Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

12.05.2018 00:32

Dagur

Rækjubáturinn Dagur SK 17 er á þessum myndum Gunda á rækjuveiðum í Kolluálnum nú í vikunni.

Dagur, sem áður hét Mark Amay II SO 954, var smíðaður árið 1998 á Spáni og er 361 tonn að stærð, 27 metra langur og 8,5 metra breiður.

Það er Dögun ehf. á Sauðárkróki sem á og gerir Dag út en fyrirtækið keypti hann til landsins árið 2016.

2906. Dagur SK 17 ex Mark Amay II. © Gundi 2018.

 

2906. Dagur SK 17 ex Mark Amay II. © Gundi 2018.

 

2906. Dagur SK 17 ex Mark Amay II. Gundi 2018.

10.05.2018 19:09

Sóley Sigurjóns - Myndasyrpa

Hér kemur myndasyrpa úr smiðju Gunda á Frosta og sýnir hún rækjutogarann Sóley Sigurjóns GK 200 á toginu í Kolluálnum í gær.

2262. Sóley Sigurjóns GK 200 ex Sólbakur EA. © Gundi 2018.

 

2262. Sóley Sigurjóns GK 200 ex Sólbakur EA. © Gundi 2018.

 

2262. Sóley Sigurjóns GK 200 ex Sólbakur EA. © Gundi 2018.

 

2262. Sóley Sigurjóns GK 200 ex Sólbakur EA. © Gundi 2018.

 

2262. Sóley Sigurjóns GK 200 ex Sólbakur EA. © Gundi 2018.

 

2262. Sóley Sigurjóns GK 200 ex Sólabakur EA. © Gundi 2018.

 

2262. Sóley Sigurjóns GK 200 ex Sólbakur EA. © Gundi 2018.

 

2262. Sóley Sigurjóns GK 200 ex Sólbakur EA. © Gundi 2018.

10.05.2018 10:01

Peak Bergen

Flutningaskipið Peak Bergen kom til Grindavíkur í vikunni með salt.

Skipið er 90 metra langt, 14 metra breitt og mælist 2.978 GT að stærð.

Smíðað árið 2010 og hét áður Abis Bergen. Það siglir undir hollensku flaggi með heimahöfn í Harlingen.

Peak Bergen ex Abis Bergen. © Jón Steinar 2018.

10.05.2018 00:43

Salka

Salka kom á dögunum til Húsavíkur eftir vetursetu í Skipavík í Stykkishólmi þar sem skipt var um aðalvél í bátnum.

Úr honum fór 370 hestafla Caterpillarvél sem verið hefur í honum síðan 1976. Í staðinn kom vél  af gerðinni Doosan L126TIH og er hún 11 lítra, 6 strokka línuvél og er hún að gefa um 360 hestöfl.

En þessa mynd tók ég í gær þegar Salka kom að landi á Húsavík, eftir að hafa verið eitthvað að dandalast fyrir utan höfnina. Sylvía fylgir í humátt á eftir.

 

1470. Salka ex Pétur Afi SH. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

10.05.2018 00:35

Kaldbakur á Selvogsbankanum

Þessa flottu mynd af Kaldbak EA 1 tók Gundi á Frosta í aprílbyrjun á Selvogsbankanum. Sá banki hefur sjaldan brugðist á vertíðinni.

2891. Kaldbakur EA 1. © Gundi 2018.

10.05.2018 00:13

Guðbjörg Sigurðardóttir

Rækjubáturinn Guðbjörg Sigurðardóttir ÍS 508 er hér á toginu í Kolluálnum. Myndina tók Gundi á Frosta síðdegis í gær.

1664. Guðbjörg Sigurðardóttir ÍS 508 ex Marberg GK. © Gundi 2018.

 

1664. Guðbjörg Sigurðardóttir ÍS 508 ex Marberg GK. © Gundi 2018.

09.05.2018 19:06

Digranesið á strandstað

Línubáturinn Digranes NS 124 sem strandaði í fjörunni undan Skeggjastöðum í Bakkafirði í morgun náðist á flot á síðdegisflóðinu. 

Tveir menn voru í áhöfn og náðu þeir að komast sjálfir í land og í frétt á RÚV taldi formaður björgunarsveitarinnar Hafliða á Þórshöfn þá ekki hafa verið í mikilli hættu.

Digranes er í eigu Marinós Jónssonar ehf. og hét áður Strekkingur HF 30.

2650. Digranes NS 124 ex Strekkingur HF. © Oddur Örvar 2018.

 

2650. Digranes NS 124 ex Strekkingur HF. © Oddur Örvar 2018.

08.05.2018 20:08

Kaldbakur og Trausti

Strandveiðin er byrjuð og á þessari glæsilegu mynd, sem Haukur Sigtryggur tók á Dalví, er Trausti EA 98 að koma að landi eftir skakið í dag.

Kaldbakur við bryggju og óhætt að segja að þarna mætist gamli og nýi tíminn.

396. Trausti EA 98 - 2891. Kaldbakur EA 1. © Haukur Sigtryggur 2018.

08.05.2018 18:28

Brimnesið selt til Rússlands

Frystitogarinn Brimnes RE 27 hefur verið seldur til Rússlands. Eða öllu heldur samþykkt hefur verið kauptilboð þaðan í skipið eins og Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims sagði í fréttum RÚV kl. 16 í dag.

Tveimur áhöfnum skipsins var sagt upp í morgun með þriggja mánaða uppsagnarfresti.

Í áhöfnunum eru 40 manns. Guðmundur segir að reynt verði að útvega þeim áfram vinnu hjá Brimi. Kaupandi togarans er rússneskur. Kvótinn verður áfram hjá Brimi. Guðmundur segir ástæðuna fyrir sölunni vera þá að kauptilboðið hafi verið gott. Örfáar vikur eru síðan Brim hf. keypti um þriðjungshlut í HB Granda hf. og hefur Guðmundur tekið sæti í stjórn HB Granda. Frystitogarinn Brimnes hefur verið með aflahæstu skipum flotans og var aflahæst 2016. Guðmundur segir að frystitogurum hafi verið að fækka mikið, nú sé orðið miklu hagkvæmara að vera með landvinnslu en í frystitogurunum. (RÚV)

2770. Brimnes RE 27 ex Vesttind. © Gunnþór Sigurgeirsson 2017.

 

07.05.2018 21:16

Aldan

Á þessari mynd Jóns Steindórs Ingasonar síðan 1968 sést bátur sem ég man eftir frá því að ég var krakki. Amk. minnir mig að Aldan RE 327 hafi verið á Húsavík í sambandi við dýpkunarframkvæmdir. Dró prammann.

Aldan var smíðuð 1931 í Danmörku úr eik, beyki og furu. Mældist 26 brl. að stærð búin 96 hestafla Tuxhamvél.

Hún var smíðuð fyrir Brynjólf Nikulásson, Sigurð Hallbjarnarson og Jóhann Ellert Jósefsson á Akranesi og hét Aldan MB 77.

1938 var sett í bátinn 90 hestafla Bolindervél og umdæmisstöfum hans breytt í AK 77.

Seldur í febrúar 1948 til Stykkishólms og varð SH 177. 1949 var sett í hann 100 hestafla June Munktellvél. Seldur í maí 1949 til Suðureyrar þar sem hann varð ÍS 127.

Seldur í maí 1952 Guðmundi J. Magnússyni og varð Aldan þá RE 327 sem hún ber á þessari mynd. 

Skipt var um vél 1962 er 165 hestafla GM kom í stað June Munktellvélarinnar. Og síðast var skipt um vél 1973 þegar sett var í bátinn 174 hestafla GM.

Aldan var talin ónýt og tekin af skrá árið 1975. Heimild Íslensk skip.

 

Á þessari mynd liggur Drífa RE 10 innan við Ölduna en hún var smíðuð á Akranesi 1967 og heitir í dag Sveinbjörn Jakobsson SH 10.

268. Aldan RE 327 ex ÍS 127. © Jón Steindór Ingason 1968.

 

 

 

06.05.2018 20:18

Páll Pálsson og Breki

Hér koma myndir af systurskipunum, eða á maður kannski að segja tvíburabræðrunum, Páli Pálssyni ÍS 102 og Breka VE 61.

Skipin voru smíðuð í Rongcheng í Kína fyrir Hraðfrystihúsið Gunnvöru hf. í Hnífsdal og Vinnslustöðina hf. í Vestmannaeyjum. 

Nýju skipin eru 50 metra löng og 13 metra breið, hönnuð með óvenju stórri skrúfu miðað við skrokkstærðina. Togararnir eru búnir þremur rafdrifnum togvindum og geta dregið tvær botnvörpur samtímis.

2904. Páll Pálsson ÍS 102. © Guðmundur St. Valdimarsson 2018.

 

2861. Breki VE 61. © Tryggvi Sigurðsson 2018.

06.05.2018 14:07

Breki

Breki VE 61, hinn nýi skuttogari Vinnslustöðvarinnar, kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum í morgun. Tryggvi Sigurðsson sendi mér þessar myndir sem hann tók  við það tækifæri.

Breki var smíðaður í Kína líkt og systurskip hans, Páll Pálsson ÍS 102 sem kom til landsins í gær, og tók heimsiglingin um 50 daga.

Skip­in eru hönnuð af verk­fræðistof­unni Skipa­sýn og eru um 50 metra löng og 13 metra breið.

2861. Breki VE 61. © Tryggvi Sigurðsson 2018.

 

2861. Breki VE 61. © Tryggvi Sigurðsson 2018.

 

2861. Breki VE 61. © Tryggvi Sigurðsson 2018.

 

2861. Breki VE 61. © Tryggvi Sigurðsson 2018.
 

05.05.2018 18:24

Páll Pálsson

Skuttogarinn Páll Pálsson ÍS 102 kom til hafnar á Ísafirði í dag eftir langa heimsiglingu frá Kína.

Á þessari mynd Ásgeirs Hólm lónar hann fyrir utan heimahöfnina í Hnífsdal áður en haldið var til hafnar á Ísafirði.

2904. Páll Pálsson ÍS 102. © Ásgeir Hólm 2018.

04.05.2018 19:18

Belterwiede

Flutningaskipið Belterwiede kom til Húsavíkur í vikunni með hráefni fyrir PCC á Bakka. 

Skipið var smíðað 2005 og hét fyrstu tvö árin Pioneer. Það er skráð í Hollandi með heimahöfn Zvartsluis.

111 metra langt og 14 metra breitt. Mælist 3.990 GT að stærð.

Belterwiede ex Pioneer. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

03.05.2018 20:46

Óli á Stað

Línubáturinn Óli á Stað GK 99 leggur hér upp í róður í fyrradag. Jón Steinar tók myndirnar.

2842. Óli á Stað GK 99. © Jón Steinar 2018.

 

2842. Óli á Stað GK 99. © Jón Steinar 2018.

 

Flettingar í dag: 1606
Gestir í dag: 548
Flettingar í gær: 1954
Gestir í gær: 540
Samtals flettingar: 8682156
Samtals gestir: 1910422
Tölur uppfærðar: 26.9.2018 11:22:44
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is