Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

20.05.2018 22:43

Björgvin

Tappatogarinn Björgvin EA 311 er hér á mynd Hannesar Baldvinssonar á Siglufirði. 

Björgvin var smíðaður í Stralsund í A- Þýskalandi 1958 og kom til heimahafnar á Dalvík á Þorláksmessu það ár.

Í Alþýðumanninum sem gefinn var út á Akureyri birtist eftirfarandi frétt þann 30. desember 1958:

 

Á Þorláksdag kom til Dalvíkur nýtt togveiðiskip, Björgvin EA 311, eitt hinna 12 austur-þýzku 250 lesta fiskiskipa, er nú eru að koma hingað til landsins. Er Björgvin hið 3. þeirra skipa í röðinni. 

Áður höfðu Guðmundur Péturs ÍS 1 komið til Bolungarvíkur og Sigurður Bjarnason EA 450 hingað. Björgvin er að öllu leyti samskonar skip og Sigurður Bjarnason, og vísast til lýsingar hans hér

á öðrum stað í blaðinu.

Aðaleigendur Björgvins eru Sigfús Þorleifsson, útgerðarmaður, Dalvík, og Björgvin Jónsson,

skipstjóri, Dalvík, er sigldi skipinu upp.

Kom skipið hingað til Akureyrar á Þorláksdagsmorgun erlendis frá, en hélt síðan samdægurs til heimahafnar sinnar, Dalvíkur.

 

Björgvin EA var í eigu Útgerðarfélags Dalvíkur frá septembermánuði 1959 og allt til ársins 1973 er hann var seldur til Suðureyrar. Eigandi Björgvin h/f og hét hann áfram Björgvin og varð ÍS 301. Seldur síðlaárs 1978 Hraunhöfn h/f  í Reykjavík. Sama nafn en nú RE 159. Upphaflegu 800 hestafla MWM aðalvélinni var skipt út fyrir 1000 hestafla Bronz. Selt í nóvember 1983 Suðurnesi h/f í Garði og nú bættist Már fyrir aftan Björgvinsnafnið. Björgvin Már GK 149. Selt í febrúar 1986 Dreka h/f í Hafnarfirði og þá fékk hann nafnið Sigurjón GK 49. Hann fékk þó nokkru síðar nafnið Dreki HF 36. Seld til Kópaskers um mitt ár 1987 og þar fékk hann nafnið Árni á Bakka ÞH 380. (Heimild Íslensk skip)

 

Eftir að Sæblik h/f á Kópaskeri fór í gjaldþrot 1988 leigði Jökull h/f á Raufarhöfn Árna á Bakka í þrjá mánuði. Eftir það lá hann við bryggju á Akureyrin uns Heimakletttur hF í Vestmannaeyjum kaupir skipið.

 

Í Morgunblaðinu 20 desember 1989 segir svo frá:

EYJAFLOTINN stækkar enn. Fyrir skömmu bættist 

Klettsvík VE í Eyjaflotann er hún kom til heimahafhafnar Eyjum í fyrsta sinn. 

Klettsvík, sem áður hét Árni á Bakka, er 229 lesta yfirbyggður stálbátur, byggður 1958. Í bátnum er 1.000 ha. Bronz vél. Eigandi Klettsvíkur er Heimaklettur hf. en aðaleigendur hans eru Friðrik Óskarsson og Ingvi Geir Skarphéðinsson. 

Klettsvík hefur 530 tonna kvóta auk 104 tonna rækjukvóta. Báturinn verður gerður út á togveiðar og skipstjóri á honum verður Ingvi Geir Skarphéðinsson. 

Áður en báturinn kom til Eyja hafði hann verið í endurbótum þar sem m.a. lestinni var breytt fyrir kör auk þess sem málað var og dyttað að ýmsum smáatriðum.

 

Júlíus Stefánsson í Hafnarfirði keypti síðan skipið og nefndi Árfara HF 127 og að lokum keypti Kristján Guðmundsson h/f  skipið og fékk það á einkennistafina SH 482. Það var notað til úreldinga upp Tjald II SH sem smíðaður var í Noregi. Það lá í fjörunni við Rif í einhvern tíma en var að lokum rifið í brotajárn inn við Skarfakletta við sundin blá. Það ku hafa verið 1996 en skipið var afskráð 1993.

 

27. Björgvin EA 311. © Hannes Baldvinsson.

20.05.2018 14:07

Krummi

Ekki finnst mér nú fallegt að nefna báta Krumma nema kannski einhverjar hobbýskeljar en það er húmor í þessu hjá Þorbjarnarmönnum.

Tómas Þorvaldsson heitir sem sagt núna Krummi GK 10 en það mun verða hans síðasta nafn á Íslenski skipaskrá en lengi vel hét hann Hrafn.

 Eins og komið hefur fram fer hann til Belgíu á næstu dögum og þar verður hans endastöð.

Jón Steinar tók þessar myndir í dag.

1006. Krummi GK 10 ex Tómas Þorvaldsson GK. © Jón Steinar 2018.

 

1006. Krummi GK 10 ex Tómas Þorvaldsson GK. © Jón Steinar 2018.

 

 

20.05.2018 11:09

Snæfell

Snæfell SH740, var frystitogari sem var í eigu Njarðar hf., sameignarfyrirtæki Snæfellings hf. og Útgerðarfélags Dalvíkinga. Snæfellið hét áður Ottó Wathne NS 90 og var keypt af samnefndu fyrirtæki á Seyðisfirði.

2218. Snæfell SH 740 ex Ottó Wathne NS. © Hafþór Hreiðarsson.

20.05.2018 10:39

Sólfell

Sólfell EA 640 á loðnumiðunum um árið. Myndina tók Pétur Helgi Pétursson en Sólfellið hét upphaflega Eldey KE 37. Síðar Pétur Jónsson KÓ 50 og síðar RE 69. Þá Haförn RE 69, Sighvatur Bjarnason VE 81, Sólfell VE 604 og síðan EA 640. Því næst Kambaröst SU 200 og að lokum Birtingur NK 119.

Kannski er ég að gleyma einhverjum nöfnum en það kemur þá bara í ljós.

1061. Sólfell EA 640 ex Sighvatur Bjarnason VE. © PHP.

19.05.2018 12:07

Pétur Jónsson

Pétur Jónsson RE 14 liggur hér drekkhlaðinn við bryggju en upphaflega var þetta Loftur Baldvinsson EA 24. Hét um tíma Haförn RE 14 en þá gerði Pétur Stefánsson út tvo báta eftir að hann keypti Loft 1980.

 

Seldi síðan Pétur Jónsson RE 69 ex Eldey KE 37 og þá fékk þessi nafn Péturs Jónssonar.

Loftur Baldvinsson var smíðaður 1968 hjá Hommelvík Mek. Verksted A/S og var sm.no 110.

 

Er í Chile og er að niðurlotum kominn. Hefur ekki verið í drift lengi og er afskráður.

1069. Pétur Jónsson RE 14 ex Haförn RE. © Skarphéðinn Ívarsson.

17.05.2018 18:21

1006 fer í brotajárn innan tíðar

Skip það sem ber skipaskrárnúmerið 1006 og hét síðast Tómas Þorvaldsson GK 10 mun fara innan tíðar utan til Belgíu þar sem það verður rifið í brotajárn.

Um að ræða Héðinn ÞH 57 sem kom nýr til Húsavíkur í byrjun júnímánaðar 1966.

Hér er frétt úr Þjóðviljanum þann 10. júní 1966 sem segir frá komu bátsins:

 Á dögunum kom til landsins nýr stálbátur og ber þann nafnið Héðinn ÞH 57 og fer næstu daga til síldveiða.  Eigandi bátsins er Hreifi h.f. en það er útgerðarfélag þriggja bræðra Jóns, Maríusar og Sigurðar Héðinssona.  Bræðurnir eru ættaðir frá Húsavík og þar er heimahöfn bátsins, og er Maríus skipstjóri.

 

Báturinn er smíðaður hjá Ulstein Mekaniske Verksted í Noregi og er 331 tonn að stærð og kostaði hann fullbúinn um 20 milj. ísl. króna. Í bátnum eru ýmsar tækninýjungar eins og sjókæld lest, en í henni er hægt að geyma  síldina í marga daga án þess að hún falli úr 1. flokki sem söltunarsíld og rúmar lestin 80 þús. lítra.

 

Svonefndar síldarskrúfur eru og í Héðni en þær eru skrúfur á hliðum bátsins, sem gerir fært að snúa bátnum í einu vetfangi við nótakast og er talið álíka tæknibylting og kraftblökkin á sínum tíma. Með þessum útbúnaði er stefnt að betri endingu síldarnótarinnar og auk þess er unnt að stunda síldvelðar við miklu erfiðari skilyrði en áður í misjöfnu veðri.

 

Héðinn er talinn vera fullkomnasti síldarbátur sem smíðaður hefur verið hingað til. Helzti munur á útliti Héðins og annarra síldarbáta er sá að gangurinn er undir miðri brúnni en ekki til hliðanna, eins og venjan er, og einnig er stýrishúsið nýstárlegt.

 

1006. Héðinn ÞH 57. © Hreiðar Olgeirsson 1966.

17.05.2018 18:09

Guðbjartur

Alfons tók þessa mynd af línubátnum Guðbjarti SH 45 á Breiðafirði í gær.

2574. Guðbjartur SH 145. © Alfons Finnsson 2018.

15.05.2018 07:27

Erling

Netabáturinn Erling KE 140 kemur hér til hafnar í Þorlákshöfn á vetrarvertíðinni sem er nýlokið. Hér áður fyrr voru vertíðarlok 11. maí en það er af sem áður var.

11. maí var kallaður Lokadagur en um hann segir m.a á natur.is:

Lokadagur

Hann er 11. maí frá fornu fari, og þá lýkur vetrarvertíð á Suðurlandi. Þar sem upphaf vertíðarinnar var bundin ákveðnum almanaksdegi, kyndilsmessu, varð engin tilfærsla á vertíðarlokum einsog vinnuhjúaskildaganum. Löngum hefur verið þó nokkuð um dýrðir hjá sjómönnum á lokadaginn og væri það efni í langt mál, en út í þá sálma skal ekki farið hér. 

233. Erling KE 140 ex Óli á Stað GK. © Óskar Franz 2018.

14.05.2018 20:21

Sigurborg

Gundi tók þessar myndir af Sigurborginni SH 12 á dögunum þar sem hún var að rækjuveiðum í Kolluálnum.

1019. Sigurborg SH 12 ex HU. © Gundi 2018.

 

1019. Sigurborg SH 12 ex HU. © Gundi 2018.

14.05.2018 18:47

Pétur Ingi og Ólafur Ingi

Á þessari mynd Margeirs Margeirssonar má sjá bátana Pétur Inga KE 32 og Ólaf Inga KE 34 koma að landi í Keflavík. 

Myndina tók Margeir árið 1981 en hann gerði þessa báta út á þeim tíma.

Pétur Ingi, sem er fjær á myndinni, heitir í dag Kristín GK 457 og Ólafur Ingi er Vestri BA 63.

972. Pétur Ingi KE 32 - 182. Ólafur Ingi KE 34. © Margeir Margeirsson.

 

 

 

13.05.2018 16:23

Vestri

Rækjubáturinn Vestri er hér  að veiðum í Kolluálnum á dögunum. Myndina tók Gundi á Frosta.

182. Vestri BA 63 ex Grettir SH. © Gundi 2018.

 

13.05.2018 16:06

Sigurður

Sigurður Davíðsson myndaði nafna sinn frá Vestmannaeyjum áðan þegar sá síðarnefndi kom til skveringar á Akureyri.

2883. Sigurður VE 15. © Siggi Davíðs 2018.

 

2883. Sigurður VE 15. © Siggi Davíðs 2018.

12.05.2018 00:32

Dagur

Rækjubáturinn Dagur SK 17 er á þessum myndum Gunda á rækjuveiðum í Kolluálnum nú í vikunni.

Dagur, sem áður hét Mark Amay II SO 954, var smíðaður árið 1998 á Spáni og er 361 tonn að stærð, 27 metra langur og 8,5 metra breiður.

Það er Dögun ehf. á Sauðárkróki sem á og gerir Dag út en fyrirtækið keypti hann til landsins árið 2016.

2906. Dagur SK 17 ex Mark Amay II. © Gundi 2018.

 

2906. Dagur SK 17 ex Mark Amay II. © Gundi 2018.

 

2906. Dagur SK 17 ex Mark Amay II. Gundi 2018.

10.05.2018 19:09

Sóley Sigurjóns - Myndasyrpa

Hér kemur myndasyrpa úr smiðju Gunda á Frosta og sýnir hún rækjutogarann Sóley Sigurjóns GK 200 á toginu í Kolluálnum í gær.

2262. Sóley Sigurjóns GK 200 ex Sólbakur EA. © Gundi 2018.

 

2262. Sóley Sigurjóns GK 200 ex Sólbakur EA. © Gundi 2018.

 

2262. Sóley Sigurjóns GK 200 ex Sólbakur EA. © Gundi 2018.

 

2262. Sóley Sigurjóns GK 200 ex Sólbakur EA. © Gundi 2018.

 

2262. Sóley Sigurjóns GK 200 ex Sólbakur EA. © Gundi 2018.

 

2262. Sóley Sigurjóns GK 200 ex Sólabakur EA. © Gundi 2018.

 

2262. Sóley Sigurjóns GK 200 ex Sólbakur EA. © Gundi 2018.

 

2262. Sóley Sigurjóns GK 200 ex Sólbakur EA. © Gundi 2018.

10.05.2018 10:01

Peak Bergen

Flutningaskipið Peak Bergen kom til Grindavíkur í vikunni með salt.

Skipið er 90 metra langt, 14 metra breitt og mælist 2.978 GT að stærð.

Smíðað árið 2010 og hét áður Abis Bergen. Það siglir undir hollensku flaggi með heimahöfn í Harlingen.

Peak Bergen ex Abis Bergen. © Jón Steinar 2018.
Flettingar í dag: 1183
Gestir í dag: 205
Flettingar í gær: 2002
Gestir í gær: 186
Samtals flettingar: 8968644
Samtals gestir: 1956759
Tölur uppfærðar: 17.1.2019 18:17:14
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is