á síðasta ári, heildarafli skipanna tveggja á árinu var 8.575 tonn og aflaverðmæti rétt tæplega tveir milljarðar króna. Eins og kom fram í fréttum síðla árs 2017 verða eyjarnar tvær leystar af hólmi með nýjum skipum á árinu 2019.

Myndirnar tók Óskar Franz árið 2016. 

2744. Bergey VE 544. © Óskar Franz 2016.

 

2444. Vestmannaey VE 444. © Óskar Franz 2016.

06.01.2018 18:22

Hraunsvík

Jón Steinar tók þessa mynd af Hraunsvíkinni GK 75 á landleið í dag. Hún er á netum. Smíðaður í Svíþjóð 1984. Búið að lengja, breikka, hækka þilfar, skipta um vél og brú síðan. Mælist 25,3 BT.

Upphaflega Húni II en síðar Gunnvör ÍS og Konráð SH. Útgerð Víkurhraun ehf. í Grindavík.

1097. Hraunsvík GK 75 ex Konráð SH. © Jón Steinar 2018.

 

 

06.01.2018 18:07

Maggý

Hér kemur Maggý VE inn úr þokunni að landi í Vestmannaeyjum vorið 2016. Maggý var smíðuð í Póllandi 1988 og hét upphaflega Skálavík SH úr Ólafsvík.

1855. Maggý VE 108 ex Ósk KE. © Óskar Franz 2016.

06.01.2018 18:01

Kap

Kap VE 4 kemur hér til hafnar í Vestmannaeyjum í aprílmánuði 2016. Upphaflega Jón Finnsson RE 506, smíðaður í Póllandi 1987. 

1742. Kap VE 4 ex Faxi RE. © Óskar Franz 2016.

06.01.2018 15:17

Þrymur

Hér Þrymur BA 7 í slipp í höfuðborginni. Smíðaður í Portúgal 1984 þar sem hann hét Mestre Manuel Casqueira. Hraðfrysthús Patreksfjarðar hf. keypti hann til landsins 1986 og þá fékk hann Þrymsnafnið. Síðan fékk hann nöfnin Látravík BA 66, Guðmundur Péturs ÍS 45, Guðmundur Péturs GK 450 og aftur Guðmundur Péturs ÍS 45, Guðmundur Péturs RE 42 og Kópanes RE 270. Seldur úr landi í júní 2003. Heitir Loretta og liggur í reiðuleysi í Vigó á Spáni.

1753. Þrymur BA 7 ex Mestre Manuel Casqueira. © Hafþór Hreiðarsson.

06.01.2018 14:46

Harpa II

Hér er Harpa II GK 101 að koma að landi í Grindavík um árið. Upphaflega Múli ÓF 5 sem smíðaður var hjá Gunnlaugi og Trausta á Akureyr og afhentur 1974.

Múli átti síðan eftir að bera nöfnin Fiskanes NS, Faxavík GK, Harpa II GK, Skálavík SH, Guðbjörg Ósk VE, Guðbjörg Ósk SH Viðar ÞH, Héðinn Magnússon HF, Héðinn HF og loksins Hildur sem hann ber í dag sem skonnorta.

1354. Harpa II GK 101 ex Faxavík GK. © Hafþór Hreiðarsson.

06.01.2018 13:19

Bjarni Ólafsson

Hólmgrímur Helgason tók þessa mynd af Bjarna Ólafssyni AK 70 á loðnumiðunum í lok síðustu aldar.

Bjarni Ólafsson var smíðaður í Svíþjóð 1978 og leysti af hólmi nafna sinn sem upphaflega hét Börkur NK 122 og var smíðaður í Noregi 1966.

Skipið var selt til Þórshafnar 1997 þegar útgerð þess keypti yngra og stærra skip til að leysa það af hólmi. Gékk það nafnið Neptúnus ÞH 361.

Selt úr landi til niðurrifs eftir að það komst í eigu Gjögurs hf. árið 2003.

1504. Bjarni Ólafsson AK 70. © Hólmgrímur Helgason.

 

04.01.2018 18:18

Kristbjörg

Hér koma tvær myndir af Kristbjörgu ÞH 44 í slipp sem Þorsteinn Björgvinsson skipasmíðameistari í Stykkishólmi tók. Mér sýnist þetta vera á Siglufirði. Kristbjörg þessi hét upphaflega Kristjón Jónsson SH 77, smíðuð í Skipavík 1967. Báturinn var keyptur til Húsavíkur í lok árs 1969. 

1053. Kristbjörg ÞH 44 ex Kristjón Jónsson SH. © Þorsteinn Björgvinsson.

 

1053. Kristbjörg ÞH 44 ex Kristjón Jónsson SH. © Þorsteinn Björgvinsson.

 

04.01.2018 16:44

Vaasaborg

Flutningaskipin eru farin að streyma til Húsavíkur á nýju ári. Lómurinn kom í gær og morgun lagðist Vaasaborg að Bökugarðinum með kvartsfarm fyrir PCC á Bakka.

Skipið sem er skráð í Hollandi er 132 metra langt og 17 metra breitt. Smíðað árið 2000,

Vaasaborg. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

02.01.2018 20:43

Háberg

Hér er Háberg í gula litnum sem það var í eftir að Sigluberg hf. eignaðist það. Sigluberg átti auk Hábergsins, áður Hrafn GK, Sunnuberg, áður Gísli Árni RE, og Valaberg, áður Hrafn Sveinbjarnarson III GK. Skipin sáu um hráefnisöflun fyrir Fiskimjöl og Lýsi í Grindavík. Fiskimjöl og Lýsi og Þorbjörninn stofnuðu Sigluberg um útgerð skipanna 1988 og fengu þau þenna gula lit þá.

1006. Háberg GK 299 ex Hrafn GK. © Sigfús Jónsson.

02.01.2018 15:37

Freyr

Hér Freyr ÞH 1 að leggja upp í línuróður frá Grindavík í marsmánuði 2005. Upphaflega Arnfirðingur RE 212 smíðaður í Noregi 1963.

11. Freyr ÞH 1 ex GK. © Hafþór Hreiðarsson 2005.

02.01.2018 14:58

Höfn í Hornafirði

Nú koma þrjár myndir sem Ágúst Guðmundsson tók á Höfn í Hornafirði og sýna báta við bryggju. Sú neðsta er mun eldri en hinar tvær en á efstu myndinni má m.a sjá tvo báta sem heita sama nafninu. Gústi í Papey. Sá litli SF 88 og sá stærri SF 188..

Höfn í Hornafirði. © Ágúst Guðmundsson.

 

Höfn í Hornafirði. © Ágúst Guðmundsson.

 

Höfn í Hornafirði. © Ágúst Guðmundsson.

01.01.2018 13:14

Skinney

Ég reikna með að þetta sé Skinney SF 20 við bryggju á Höfn í Hornafirði. Togarinn var eign samnefnds fyrirtækis á Hornafirði og var byggður hjá Storviks Mek. Verksted A/S í Kristiansund, Noregi. Nýbygging stöðvarinnar nr. 71, og var svonefnd R-155 A gerð frá „Storviks" .

Skinney var fyrsti skuttogarinn sem Hornfirðinga eignuðust en árið 1977 var hann seldur til Vestmannaeyja og fékk nafnið Sindri VE 60 .

Árið 1993 skipti togarinn um eigendur og hét eftir það Dala-Rafn VE 508 þar til hann var seldur til Færeyja í lok árs 2002. Þar hét hann Sjagaklettur og fór í pottinn hjá Fornaes í Danmörku árið 2011.

1433. Skinney SF 20. © Ágúst Guðmundsson.

31.12.2017 23:26

Áramótakveðja Skipamynda

 
Flettingar í dag: 808
Gestir í dag: 165
Flettingar í gær: 3300
Gestir í gær: 1325
Samtals flettingar: 8521940
Samtals gestir: 1854489
Tölur uppfærðar: 23.7.2018 05:23:21
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is