Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

21.03.2018 23:27

Háey II - Myndband

Þetta myndband sem sýnir Háey II ÞH 257 koma inn til Grindavíkur tók Jón Steinar Sæmundsson sl. mánudag.

 

21.03.2018 20:58

Guðbjörg GK

Jón Steinar tók þessar myndir af línubátnum Guðbjörgu GK 666 koma að landi í dag.

Útgerð Stakkavík í Grindavík.

Upphaflega Ársæll Sigurðsson HF 80, smíðaður í Kína 2001.

2468. Guðbjörg GK 666 ex HF. © Jón Steinar 2018.

 

2468. Guðbjörg GK 666 ex HF. © Jón Steinar 2018.

 

2468. Guðbjörg GK 666 ex HF. © Jón Steinar 2018.

 

2468. Guðbjörg GK 666 ex HF. © Jón Steinar 2018.

21.03.2018 17:59

Háey landar í Grindavík

Háey II ÞH 275 hefur róið frá Suðurnesjum upp á síðkastið og þá aðallega frá Grindavík. Lágey ÞH 265 hefur einnig verið á sömu slóðum en bátarnir eru í eigu GPG Seafood á Húsavík.

Ég tók þessar myndir undir kvöld sl. mánudag þegar Kristinn Hrannar Hjaltason skipstjóri og hans menn á Háey II komu að landi í Grindavík. 

Aflinn 8-9 tonn.

2757. Háey II ÞH 275 kemur að landi í Grindavík. © Hafþór 2018.

 

2757. Háey II ÞH 275. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

2757. Háey II ÞH 275 kemur að bryggju í Grindavík. © Hafþór 2018.

 

Landað úr Háey II í Grindavík. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

Aflinn ísaður í kör. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

Hreiðar Hauksson ísar aflann í kör. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

Landað úr Háey II í Grindavík 19. mars 2018. © Hafþór Hreiðarsson.

 

Kristinn Hrannar Hjaltason skipstjóri á Háey II. © Hafþór 2018.

 

21.03.2018 16:55

Grímnes

Netabáturinn Grímsnes GK 555 á landleið sl. laugardag. Hann landar yfir leitt í Njarðvík á vertíðinni en það er Maron ehf. sem gerir hann út.

Upphaflega Heimir SU 100 frá Stöðvarfirði en hefur heitið ýmsum nöfnum í gegnum tíðina.

Smíðaður 1963 í Flekkefjørd.

89. Grímsnes GK 555 ex BA. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

20.03.2018 22:59

Akurey

Skuttogarinn Akurey AK 10 kemur hér til hafnar í Reykjavík í morgun. Akurey var smíðuð árið 2017 í Tyrklandi og kom til heimahafnar í Reykjavík 20.júní 2017. 

2890. Akurey AK 10. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

15.03.2018 22:32

Kapitan Nazin

Kapitan Nazin er hér á mynd sem Börkur Kjartansson tók um árið. 

Togarinn hét m.a áður Alina og Högaberg og siglir undir rússnesku flaggi með heimahöfn í Murmansk.

Kapitan Nazin ex Alina. © Börkur Kjartansson 2014.

15.03.2018 21:33

Aðalbjörg

Ekki oft sem Aðalbjörgin ratar orðið á síðuna en hér kemur mynd sem Jón Steinar tók þegar hún kom að landi í Grindavík.

Smíðuð hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar árið 1987.

1755. Aðalbjörg RE 5. © Jón Steinar Sæmundsson 2018.

 

15.03.2018 21:25

Fjölnir á leið í róður

Fjölnir GK 157 á leið í róður í fyrrakvöld. Hann var smíðaður hjá Westermoen Hydrofoil í Mandal í Noregi árið 1968. Hét upphaflega Örvar HU á íslenskri skipaskrá.

Rifsnesið var smíðað í Mandal í Noregi 1968 en keypt til Íslands og kom það til heimahafnar á Skagaströnd í desember 1970. Þá hét það Skrolsvik T-84-TN en Skagstrendingar nefndu hann Örvar HU 14.

Síðar varð hann Örvar BA 14 og þá Rifsnes SH 44.

Vísir hf. í Grindavík kaupir hann þegar Hraðfrystihús Hellisands kaupir nýtt Rifsnes frá Noregi og fær hann þá nafnið Ozean Breeze og var m.a gerður út í Kanada. 

Eftir gagngerar breytingar í Gdansk í Pólland, sem m.a fólu í sér lengingu um níu metra auk þess sem íbúðahæð var sett undir brúna, kom báturinn til heimahafnar í Grindavík í desembermánuði 2015. 

1136. Fjölnir GK 157 ex Ocean Breezer GK. © Jón Steinar 2018.

 

1136. Fjölnir GK 157 ex Ocean Breezer GK. © Jón Steinar 2018.

15.03.2018 16:32

Þorsteinn

Þessa flottu mynd af Þorsteini ÞH 115 tók Guðmundur St. Valdimarsson í gær.

Þetta skrifaði ég hér á síðuna 1. apríl 2007: 

Báturinn hefur heitið Þorsteinn alla tíð, eða allt frá því að hann var byggður árið 1946 fyrir Aðalstein Loftsson á Dalvík. Þorsteinn EA 15 var sænsk smíði, 50 brl. að stærð.  1956 var hann seldur Hraðfrystihúsi Þórkötlustaða h/f í Grindavík og fékk einkennisstafina GK 15 en hélt sama nafni. 1960 kaupir Önundur Kristjánsson í Vestmannaeyjum bátinn ásamt Jóni Einarssyni á Raufarhöfn bátinn. 1973 er Önundur, þá á Raufarhöfn, einn skráður eigandi bátsins sem hefur alla tíð haldið Þorsteinsnafninu og einkennisstöfunum GK 15. Í dag er Önundur ehf. skráður eigandi bátsins.

Árið 2013 fékk Þorsteinn skráninguna ÞH 115 og undanfarnar vertíðir hefur hann róið frá Njarðvík.

926. Þorsteinn ÞH 115 ex GK 15. © Guðmundur St. Valdimarsson 2018.

14.03.2018 22:13

Western Rock á Húsavík

Hér er flutningaskipðið Western Rock að fara frá bryggju á Húsavík sl. laugardag en héðan hélt það áleiðis til Newcastle.

Ekki amalegur áfangastaður það.

Western Rock. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

14.03.2018 22:07

Hafborg EA 152 á Skjálfanda

Þá kemur enn ein myndin af Hafborginni nýju sem ég tók í fyrri viku á Skjálfanda. 

Eins og áður hefur komið fram er hún á netum og landar hér á Húsavík.

2940. Hafborg EA 152. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

14.03.2018 18:48

Hörður Björnsson

Línuskip GPG Seafood kom til Grindavíkur í vikunni og tók Jón Steinar þessa drónasyrpu af honum.

264. Hörður Björnsson ÞH 260 ex Gullhólmi SH. © Jón Steinar 2018.

 

264. Hörður Björnsson ÞH 260 ex Gullhólmi SH. © Jón Steinar 2018.

 

264. Hörður Björnsson ÞH 260 ex Gullhólmi SH. © Jón Steinar 2018.

 

264. Hörður Björnsson ÞH 260 ex Gullhólmi SH. © Jón Steinar 2018.

 

264. Hörður Björnsson ÞH 260 ex Gullhólmi SH. © Jón Steinar 2018.

264. Hörður Björnsson ÞH 260 ex Gullhólmi SH. © Jón Steinar 2018.

13.03.2018 22:26

Wilson Harrier

Flutningaskipið Wilson Harrier lætur hér úr höfn í Grindavík eftir að hafa losað þar saltfarm. Lóðsbáturinn aðstoðaði hann við komu og brottför.

Wilson Harrier, sem smíðað var 1993, er 91, 2 metrar að lengd og 13, 8 á breidd. Mælist 2811 GT að stærð, siglir undir Maltnesku flaggi með heimahöfn í Valleta.

Wilson Harrier ex Laura Helena. © Jón Steinar 2018.

 

Wilson Harrier ex Laura Helena. © Jón Steinar 2018.

 

 

12.03.2018 17:01

Jóna Eðvalds

Þessi mynd sýnir Jónu Eðvalds SF 20 í slipp á Akureyri, sennilega árið 2000.

Í þriðja tölublaði Ægis 1995 segir m.a :
 

20. janúar s.l. bœttist nýtt fiskiskip í flota Hornfirðinga, en þann dag kom Jóna Eðvalds SF 20 í fyrsta sinn til heimahafnar.

Skip þetta, sem áður hét Vigilant, og er keypt frá Skotlandi, er smíðað árið 1980 hjá SIMEK (Sigbjörn Iversen A/S Mek. Verksted-Skipsbyggeri)

í Flekkefjord í Noregi, smíðanúmer 57 hjá stöðinni.

Jóna Eðvalds SF er í eigu Skinneyjar h.f, Höfn í Hornafirði. Skipstjóri á skipinu er Ingólfur Ásgrímsson og yfirvélstjóri Sverrir Þórhallsson.

Framkvœmdastjóri útgerðar er Ásgrímur Halldórsson.

 

Í Morgunblaðinu 14. maí 1998 segir frá breytingum sem skipið fór í Póllandi:

 

Nótaskipið Jóna Eðvalds SF 20 kom heim frá Póllandi á laugardag, eftir endurbætur sem þar voru unnar.

Skipið var lengt um 10 metra og tvöfaldst burðargeta þess, var áður 420 tonn en verður 840 tonn samkvæmt útreikningum. 

RSV sjókælikerfi var um borð sem nýtist fyrir heildina, þótt afkastageta þess minnki við stækkun rýmis.

Settur var nýr krani á dekk ásamt skilju, auk þess sem sett voru þrjú ný botnstykki fyrir strauhraða og fiskileitartæki. 

Skipt var um stýri og sett flappsastýri sem gerir skipið liprara en það var jafnvel áður en lengt var, að sögn skipstjórans Ingólfs Ásgrímssonar og fór Jóna vel með sig á heimleiðinni.

 

Jóna Eðvalds SF 20 var seld úr landi árið 2003. Fékk nafnið Orion og var skráð í Agadir í Marakkó. Að sögn Óskars Franz drabbaðist skipið þar niður og var á endanum dregin út á haf og sökkt 06.02.2016.

Jóna Eðvalds SF 20 ex Vigilant. © Hreiðar Olgeirsson 2000.

12.03.2018 14:53

Beitir

Beitir NK 123 við loðnuveiðar í gærkveldi austan við eyjar eins og Gundi á Frosta sagði en hann tók myndina.

Síldarvinnslan hf  keypti skipið 2015 en það hét áður Gitte Henning S 349 frá Danmörku.

Skipið var smíðað í Skípasmíðastöðinni Westwen Baltiga í Klaipeda í Litháen og kom nýtt til Danmerkur í apríl 2014.

Burðargeta Beitis er um 3.200 og á heimasíðu Síldarvinnslunnar segir að hann sé eitt af best búnu og afkastamestu flottrolls- og nótaveiðiskipum flotans.

2900. Beitir NK 123 ex Gitte Henning. © Gundi 11. mars 2018.
Flettingar í dag: 1606
Gestir í dag: 548
Flettingar í gær: 1954
Gestir í gær: 540
Samtals flettingar: 8682156
Samtals gestir: 1910422
Tölur uppfærðar: 26.9.2018 11:22:44
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is