Sigurfari SH 105"/>

 

Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

10.07.2018 16:02

Sigurfari SH 105

Hér birtist mynd Hannesar Baldvinssonar af Sigurfara SH 105 sem hann tók á Siglufirði á síldarárunum.

Sigurfari hét upphaflega Gunnbjörn ÍS 18, smíðaður úr eik og furu í Svíþjóð árið 1929. Hann var 46. brl. að stærð búinn 90 hestafla Ellwe vél.

Eigendur voru Guðmundur Kr. Guðmundsson, Ingibjartur Jónsson, Arinbjörn Clausen, Guðmundur G. Sigurðsson og Pétur Njarðvík Ísafirði.

Samvinnufélag Ísfirðinga, ísafirði, var skráður eigandi í nóvember 1943. 1945 var sett í hann 120 hestafla Ruston díeselvél.

Í janúar 1956 var Gunnbjörn seldur til Grundarfjarðar og fékk þá það nafn sem hann ber á myndinni, Sigurfari SH 105. Kaupendur voru Karl Stefánsson og Hjálmar Gunnarsson í Grundarfirði.

1958 var sett í hann 200 hestafla Lister díeselvél (frá 1949). Báturinn var endurmældur 1961 og mældist þá 45 brl. að stærð. 1963 var enn og aftur skipt um aðalvél og nú kom sett í hann 220 hestafla Caterpillar.

Í desember 1968 voru skráðir eigendur Hjálmar Gunnarsson og Jenný Ásmundsdóttir í Grundarfirði.

Sigurfari SH 105 var tekinn af skipaskrá 18. ágúst 1981 en þá hafði hann legið í fjögur ár. (Heimild: íslensk skip)

745. Sigurfari SH 105 ex Gunnbjörn ÍS. © HB.

 

Flettingar í dag: 1277
Gestir í dag: 92
Flettingar í gær: 1349
Gestir í gær: 177
Samtals flettingar: 8903269
Samtals gestir: 1950427
Tölur uppfærðar: 13.12.2018 09:27:19
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is