Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

25.03.2018 00:58

Engey í slipp

Skuttogarinn Engey RE 1 fór upp í slippinn í Reykjavík á dögunum. Þar sem fram fór ársskoðun á henni en Engey var smíðuð árið 2017 í Tyrklandi.

Eins og glöggir menn hafa tekið eftir og jafnvel bent á er Engey nú RE 1 en ekki 91 eins og hún var í upphafi.

Samkvæmt vef Fiskistofur fór númerabreytingin fram 5. desember 2017.

 

2889. Engey RE 1 ex RE 91. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

 

25.03.2018 00:32

Halldór Afi

Netabáturinn Halldór Afi GK 222 kemur hér til hafnar í Keflavík fyrir viku síðan en það er Maron ehf. sem gerir hann út.

Smíðaður á Skagaströnd 1979 og hét upphaflega Einar Hólm SU 40 frá Eskifirði.

Lengdur 1996. 

1546. Halldór Afi GK 222 ex Glófaxi II VE. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

24.03.2018 19:19

Venus

Uppsjávarveiðiskip HB Granda, Venus NS 150, kom til hafnar í Reykjavík undir kvöld og tók Óskar Franz þessar myndir. Skipið lagðist að Skarfabakkanum þar sem fyrir var í fleti systurskipið Víkingur AK 100. Skipin hafa verið á kolmunnaveiðum upp á síðkastið.

2881. Venus NS 150. © Óskar Franz 2018.

 

2881. Venus NS 150. © Óskar Franz 2018.

24.03.2018 11:59

Kaldbakur á leið í Barentshafið

Haukur Sigtryggur tók þessar myndir í gær þegar skuttogarinn Kaldbakur EA 1 lagði í´ann áleiðis í Barentshafið. 

2981. Kaldbakur EA 1. © Haukur Sigtryggur 2018.

 

2891. Kaldbakur EA 1. © Haukur Sigtryggur 2018.

 

2891. Kaldbakur EA 1. © Haukur Sigtryggur 2018.

 

2891. Kaldbakur EA 1. © Haukur Sigtryggur 2018.

 

2891. Kaldbakur EA 1. © Haukur Sigtryggur 2018.

 

2891. Kaldbakur EA 1. © Haukur Sigtryggur 2018.

 

24.03.2018 11:49

Netabátar koma að landi í Njarðvík - Myndband

Myndband sem ég tók á dögunum af netabátum koma að landi í Njarðvík.

 

23.03.2018 23:47

Litlanes ÞH

Ég birti mynd Jóns Steinars af Litlanesinu frá Þórshöfn á dögunum en sl. mánudag náði ég sjálfur að festa það á filmu, eða kortið og hér kemur ein mynd síðan þá.

Eins og ég sagði við myndin hans Jóns var Litlanesið smíðað árið 2000 Sólplasti í Sandgerði og hét í upphafi Muggur KE 57 . Síðar HU 57. 

Fagranes útgerð ehf. á Þórshöfn, sem er í eigu Ísfélags Vestmannaeyja hf., keypti bátinn 2015 eða 2016 og í framhaldinu fór hann í miklar breytinga hjá Siglufjarðar Seig.

Þær fólust m.a í lengingu og yfirbyggingu ásamt því að sett var á það perustefni.

2771. Litlanes ÞH 3 ex Muggur HU. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

23.03.2018 23:30

Perseus

Hér siglir flutningaskipið Perseus inn sundin sl. þriðjudag og lóðsbátur fylgir.

Persesus var smíðað 2010 og er 9.938 GT að stærð. Hét Delia til ársins 2014.

Siglir undir fána Antigua og Barbuda og heimahöfnin er St. John´s.

Perseus ex Delia. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

23.03.2018 23:17

1963 - Tvö ný skip um helgina

Hér koma myndir af Grímsnesi GK 555 og Vetsra BA 63 en þessi skip komu upphaflega til landsins í nóvembermánuði 1963.

Grímsnesið hét Heimir SU 100 og Vestri hét Sigurður Jónsson SU 150. Bæði hafa þau gengið í gegnum miklar breytingar en Vestri þó sýnu meira enda lítið eftir af upphaflega skipinu í honum.

Austurland sagði svo frá 15. nóvember 1963:

Nú um helgina bættust tvö ný og glæsileg skip í fiskiskipaflota Austfirðinga.

Fyrir helgi kom til Stöðvarfjarðar nýsmíðað frá Flekkefjord í Noregi 193 lesta stálskip,Heimir SU 100. Eigandi er Varðarútgerðin hf. á Stöðvarfirði.

Skipstjóri á Heimi verður Magnús Þorvaldsson, en 1. vélstjóri Friðrik Sólmundsson. Í skipinu er 560 ha vél. Ganghraði í reynsluför var 11 mílur, en

meðalanghraði á heimleið 10 mílur.

Í fyrradag kom svo nýtt stálskip til Breiðdalsvíkur frá Haugasundi í Noregi þar sem það var smíðað. Nefnist það Sigurður Jónsson SU 150. 

Eigandi er hraðfrystihúsið í Breiðdalsvík.

Sigurður Jónsson er einnig 193 lestir að stærð. Vélin er 600 ha. Lister. Skipið var 52 stundir á leiðinni frá Haugasundi til Breiðdalsvíkur.

Bæði eru skip þessi hin glæsilegustu og vel útbúin í alla staði. Austurland óskar eigendunum til hamingju með þau.        

 

89. Grímsnes GK 555 ex BA. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

182. Vestri BA 63 ex Grettir SH. © Haukur Sigtryggur 2017.

23.03.2018 23:04

Guðmundur í Nesi

Óskar Franz tók þessa mynd af Guðmundi í Nesi RE 13 í fyrra en þessi 18 ára gamli frystitogari er gerður út af Brim hf. í Reykjavík. Aðallega til grálúðuveiða.

Smíðaður árið 2000 í Tomrefjørd í Noregi, skrokkurinn reyndar smíðaður í Rúmeníu, og er 66 metrar að lengd og 14 metra breiður, mælist 2,464 brúttótonn að stærð.

Keyptur hingað til lands frá Færeyjum árið 2004, fyrra nafn Hvilvtenni.

2626. Guðmundur í Nesi RE 13 ex Hvilvtenni. © Óskar Franz 2017.

23.03.2018 22:57

2957. Páll Jónsson GK 7

Það er vel við hæfi að fyrsta nýsmíði útgerðarfélagsins Vísis í Grindavík hafi töluna 57 í skipaskrárnúmerinu enda talan sú skipað stórann sess í í gegnum útgerðarsögu fyrirtækisins allt frá upphafi og einnig í forsögu þess.

Nýja skipið, Páll Jónsson GK 7, hefur fengið úthlutað skipaskrárnúmerinu 2957. Það verður 45m. langt og 10,5m. breitt, þriggja þilfara, búið Caterpillar aðalvél og mun taka um 420 kör í lest.

Það er skipasmíðastöðin Alkor í Gdansk í Póllandi sem að sér um smíði skipsins og verður henni lokið um mitt næsta ár.

2957. Páll Jónsson GK 7. © Tölvumynd Vísir hf. 2018.

23.03.2018 22:46

Anna

Anna EA 305 við bryggju í Njarðvík á dögunum. Þar hefur skipið verið í breytingum sem miða að því að það geti, auk línuveiða, stundað veiðar með net. 

2870. Anna EA 305 ex Carisma Star. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

23.03.2018 18:12

Vésteinn GK 88

Hér siglir nýjasti línubátur flotans til hafnar í Grindavík. Myndina tók ég sl. mánudag en Vésteinn GK 88 er gerður út af Einhamri Seafood þar í bæ.

Smíðaður hjá Trefjum í Hafnarfirði og er af gerðinni Cleopatra 50. Mælist 29,66 brúttótonn að stærð.

2908. Vésteinn GK 88. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

23.03.2018 07:32

Erling

Netabáturinn Erling KE 140 á leið til hafnar í Njarðvík sl. mánudag.

Smíðaður í Noregi 1964 og hét upphaflega Akurey RE 6.

Eigandi bátsins í dag er Saltver ehf. og heimahöfn hans Reykjanesbær.

233. Erling KE 140 ex Óli á Stað GK. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

22.03.2018 23:04

Akurey AK 10 - -Myndband

Hér kemur myndband sem ég tók þegar Akurey AK 10 kom til hafnar í Reykjavík í vikunni.

 

22.03.2018 19:38

Raufarhafnarbátar að fiska vel

Góður afli hefur verið að undanförnu hjá netabátum á Raufarhöfn en þar róa þrír bátar með net.

Það eru bátar Hólmsteins Helgasonar ehf., Björn Hólmsteinsson ÞH 161 og Kristinn ÞH 163, ásamt Nönnu Ósk II ÞH 133 sem Útgerðarfélagið Stekkjarvík ehf. á og gerir út.

Hér koma myndir af bátunum sem Gunnar Páll Baldursson hafnarvörður á Raufarhöfn tók í vikunni.

2641. Björn Hólmsteinsson ÞH 164 ex Sæborg SU. © Gunnar Páll 2018.

 

2662. Kristinn ÞH 163 ex Kópur HF. © Gunnar Páll 2018.

 

2793. Nanna Ósk II ÞH 133. © Gunnar Páll 2018.
Flettingar í dag: 1417
Gestir í dag: 120
Flettingar í gær: 2762
Gestir í gær: 481
Samtals flettingar: 8512159
Samtals gestir: 1850273
Tölur uppfærðar: 20.7.2018 08:35:51
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is