Grettir SH 104"/>

 

Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

15.09.2018 11:04

Grettir SH 104

Hér koma myndir af Gretti SH 104 leggja úr höfn á Húsavík 15. nóvember árið 2004.

Rúmum fimm árum áður kom báturinn úr breytingum frá Póllandi og svo sagði frá í Morgunblaðinu 18. ágúst 1999:

Grettir SH 104 kom til heimahafnar í Stykkishólmi sunnudaginn 8. ágúst eftir gagngerar endurbætur í Póllandi. Eftir breytingarnar er um nýtt skip að ræða. Aðeins vél og spil eru frá gamla skipinu. Smíðaður var nýr skrokkur, stýrishús og gálgar. Skipið var stytt um 1,50 m metra og mælist 29 metra langt. Breidd skipsins var aukin og er Grettir nú 8,10 metra breiður. Öll aðstaða áhafnar er ný. Svefnrými er fyrir níu manns, borðsalur og setustofa og er öllu vel fyrir komið. Grettir var byggður í Noregi árið 1963. Hann var keyptur til Stykkishólms árið 1983 þegar Sæfell ehf. festi kaup á bátnum. Hann var kominn til ára sinna og var því ráðist í endurbæturnar. Leitað var tilboða í að endurbyggja skipið frá grunni. Langlægsta tilboðið kom frá Vélasölunni Nauta í Gdynia í Póllandi. Það var tæplega þrisvar sinnum lægra en það tilboð sem kom frá íslenskri skipasmíðastöð. Samningar voru undirritaðir í byrjun nóvember sl. Skipið sigldi síðan til Póllands 5. apríl. Skipasmíðastöðin afhenti skipið á tilsettum tíma Allt verkið tók alls 107 daga og það vekur athygli að verktími stóðst upp á dag en það er óvenjulegt í svona stóru verki. Heimssiglingin tók síðan sjö daga. Það var Verkfræðistofan Fengur í Hafnarfirði sem teiknaði skipið, bauð út verkið og hafði umsjón með verkinu. Grettir SH 104 mælist nú 290 brúttótonn. Skipið er tilbúið til skelveiða og mun fljótlega hefja veiðar, því skelvertíð er að byrja í Stykkishólmi. Í áhöfn skipsins verða sjö menn og er skipstjóri Páll Guðmundsson. 

 

Grettir heitir í dag Vestri BA 63.

182. Grettir SH 104 ex Ólafur Ingi KE. © Hafþór Hreiðarsson 2004.

 

182. Grettir SH 104 ex Ólafur Ingi KE. © Hafþór Hreiðarsson 2004.

 

182. Grettir SH 104 ex Ólafur Ingi KE. © Hafþór Hreiðarsson 2004.
Flettingar í dag: 448
Gestir í dag: 85
Flettingar í gær: 636
Gestir í gær: 118
Samtals flettingar: 9401789
Samtals gestir: 2008550
Tölur uppfærðar: 16.12.2019 12:26:24
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is