Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

27.06.2018 21:01

Viking Saga á Húsavík

Ég tók þessar myndir í kvöld þegar brunnbáturinn Viking Saga frá Bergen kom til Húsavíkur. Báturinn var hér fyrir í byrjun vikunnar en fór vestur í Dýrafjörð og er kominn aftur.

Er að ég held í seiðaflutningum.

Viking Saga var smíðaður 1999 og hét upphaflega Havstrand. Það nafn bar hann til ársins 2014 að hann fær nafnið Lifjell. Það var svo 2017 sem hann verður Viking Saga.

Báturinn er 42 metrar á lengd og 9 metra breiður.

 

Viking Saga ex Lifjell. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

Viking Saga ex Lifjell. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

Viking Saga ex Lifjell. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

Viking Saga ex Lifjell. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

27.06.2018 19:15

Berlin NC 105

Frystitogarinn Berlin NC 105 kom til hafnar í Hafnarfirði í dag og náði Maggi Jóns þessum myndum við það tækifæri.

Systurskip Cuxhaven NC 100 sem ég birti myndir af í gær.

DFQB. Berlin NC 105. © Magnús Jónsson 2018.

 

DFQB. Berlin NC 105. © Magnús Jónsson 2018.

 

Berlin NC 105 - Eldborg EK. © Magnús Jónsson 2018.

27.06.2018 13:22

Sævík GK 257

Það hefur aðeins borið á því að menn spyrji hvort nýi Sighvatur GK 57 sé þessi Sævík GK 257 sem sést hér láta úr höfn á Húsavík. 

Svo er ekki, þessi fékk síðar nafnið Valur ÍS 82 og því næst Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 25 sem var einmitt hennar fyrsta nafn árið 1965. Var að vísu ÍS 102 þá.

Síðasta nafnið á þessu skipi var Fram ÍS 25 og fór það í pottinn 2014 að ég held.

Nöfnin sem skipið bar var: Guðrún Guðleifsdóttir, ÍS 102, síðar ÍS 364. Boði KE 132, Boði GK 24, Eldeyjarboði GK 24, Aðalvík KE 95, Sævík GK 257, Valur ÍS 82, Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 25 og Fram ÍS 25.

971. Sævík GK 257 ex Aðalvík KE. © Hafþór Hreiðarsson 2004.

 

27.06.2018 10:59

Máni

Hvalaskoðunarbáturinn Máni kemur hér að landi á Dalvík fyrir skömmu.

Þetta er síðasti eikarbáturinn, af þessari stærð amk., sem Skipavík í Stykkishólmi smíðaði.

Í Morgunblaðinu 23. júní 1977 var eftirfarandi frétt að finna:

Í SEINUSTU viku var hleypt af stokkunum 50 lesta nýsmíði hjá Skipasmíðastöðinni Skipavík h.f. í Stykkishólmi. 

Báturinn hlaut nafnið Ásbjörg ST 9 og er heimahöfnin Hólmavík. Eigendur eru þrir, þeir Benedikt Pétursson, Guðlaugur Traustason og Daði Guðjónsson, allir til heimilis á Hólmavík. 

Báturinn er smíðaður úr eik og er búinn öllum fullkomnustu siglinga- og fiskileitartækjum. Aðalvél er 360 hestafla og einnig eru tvær hjálparvélar. Báturinn er útbúinn til tog-, neta- og línu- veiða. Hann verður afhentur eigendum eftir nokkra daga. 

 

1487. Máni ex Númi RE. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

27.06.2018 10:31

Ottó N Þorláksson

Hér liggur Ottó N Þorláksson RE 203 við bryggju í Reykjavík. Verið að skvera hann áður en hann hefur veiðar fyrir nýja eigendur en eins og kunnugt er keypti Ísfélag Vestmannaeyja hf. togarann af HB Granda.

Hann mun leysa Suðurey ÞH 9 af hólmi hef ég heyrt.

1578. Ottó N Þorláksson RE 203. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

26.06.2018 09:56

Hoffell SU 80

Hér kemur mynd Hannesar Baldvinssonar af Hoffelli SU 80 koma til hafnar á Siglufirði.

Hoffell var smíðað í Noregi árið 1959 og í 11-12 tbl. Sjómannablaðsins Víkings það ár kom þessi frétt um komu skipsins til landsins:

Nýtt glæsilegt fiskiskip hefur bætzt í íslenzka fiskiskipaflotann, er það Hoffell SU 80, er kom til Fáskrúðsfjarðar í byrjun októbermánaðar. 

Skipið er byggt í Noregi hjá Ejnar S. Nielsens Mek. Verksted Harstad, eig.: Hraðfrystihús Fáskrúðsf j. hf. Fáskrúðsfirði. 

Útbúnaður er hinn fullkomnasti og skipið mjög vandað. Aflvél er 400 ha. Wichmann. Hjálparvél 25 ha., tveir 220 volta jafnstraums rafalar, annar 12 kw. og hinn 8 kw. Auk þess er 24 volta  rafmagn frá rafgeymum til vara í öll ljósastæði skipsins. Decca radar 48 mílna, dýptarmælir af gerðinni Simrad, ásamt síldarasdic. Sími er um allt skipið og magnari í stýrishúsi þannig að skipstjórinn þarf ekki að kalla sig hásann fram á þilfarið, eða í land. Talstöð er af gerðinni Stentor og er hún 100 wött.

Frystiútbúnaður er í fisklestinni og getur þar verið hvort sem vill kæling 0 gr. C. eða 22 stiga frost. Lestarrúmið er að sjálfsögðu einangrað og klætt aluminium. Öll lestarborð eru af sömu lengdum og skilja sjómenn hversu mikilsvert það er. Í lúkar eru 2 þriggjamanna herbergi og 1 fjögurramanna, en í káetu eru tvö einsmanns herbergi (fyrir stýrimann og vélstjóra) og auk þess eitt tveggjamanna herbergi. 

Vindur eru 8 lesta togvinda og 2.5 lesta línuvinda. Allar íbúðir eru klæddar plasti og fægðum harðviðarlistum. 

Skipið er keypt hjá umboði Magnús Jensson h.f. 

Víkingurinn óskar eigendum og skipstjóra, sem er Friðrik Stefánsson, til hamingju með þetta glæsiega skip.

 

Svo mörg voru þau orð en Hoffellið var 129 brl. að stærð. Það var lengt 1966 og mældist þá 177 brl. að stærð.1973 var sett í það 580 hestafla Cummins aðalvél. Í desember 1974 er Hoffel selt þeim Víkingi Halldórssyni, Pétri Bogasyni og Guðlaugi Wíum í Ólafsvík. Fékk skipið nafnið Fagurey SH 237. Selt tæpu ári síðar til Stokkseyrar, kaupandi Útgerðarfélagið Jórunn h/f og fékk skipið nafnið Jórunn ÁR 237. Um mitt ár 1977 kaupir Stakkholt h/f í ólafsvík skipið sem fær nafnið Jón Jónsson SH 187. 1980 var sett í skipið 800 hestafla Cummins aðalvél í febrúar 1988 var skipið selt aftur til Stokkseyrar. Kaupandi Marver h/f sem nefnir skipið Haförn ÁR 115. (Heimild Íslensk skip)

1995 er hann orðinn Haförn SK 17 í eigu rækjuvinnslunnar Dögunar h/f á Sauðárkróki. 1998 er hannn seldur Auðbjörgu h/f í Þorlákshöfn og fær sitt síðasta nafn sem var Skálafell ÁR 50. Skálafell var afskráð í febrúar 2014 og fór í brotajárn erlendis einhverju síðar.

Spurning hvenær hann var yfirbyggður ? Var hálfyfirbyggður þegar ég sá hann fyrst 1983.

100. Hoffell SU 80. © Hannes Baldvinsson Siglufirði.

 

 

 

25.06.2018 23:38

Cuxhaven NC 100

Cuxhaven NC 100 hefur verið að landa á Akureyri að undanförnu og Jón Steinar tók þessar myndir í síðustu viku sem sýnir togarann á útleið.

DFQH. Cuxhaven NC 100. © Jón Steinar 2018.

 

DFQH. Cuxhaven NC 100. © Jón Steinar 2018.

25.06.2018 22:37

Sighvatur GK 57 - Myndasyrpa

Hér kemur myndasyrpa sem ég tók þegar Sighvatur GK 57 kom til heimahafnar í Grindavík eftir endurbyggingu í Póllandi. Skipið var um eitt ár í Algorskipasmíðastöðinni þar sem það var allt endurbyggt og lengt, um 2/3 hluta stálsins er enn á sínum stað í skrokk skipsins. Allt annað er nýtt.

Sighvatur mun leysa nafna sinn af hólmi sem smíðaður var í Boizenburg 1965 og hét upphaflega Bjartur NK 121.

1416. Sighvatur GK 57 ex Sævík GK. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

1416. Sighvatur GK 57 ex Sævík GK. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

1416. Sighvatur GK 57 ex Sævík GK. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

1416. Sighvatur GK 57 ex Sævík GK. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

1416. Sighvatur GK 57 ex Sævík GK. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

1416. Sighvatur GK 57 ex Sævík GK. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

1416. Sighvatur GK 57 ex Sævík GK. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

1416. Sighvatur GK 57 ex Sævík GK. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

25.06.2018 22:30

Björgvin og Hafborg

Haukur Sigtryggur tók þessa mynd á Dalvík fyrir nokkrum dögum og sýnir hún skuttogarann Björgvin EA 311 koma til hafnar. Hafborg EA 152 fylgir í humátt á eftir.

1937. Björgvin EA 311 - 2940. Hafborg EA 152. © Haukur Sigtryggur 2018.

25.06.2018 17:41

Sylvía og Faldur

Hér koma myndir sem ég tók af hvalaskoðunarbátum Gentle Giants í dag.

Myndina af Sylvíu tók ég eftir hádegið en Faldinn myndaði ég nú síðdegis.

GG gerir einnig út nokkra Ribara og Aþenu ÞH 505 sem er Cleóptatra frá Trefjum.

1468. Sylvía ex Björgvin ÍS. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

1267. Faldur ex Faldur ÞH. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

 

25.06.2018 12:32

Kristín ÓF 49

Þessa mynd af Kristínu ÓF 49 tók ég á Siglufirði fyrr í þessum mánuði.

Þarna er hún að koma að landi eftir handfæraróður en hún er á strandveiðum.

Kristín hét upphaflega Aldan NK 28. Síðar Guðbjörg Kristín RE 92, SH 165, KÓ 6 og ÓF 49.

Frá árinu 2016 hefur hún borið núverandi nafn en báturinn var smíðaður árið 1988 hjá Samtak í Hafnarfirði.

Núverandi eigandi er Andri Viðar Víglundsson.

1765. Kristín ÓF 49 ex Guðbjörg Kristín ÓF. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

24.06.2018 23:45

Sighvatur GK 57 kemur að bryggju

Eins og ég sagði við myndina af Sighvati sem ég birti um helgina þá kemur meira síðar. Og hér kemur ein mynd sem sýnir skipið koma að Eyjabakkanum sl. föstudagskvöld.

Meira síðar...jafnvel á morgun.

En til upprifjunar:

Smíðaður í Mandal í Noregi 1975. Yfirbyggður 1977.

Hefur borið nöfnin Skarðsvík SH 205, Skarðsvík AK 205, Ásborg EA 259, Arney KE 50, Steinunn SF 10, Steinunn SF 107, Hafursey VE 122, Sævík GK 257 og núverandi nafn Sighvatur GK 57.

1416. Sighvatur GK 57 ex Sævík GK. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

24.06.2018 20:23

Svend C

Grænlenski frystitogarinn Svend C GR-6-23 kom til hafnar í Reykjavík í morgun. Ég þar og tók myndir.

Eisn og áður hefur komið fram á síðunni var Svend C hannaður af fyrirtækinu Skipsteknisk í Noregi og smíðaður í Tersanskipasmíðastöðinni í Tyrklandi. 

Sú stöð smíðaði einnig Sólberg ÓF 1 sem kom til landsins í maí 2017 en Svend C var afhentur í desember 2016.

Togarinn er 83,50 metrar að lengd, 17 metrar á breidd og 4.916 BT að stærð.

Samkvæmt upplýsingum sem ég fékk er 9456 hestafla Wartsila aðalvél í honum.

OWZD. Svend C GR-6-23. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

22.06.2018 22:47

Sighvatur GK 57

Nýr Sighvatur GK 57 kom til heimahafnar í Grindavík eftir sjö sólarhringa heimsiglingu frá Gdansk í Póllandi.

Skipið fór út til Póllands í drætti sem Sævík GK 257 en kom heim sem nánast nýsmíði.

Upphaflega Skarðsvík SH 205.

Meira síðar.....

1416. Sighvatur GK 57 ex Sævík GK. © Hafþór Hreiðarsson 2018.
 

22.06.2018 14:46

Kristján HF 100

Nýr Kristján HF 100 var sjósettur hjá Trefjum í Hafnarfirði í dag. Kristján er af gerðinni Cleópatra 46B.

Ég náði myndum þökk sé Hjalta frænda mínum Hálfdánarsyni hafnarverði hjá Hafnarfjarðarhöfn.

Meira síðar nú er það Ísland -Nígería.

2961. Kristján HF 100. © Hafþór Hreiðarsson 2018.
 

 

 

Flettingar í dag: 2359
Gestir í dag: 469
Flettingar í gær: 3372
Gestir í gær: 639
Samtals flettingar: 8836914
Samtals gestir: 1944131
Tölur uppfærðar: 18.11.2018 23:51:09
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is