Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

03.10.2018 18:11

Myndir frá björgunaraðgerðum á Frosta

Gundi skipverji á Frosta tók þessar myndir í gær en eins og kom fram í fréttum kom upp eldur í vélarrúmi Frosta ÞH 229 þar sem hann var að veiðum um 45 sjómílur vest-norðvestur af Straumnesi. 

Í frétt sem birtist á vef Landhelgisgæslunnar kl. 1:50 segir:

 Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarkall frá togskipinu Frosta ÞH229 klukkan 15:18 um að eldur væri laus í vélarrúmi skipsins. Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kölluðu þá þegar út tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar sem og varðskipið Tý, sem var statt í Ísafjarðardjúpi. Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Gunnar Friðriksson, var einnig beðið um að halda rakleiðis á vettvang auk skipa í grenndinni. Togskipið var þá statt um 45 sjómílur vest-norðvestur af Straumnesi. Tólf eru í áhöfn Frosta og kom fram að allir væru heilir á húfi en hugsanlegt að einn skipverji væri með reykeitrun. Stundarfjórðungi eftir að neyðarkallið barst frá Frosta barst stjórnstöðinni tilkynning um að búið væri að einangra eldinn í vélarrúminu en reykur væri um allt skip, nema í brú þess. TF-GNA, þyrla Landhelgisgæslunnar, hélt beint á staðinn og kom að Frosta um klukkan 17:25 og hífði einn skipverja frá borði. Hann var fluttur til Ísafjarðar vegna gruns um reykeitrun en þaðan var honum flogið með sjúkraflugvél Mýflugs. Hin þyrlan, TF-SYN, flaug vestur með fimm slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Slökkviliðsmennirnir fóru um borð í Frosta um klukkan 18:00. Skömmu síðar kom varðskipið Týr á vettvang. Gott veður var á svæðinu. Togarinn Sirrý tók Frosta í tog fyrst um sinn en varðskipið Týr tók við drættinum laust eftir miðnætti. Frosti verður dreginn til Hafnarfjarðar. 

Hér koma myndirnar frá Gunda.

 

 

2919. Sirrý ÍS 36 ex Stamsund. © Gundi 2018.

 

2262. Sóley Sigurjóns GK 200 ex Sólbakur EA. © Gundi 2018.

 

2919. Sirrý ÍS 36 komin til aðstoðar. © Gundi 2018.

 

Páll Pálsson ÍS 102 og Vigri RE 71 voru til taks ef á þyrfti að halda.

 

Þyrlan mætt, spurning hvor þeirra þetta sé. © Gundi 2018.

 

Tekið á móti sigmanninum. © Gundi 2018.

 

Slökkviliðið mætt á vettvang. © Gundi 2018.

 

Sigið niður í Frosta. Sóley Sigurjóns bíður átekta. © Gundi 2018.

Síðan koma hér tvær myndir sem eitt af afmælisbörnum dagsins, Guðmundur St. Valdimarsson bátsmaður á Tý, tók og léði með til afnota.

Frá aðgerðum á vettvangi. © Guðmundur St. Valdimarsson 2018.

 

2433. Frosti ÞH 229 í slefi við Látrabjarg. © Guðmundur St. Valdimarsson.
 

 

 

 

 

 

 

 

Flettingar í dag: 986
Gestir í dag: 224
Flettingar í gær: 2063
Gestir í gær: 236
Samtals flettingar: 9110429
Samtals gestir: 1974476
Tölur uppfærðar: 20.4.2019 21:02:46
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is