Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

25.06.2018 23:38

Cuxhaven NC 100

Cuxhaven NC 100 hefur verið að landa á Akureyri að undanförnu og Jón Steinar tók þessar myndir í síðustu viku sem sýnir togarann á útleið.

DFQH. Cuxhaven NC 100. © Jón Steinar 2018.

 

DFQH. Cuxhaven NC 100. © Jón Steinar 2018.

25.06.2018 22:37

Sighvatur GK 57 - Myndasyrpa

Hér kemur myndasyrpa sem ég tók þegar Sighvatur GK 57 kom til heimahafnar í Grindavík eftir endurbyggingu í Póllandi. Skipið var um eitt ár í Algorskipasmíðastöðinni þar sem það var allt endurbyggt og lengt, um 2/3 hluta stálsins er enn á sínum stað í skrokk skipsins. Allt annað er nýtt.

Sighvatur mun leysa nafna sinn af hólmi sem smíðaður var í Boizenburg 1965 og hét upphaflega Bjartur NK 121.

1416. Sighvatur GK 57 ex Sævík GK. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

1416. Sighvatur GK 57 ex Sævík GK. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

1416. Sighvatur GK 57 ex Sævík GK. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

1416. Sighvatur GK 57 ex Sævík GK. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

1416. Sighvatur GK 57 ex Sævík GK. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

1416. Sighvatur GK 57 ex Sævík GK. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

1416. Sighvatur GK 57 ex Sævík GK. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

1416. Sighvatur GK 57 ex Sævík GK. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

25.06.2018 22:30

Björgvin og Hafborg

Haukur Sigtryggur tók þessa mynd á Dalvík fyrir nokkrum dögum og sýnir hún skuttogarann Björgvin EA 311 koma til hafnar. Hafborg EA 152 fylgir í humátt á eftir.

1937. Björgvin EA 311 - 2940. Hafborg EA 152. © Haukur Sigtryggur 2018.

25.06.2018 17:41

Sylvía og Faldur

Hér koma myndir sem ég tók af hvalaskoðunarbátum Gentle Giants í dag.

Myndina af Sylvíu tók ég eftir hádegið en Faldinn myndaði ég nú síðdegis.

GG gerir einnig út nokkra Ribara og Aþenu ÞH 505 sem er Cleóptatra frá Trefjum.

1468. Sylvía ex Björgvin ÍS. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

1267. Faldur ex Faldur ÞH. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

 

25.06.2018 12:32

Kristín ÓF 49

Þessa mynd af Kristínu ÓF 49 tók ég á Siglufirði fyrr í þessum mánuði.

Þarna er hún að koma að landi eftir handfæraróður en hún er á strandveiðum.

Kristín hét upphaflega Aldan NK 28. Síðar Guðbjörg Kristín RE 92, SH 165, KÓ 6 og ÓF 49.

Frá árinu 2016 hefur hún borið núverandi nafn en báturinn var smíðaður árið 1988 hjá Samtak í Hafnarfirði.

Núverandi eigandi er Andri Viðar Víglundsson.

1765. Kristín ÓF 49 ex Guðbjörg Kristín ÓF. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

24.06.2018 23:45

Sighvatur GK 57 kemur að bryggju

Eins og ég sagði við myndina af Sighvati sem ég birti um helgina þá kemur meira síðar. Og hér kemur ein mynd sem sýnir skipið koma að Eyjabakkanum sl. föstudagskvöld.

Meira síðar...jafnvel á morgun.

En til upprifjunar:

Smíðaður í Mandal í Noregi 1975. Yfirbyggður 1977.

Hefur borið nöfnin Skarðsvík SH 205, Skarðsvík AK 205, Ásborg EA 259, Arney KE 50, Steinunn SF 10, Steinunn SF 107, Hafursey VE 122, Sævík GK 257 og núverandi nafn Sighvatur GK 57.

1416. Sighvatur GK 57 ex Sævík GK. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

24.06.2018 20:23

Svend C

Grænlenski frystitogarinn Svend C GR-6-23 kom til hafnar í Reykjavík í morgun. Ég þar og tók myndir.

Eisn og áður hefur komið fram á síðunni var Svend C hannaður af fyrirtækinu Skipsteknisk í Noregi og smíðaður í Tersanskipasmíðastöðinni í Tyrklandi. 

Sú stöð smíðaði einnig Sólberg ÓF 1 sem kom til landsins í maí 2017 en Svend C var afhentur í desember 2016.

Togarinn er 83,50 metrar að lengd, 17 metrar á breidd og 4.916 BT að stærð.

Samkvæmt upplýsingum sem ég fékk er 9456 hestafla Wartsila aðalvél í honum.

OWZD. Svend C GR-6-23. © Hafþór Hreiðarsson 2018.
Flettingar í dag: 1551
Gestir í dag: 248
Flettingar í gær: 1056
Gestir í gær: 221
Samtals flettingar: 9114445
Samtals gestir: 1975197
Tölur uppfærðar: 23.4.2019 20:55:30
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is