Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

30.03.2018 13:14

Onni - Sæþór

Hér koma tvær myndir af sama bátnum teknar með c.a 35 ára millibili, annars vegar  mynd sem ég tók í haust af Onna HU 36 koma að landi á Húsavík. 

Onni hét upphaflega Sæþór EA 101 og var smíðaður í Hafnarfirði 1973 fyrir Snorra Snorrason á Dalvík.  Hin myndin sýnir Sæþór sem var kominn í eigu G.Ben á Árskógssandi þegar Hreiðar Olgeirsson tók myndina.

 

Í Þjóðviljanum 12. júlí 1973 sagði svo frá sjósetningu Sæþórs EA 101:

50 rúmlesta stálfiskibáti var hleypt af stokkunum hjá Bátalóni h.f. i Hafnarfirði 6. þ.m. Þetta er annar báturinn af þessari gerð, sem Bátalón afhendir á þessu ári. 

Þetta er stálbátur, og er hann nr. 420 i smiðaröðinni hjá fyrirtækinu. Eru þá allar bátastærðir meðtaldar, Úr tré og stáli, sem fyrirtækið hefur framleitt á ca. 25 árum, og er heildarrúmlestatala allra þessara báta nú komin hátt á þriðja þúsund rúmlestir. 

Er þetta fjórði stálfiskbáturinn, sem Bátalón h/f hefur smíðað. Tveir fyrstu stálbátarnir,70 rúml. hvor.voru smiðaðir fyrir erlendan markað, fóru þeir til Indlands til reynslu þar í landi við togveiðar með nútíma tækni. 

Nýsmíði 420, sem hlaut nafnið Sæþór EA 101, er búinn hinum ákjósanlegasta tækjakosti til fiskveiða fyrir allar algengar veiðar, sem stundaðar eru hér við land. 

Aðalvél er Scania DSI 14, ljósa- vél er  Lambardini, spil Hydema, kraftblökk Rapp, astick og dýpt- armælir Simrad, radar og fisksjá Kelvin Huges, talstöð Seilor SSB 400 W PEP. 

Kaupandi og útgerðarmaður að þessum nýja báti er Snorri Snorrason, Dalvík. 

 

1318. Onni HU 36 ex Svanur KE. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

 

1318. Sæþór EA 101. © Hreiðar Olgeirsson.

 

 

30.03.2018 11:38

Akurey lætur úr höfn

Ég hef birt myndir sem ég tók á dögunum þegar Akurey AK 10 kom til hafnar í Reykjavík en í gær sendi Magnús Jónsson mér myndir þar sem togarinn er að leggja upp í veiðiferð. Engey við bryggju.

2889. Engey RE 1 ex RE 91 - 2890. Akurey AK 10. © Magnús Jónsson 2018.

 

2890. Akurey AK 10 fer frá bryggju. © Magnús Jónsson 2018.

 

 

 

30.03.2018 10:47

Einhamarsbátarnir

Hér koma Einhamarsbátarnir þrír sem eru af gerðinni Cleopatra 50. Gísli Súrsson og Auður Vésteins komu til Grindavíkur í ágúst 2014  og Vésteinn í febrúar á þessu ári.

2878. Gísli Súrsson GK 8. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

2888. Auður Vésteins SU 88. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

 

2908. Vésteinn GK 88. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

29.03.2018 17:45

Þórsnes

Þórsnes SH 109 kom til Akureyrar í dag með 125 tonn af frosinni grálúðu sem skipið veiddi í net úti fyrir Norðurlandi.

Grzegorz Masota skipverji á Þórsnesinu tók þessa mynd um hádegisbil þegar þeir lágu skammt undan Svalbarðseyri við lokaþrif áður en haldið var upp að bryggju.

2936. Þórsnes SH 109 ex Veidar 1. ©  Grzegorz Masota 2018.

29.03.2018 13:16

Björgúlfur

Þessa símamynd fékk ég senda áðan úr norsku landhelginni og sýnir hún Björgúl EA 312 áð veiðum á Lofotensvæðinu eins og ljósmyndarinn orðaði það.

Myndin er tekin úr Kaldbak EA 1.

2892. Björgúlfur EA 312. © Sigurður Davíðsson 2018.

29.03.2018 12:06

Akurey og Engey

Magnús Jónsson tók þessar myndir af systurskipunum Akurey AK 10 og Engey RE 1 við bryggju í Reykjavík.

2890. Akurey AK 10. © Magnús Jónsson 2018.

 

2889. Engey RE 1 ex RE 91. © Magnús Jónsson 2018.

 

2890- Akurey AK 10 - 2889. Engey RE 1 ex RE 91. © Magnús Jónsson.

29.03.2018 08:29

Angunnguaq II

Skuttogarinn Angunnguaq II í slipp á Akureyri fyrir skömmu.

Myndina tók Haukur Sigtryggur sem tók saman þennan miða um togarann: 

MO-nr. 8411011.
Skipasmíðastöð: Langsten Skip & Batbyggeri A/S. Tomrefjord. Noregi.

2009 = Lengd: 41,56. Breidd: 11,0. Dýpt: 7,06. Brúttó: 888. Nettó: 305.
Smíðanúmer 401.

Aldrei gerður út hér á landi.
Mótor. ?

Luutivik. Útg: ?? Grænlandi. (1985 - 2000).

Seldur til Íslands 2000.
Geiri Péturs ÞH 44. Útg: Geiri Péturs h.f. Húsavík. (2000).

Seldur til Noregs 2000.
Longyear. Útg: Macximal. Tromsö Noregi. (2000 - 2003).
Leiv Eriksson. Útg: Lá við bryggju mest allan tíman. (2003 - 2004).

Seldur til Eistlands 2004.
Andvari EK 0401. Höfn: Tallinn. Útg: Jóhann Halldórsson. Vestmannaeyjum. (2004 - 2006).

Seldur til Grænlands 2006.
Angunnguaq II. GR8-58. Útg: Angunnguaq A/S. Sisimiut. (2006 - 2018).

 

Angunnguaq II ex Andvari EK. © Haukur Sigtryggur 2018.

28.03.2018 19:58

Huginn VE verður lengdur í Póllandi

Huginn VE heldur af stað áleiðis til Póllands á morgun en þar  fer skipið í endurbætur í skipasmíðastöðinni Alkor í Gdansk.

Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Hugins segir í samtali við Eyjar.net að skipið verði lengt auk þess sem að sandblástur sé fyrirhugaður á öllu skipinu.

„Lengingin verður 7,2 metrar og er stækkun á lestarrými ca 600m3.” segir Páll. Verklok eru áætluð um miðjan ágúst.

 

Huginn VE 55 var smíðaður árið 2001 í Chile. Huginn er vinnsluskip og fjölveiðiskip sem fiskar bæði í nót og flottroll. Skipið veiðir einungis uppsjávarfisk.

2411. Huginn VE 55. © Óskar Franz.

 

Hér má sjá teikningu af Huginn eftir lengingu sem fengin var af eyjar.net

28.03.2018 11:10

Sævar

Sævar KE 5 kemur hér að landi í Keflavík á dögunum. Já KE 5 er skrifað þó KE 1 standi á bátnum en samkvæmt skrám er hann KE 5.

Smíðaður í Bátalóni 1981. Hét upphaflega Már NS 87 frá Bakkafirði. 

Eigandi er Einar Þórarinn Magnússon, útgerðaraðili Sæörn ehf.

1587. Sævar KE 5 ex KE 1. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

27.03.2018 21:57

Ágúst

Hér koma myndir úr safni Jóns Steinars sem sýna Ágúst GK 95 í kröppum sjó á leið inn til Grindavíkur. 

Hrafn GK 111 heitir hann í dag báturinn sem upphaflega hét Gullberg VE 292.

1401. Ágúst GK 95 ex Gullfari KE. © Jón Steinar.

 

1401. Ágúst GK 95 ex Gullfari KE. © Jón Steinar.

 

1401. Ágúst GK 95 ex Gullfari KE. © Jón Steinar.

27.03.2018 21:32

Gísli Súrsson

Hér er línubáturinn Gísli Súrsson GK 8 að koma til hafnar í Grindavík á dögunum. Gerður út af Einhamri Seafood í Grindavík líkt og systubátarnir Auður Vésteins SU 88 og Vésteinn GK 88.

Þeir eru allir af gerðinni Cleopatra 50 frá Trefjum.

2878. Gísli Súrsson GK 8. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

27.03.2018 21:22

Daðey

Línubáturinn Daðey GK 777 á landleið fyrir skömmu en báturinn hefur verið að fiska vel upp á síðkastið. Vísir hf. gerir hana út eftir samruna við Marver ehf. en upphaflega hét báturinn Oddur á Nesi SI 76. Síðar Oddur á Nesi ÓF 176 og loks Örninn ÓF 176 áður en hann fékk Daðeyjarnafnið 15. september 2016.

Smíðaður á Siglufirði 2010.

2799. Daðey GK 777 ex Örninn ÓF. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

27.03.2018 09:29

Góður afli í Barensthafi þrátt fyrir þrálátar bilanir

Á heimasíðu HB Granda segir að frystitogarinn Örfirisey RE sé nú að veiðum á heimamiðum eftir langt úthald í Barentshafi og frátafa frá veiðum eftir bilanir.

Að sögn Ævars Jóhannssonar skipstjóra fengust um 1.600 tonn af fiski upp úr sjó á veiðunum í Barentshafi. Þar af fengust ríflega 1.000 tonn á um 20 dögum síðari hluta janúar og fram í febrúar.

,,Þetta var skrautlegt hjá okkur í Barentshafinu. Fyrsta bilunin varð í lok október og viðgerðin fór fram í Svolvær. Við komumst aftur á sjó 15. janúar og gátum verið að veiðum fram í febrúar en þá varð aftur bilun hjá okkur sem varð þess valdandi að við vorum dregnir til hafnar í Tromsö. Þaðan komumst við 15. febrúar eftir stutt stopp en þriðja bilunin varð skömmu síðar eftir að kambáslega gaf sig og þann 17. febúar vorum við komnir til hafnar í Hammerfest. Þaðan fórum við 4. mars eftir viðgerð á veiðar í Barentshafi og aflanum, um 590 tonnum af fiski upp úr sjó, var svo landað í Reykjavík 20. mars sl.,“ segir Ævar Jóhannsson en hann stóð vaktina í öllu þessu Barentshafs- og Noregsúthaldi ef undan er skilinn sá tími sem fór í frí hér heima á meðan viðgerðum stóð. (hbgrandi.is)

Meðfylgjandi mynd tók ég þegar Örfirisey kom til hafnar 20. mars sl. úr umræddri veiðiferð.

2170. Örfirisey RE 4 ex Polarborg 1. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

26.03.2018 17:09

Ottar siglir undir brúnna í Tromsø

Ottar siglir hér undir brúnna sem tengir Tromsø við austurlandið eins og Eiríkur Sigurðsson  orðaði það en hann tók myndirnar í dag.

Þennan þekkjum við Íslendingar sem Ísleif VE 63 og Færeyingar sem Durid.

Á myndunum má grilla í tvo báta sem voru í íslenska flotanum og báru m.a sama nafn.

Ottar ex Ísleifur VE. © Eiríkur Sigurðsson 2018.

 

Ottar ex Ísleifur VE. © Eiríkur Sigurðsson 2018.

26.03.2018 15:01

Akurey AK 10

Hér rennir Akurey AK 10 sér inn á milli garðanna inn í Reykjavíkurhöfn sl. þriðjudag. Hún var með rétt rúmlega 200 tonna afla og fer býsna vel með það sýnist mér.

2890. Akurey AK 10. © Hafþór Hreiðarsson 2018.
Flettingar í dag: 743
Gestir í dag: 160
Flettingar í gær: 3300
Gestir í gær: 1325
Samtals flettingar: 8521875
Samtals gestir: 1854484
Tölur uppfærðar: 23.7.2018 04:59:24
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is