Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

05.07.2018 15:56

Guðmundur Kristinn SU 404

Hér kemur mynd af Guðmundi Kristni SU 404 frá Fáskrúðsfirði tekin á fyrri hluta níunda áratugarins. Held að Þorgeir nokkur Baldursson hafi tekið hana og sent mér fyrir langa löngu. Ef ekki þá tók ég hana eða kanski pabbi.

Guðmundur Kristinn var mikið aflaskip á síldinni á þessum árum undir skipstjórn Ingva Rafns Albertssonar.

Upphaflega hét þessi bátur Seley SU 10 og þegar hann kom til heimahafnar í endaðan febrúar 1966 var hann stærsta fiskiskip í flota Eskfirðinga.

 

Eftirfarandi frétt um komu Seleyjar til heimahafnar birtist í Austurlandi 4. mars 1966:

Um síðustu helgi kom til Eskifjarðar nýtt og glæsilegt fiskiskip, Seley SU 10, eign Kristmanns Jónssonar útgerðarmanns, annað skip hans með þessu nafni.

Seley er 285 lestir að stærð og er því stærsta skipið í flota Eskfirðinga.

Skipið, sem er stálskip, er smíðað í Flekkefjord í Noregi og búið 660 ha. Lister Blackstone vél.

 Ganghraði reyndist 11 sjómílur. Þá er skipið búið öllum fullkomnustu fiskileitar- og öryggistækj- um svo og nýrri gerð af sjálf- stýringu. 

Kælibúnaður er í lest og stampageymslu.  Einnig eru frysti- og kæligeymslur fyrir matvæíi. Nótarblökk er af stærstu gerð. 

Skipstjóri á Seley er Gísli Jónasson, frá Vestmannaeyjum, stýrimaður er Þórir Björnsson, Eskifirði og 1. vélstjóri Rafn Ingvarsson, Eskifirði. 

Seley er farin á veiðar með loðnu- og þorsknót. 

Í viðtali við blaðið kvaðst eigandinn, Kristmann Jónsson, vera mjög ánægður með bátinn, hann hefði reynzt hið bezta á heimsiglingunni. Þá lét hann einnig mjög vel af skiptum sínum við skipasmíðastöðina í Flekkefjord. 

 

1972 var Seley seld Græði hf. í Bolungarvík og fékk hún nafnið Flosi ÍS 15. Selt Pólarsíld h/f á Fáskrúðsfirði og Magnúsi Þorvaldssyni á Stöðvarfirði í árslok 1976 og fékk hann þá nafnið Guðmundur Kristinn SU 404.

Síðar fékk hann nafnið Kristján RE 110 áður en hann fékk sitt síðasta nafn á íslenskri skipaskrá en það var Eldhamar GK 13.

Seldur til Króatíu árið 2007 þar sem hann hefur síðan verið notaður í ferðaþjónustu.

1000. Guðmundur Kristinn SU 404 ex Flosi ÍS. © Þorgeir Baldursson.
Flettingar í dag: 1551
Gestir í dag: 248
Flettingar í gær: 1056
Gestir í gær: 221
Samtals flettingar: 9114445
Samtals gestir: 1975197
Tölur uppfærðar: 23.4.2019 20:55:30
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is