Víðir SU 175"/>

 

Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

09.07.2018 13:23

Víðir SU 175

Víðir SU 175 var smíðaður í Svíþjóð árið 1946 og mældist 91 brl. að stærð, búinn 215 hestafla Polar aðalvél.

Eigandi var Víðisútgerðin h/f á Eskifirði og var Víðir SU ávallt mikið aflaskip og vel til hafður. Skipt var um vél í honum árið 1953 og kom 360 hestafla Lister í stað þeirrar sem áður var.

Í janúarmánuði 1965 var Víðir seldur Guðjóni Ólafssyni í Vestmannaeyjum sem nefndi hann Ágústu VE 350.

Ekki varð sú útgerð löng því Ágústa VE 350 sökk þann 11. október sama ár um 27 sjm. suðaustur af Daltanga.

 

Tíminn sagði svo frá þann 12. október 1965:

Vélbáturinn Ágústa, VE 350,sökk í morgun á leið af síldarmiðunum til hafnar. Á bátnum voru ellefu menn og björguðust þeir allir. Geysimikill leki kom að bátnum og sökk hann hálftíma eftir að lekans varð vart.

Blaðamenn hittu Guðjón Ólafsson skipstjóra að máli á Reykjavíkurflugvelli um níuleytið í kvöld en þá kom hann og skipverjar hans þangað frá Egilsstöðum með Blikfaxa Flugfélags Íslands. 

Guðjón vildi sem minnst segja eins og venja er fyrr en sjódómur hefur fjallað um málið. Hann kvað þá hafa verið á innleið í morgun með um 700 mál síldar. Um klukkan 8 voru þeir 26—7 sjómílur suðaustur að austri frá Dalatanga. Þá varð skyndilega vart við mjög mikinn leka. Í fyrstu var reynt að dæla úr bátnum, en eftir tuttugu mínútur var því hætt, enda algerlega vonlaust að bjarga bátnum. Fóru skipverjar þá í tvo gúmbjörgunarbáta.

Áður hafði Guðjón haft samband við Friðrik Sigurðsson, sem var þarna skammt frá. Miðuðu skipverjar á Friðriki Ágústu út og héldu þegar til þeirra. Er skipverjar voru komnir í bátana fór Ágústa á hliðina á hálfri annarri mínútu og hálftíma eftir að lekans varð vart var báturinn sokkinn. Tuttugu mínútum eftir að skipverjar af Ágústu voru komnir í gúmbátana var þeim bjargað um borð í Friðrik Sigurðsson, sem hélt síðan með þá til Seyðisfjarðar.

Ágústa var áður þekkt undir nafninu Víðir SU, sem var mikið aflaskip í eigu Sigurðar Magnússonar á Eskifirði, en fyrir stuttu keypti Guðjón skipið af Sigurði.

Ágústa var komin með um 25 þúsund mál og tunnur á vertíðinni í sumar.

880. Víðir SU 175. © Hannes Baldvinsson.
Flettingar í dag: 1551
Gestir í dag: 248
Flettingar í gær: 1056
Gestir í gær: 221
Samtals flettingar: 9114445
Samtals gestir: 1975197
Tölur uppfærðar: 23.4.2019 20:55:30
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is